Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Side 35
Félagslega líkanið um fötlun
lega hnignun. Niðurstöður erfða-
fræðilegra rannsókna sköpuðu
þannig kjörinn hugmyndafræði-
legan grundvöll fyrir þvingaðar
fjöldaófrjósemisaðgerðir sem
tíðkuðust í Evrópu langt fram á
síðustu öld og voru framkvæmdar
á þeim sem taldir voru bera í sér
þá erfðavísa sem þjóðfélagið vildi
útrýma.
Læknisfræðilega líkanið um
fötlun. Læknisfræðilega líkanið
um fötlun spratt upp úr þessum
jarðvegi. Sjónarhorn þess á fötlun
hefur verið ráðandi í hinum
vestræna heimi mestan hluta
síðustu aldar. Sá skilningur sem
það leggur í fötlun byggir á
vísindalegri þekkingu læknis-
fræðinnar sem lítur á fötlun sem
andstæðu þess sem er heilbrigt og
eðlilegt. Áhersla er lögð á að
greina líkamlega eða andlega
skerðingu og veita ráðgjöf um
viðeigandi meðhöndlun, meðferð,
endurhæfíngu og/eða umönnun
allt eftir eðli og alvarleika fötlun-
arinnar. Fötlunin sem slík verður
því megineinkenni einstaklings-
ins og alhæft er út frá vangetu
hans. Þar sem fötlunin er álitin
uppspretta allra erfiðleika ein-
staklingsins er hvorki tekið tillit
til áhrifa kringumstæðna né um-
hverfis á líf hans. Greiningin
verður því til þess að fatlaðir
einstaklingar eru flokkaðir óhæfir
(invalid). Það eru ófatlaðir fag-
menn og fræðimenn sem skil-
greina allar þarfír fatlaðs fólks út
frá fötlun þeirra, ólíkt því sem
gerist hjá ófötluðu fólki sem
skilgreinir sjálft sínar þarfir út frá
eigin löngunum. Þar sem vanda-
mál og erfiðleikar eru ein-
staklingsbundin leiðir það til þess
að litið er á fatlaða sem „hina“
eða öðruvísi á neikvæðan hátt.
Þegar einstaklingur hefur verið
greindur fatlaður er hann stimpl-
aður og félagslegar væntingar um
hvernig hann skuli hegða sér og
hvað hann sé fær um, bætast við
skerðinguna. Það að „vanda-
málið“ krefst afskipta sérfræðinga
gerir einstaklinginn ósjálfbjarga í
augum annarra, hamlar honum
félagslega og útilokar hann bæði
frá samskiptum og tækifærum í
lífinu. í stuttu máli felur læknis-
fræðilega líkanið um fötlun í sér
að um persónulegan harmleik sé
að ræða. Litið er á einstaklinginn
sem ólánssamt fómarlamb, háðan
öðmm og í þörf fyrir umönnun.
Þetta sjónarhom hefur lengi litað
nálgun fagmanna jafnt sem
almennings til fatlaðra og gerir að
miklu leyti enn.
Alþjóða heilbrigðisstofn-
unin. Á áttunda áratugnum gerði
Alþjóða heilbrigðisstofnunin
(WHO) greinarmun á hug-
tökunum skerðing, fötlun og
hömlun. Samkvæmt þeirri grein-
ingu vísaði hugtakið skerðing
(impairment) til líkamlegrar
og/eða andlegar skerðingar.
Hugtakið fötlun (disability) var
notað til að skýra þau áhrif sem
skerðingin hefur á daglegt líf.
Hömlun (handicap) vísaði aftur á
móti til þeirra hindrana eða hafta
sem fötlunin hefur á félagslíf og
þeirrar mismununar sem ein-
staklingurinn verður fyrir hennar
vegna. Greining Alþjóða heil-
brigðisstofnunarinnar var á allan
hátt unnin í anda skilgreininga
læknisfræðilega líkansins á
fötlun. Skerðingunni voru
eignaðir allir erfiðleikar einstak-
lingsins og hvorki tekið tillit til
áhrifa samfélagslegra eða um-
hverfislegra þátta.
Jarðvegur félagslega
líkansins. Á áttunda áratugnum
reis líkamlega fatlað baráttufólk í
Bretlandi og samtök þess upp
gegn þeirri einangrun og mis-
munun sem einkennt hafði líf
þess. Það gagnrýndi skilgreiningu
Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunar-
innar harðlega, fyrir að tengja
skerðingu, fötlun og hömlun
nánum böndum og endurspegla
þar með engan veginn raun-
verulega reynslu fatlaðs fólks.
Það sagði að með því að einblína
á líkamlega skerðingu liti
Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin
fram hjá öðrum orsökum fyrir
mismunun og styrkti þannig
útbreiddan misskilning um að
skerðing og „óeðlilegheit“ væru
lögð að jöfnu. Líkamlega fatlað
fólk hafnaði því skilgreiningum
fagmanna á fötlun og þróaði þess
í stað eigin skilgreiningu með
áherslu á hindranir og hamlanir
samfélagsins. Það færði rök fyrir
því að það væri ekki skerðingin
sjálf sem gerði þau fötluð og legði
hömlur á þau heldur væri orsaka
að leita í formgerð samfélagsins.
Samfélagið bætti fötlun ofan á
skerðinguna með því að mis-
muna, einangra og útiloka fólk frá
fullri þátttöku í því. Fullyrðingin
um að fötlun væri afleiðing
samfélagslegrar kúgunar og
tengsla fatlaðs fólks við aðra í
samfélaginu varð grunnurinn að
þróun félagslega líkansins um
fötlun.
Félagslega Iíkanið um fötlun.
Félagslega líkanið um fötlun
leggur áherslu á ytri orsakir sem
hindra þátttöku fatlaðra í
samfélaginu og það felur í sér
róttæka endurskilgreiningu á
hugtakinu fötlun. Þá hafnar það
læknisfræðilegri nálgun sem
leggur örlög fatlaðra algjörlega í
hendur fagmanna til endur-
hæfíngar og félagslegrar aðstoðar.
Áhersla þess er á að mannlegri
virkni sé stjórnað af félags- og
efnahagslegum öflum sem stýrast
tímarit öryrkjabandalagsins
35