Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 38
Frá aðildarfélögum
er að allir sem greinast fái afhent
eintak af bókinni við greiningu.
Verður henni dreift til tauga-
sérfræðinga sem síðan afhenda
hana viðkomandi sem gjöf frá
MS félaginu.
Mikil áhersla á rannsóknir.
Við leggjum mikla áherslu á
ýmiss konar rannsóknir á öllu
sem lýtur að MS. Nú nýlega
unnu hjúkrunarnemar loka-
verkefni sitt til B.S. gráðu í
hjúkrunarfræði sem ljallar um
tilfmningalíðan einstaklinga með
MS sjúkdóminn. Sendi félagið út
spumingalista þeirra og styður
þetta framtak.
Félagsráðgjafí MS félagsins er
að vinna rannsókn á félagslegum
aðstæðum fólks með MS og er
það lokaverkefni til MA prófs í
félagsráðgjöf, og styður félagið
hana í því. Það er okkar allra
hagur að fá upplýsingar um hagi
MS fólks svo hægt sé að veita
sem besta þjónustu.
Einnig höfum við stutt ýmsar
aðrar rannsóknir og miðar þetta
að sjálfsögðu allt að því að fínna
lausnir á okkar margvíslegu
vandamálum.
Hlátur einfaldar vandann.
Það hefur mikið verið fjallað
um hlátur og lækningamátt hans
í ijölmiðlum undanfarið. Þótt
MS félagið hafí ekki sérstaklega
rannsakað það, getur undirrituð
tekið undir margt af því sem þar
hefur komið fram. Það verður
allt miklu auðveldara ef maður
brosir framan í heiminn, jafnvel
þegar allt virðist vonlaust. Það er
nefnilega ekkert svo erfítt að það
verði ekki erfiðara ef ég læt eftir
mér að láta reiði og vanmátt ná
yfírhöndinni. Reiði eins og aðrar
tilfinningar á fullan rétt á sér en
hún verður að fara jafn eðlilega
og hún kemur. Mín vegna og
allra hinna!
Vilborg Traustadóttir
formaður MS félags íslands
póstfang vilborg@msfelag.is
eða ms@msfelag.is
30 ARA AFMÆLI
SAMTAKA PSORIASIS- OG EXEMSJÚKLINGA
Vegleg afmælishátið í haust
1972-2002
Stofnun samtakanna
r
þessu ári eru 30 ár liðin
frá stofnun Samtaka
psoriasis- og exem-
sjúklinga, SPOEX. Frumkvæði
að stofnun samtakanna átti
Hörður Asgeirsson en hann lést
árið 1982. Hann skrifaði grein
um málefni psoriasissjúklinga,
sem birtist í Morgunblaðinu
þann 17. júní 1972. Meðal
annars ræddi hann þann góða
bata sem hann fékk af dvöl á
sólarströndum þar sem hann
stundaði sól- og sjóböð, en
hann hafði þá þjáðst af
psoriasis í 36 ár. Grein hans
fékk mjög jákvæðar undir-
tektir meðal sjúklinga og
almennings og í kjölfarið
boðaði hann til fundar þann 28.
ágúst 1972 á Hótel Esju. Hug-
mynd Harðar með fundinum
var sú að ræða hvort ekki væri
orðið tímabært að bindast
samtökum um stofnun félags
psoriasis- og exemsjúklinga.
Þannig myndi skapast vett-
vangur til þess fyrst og fremst
að skiptast á skoðunum um
reynslu og árangur af meðfer-
ðum og lækningatilraunum á
húðsjúkdómum.
A fundinum á Esju var lagt á
borð fyrir 60-70 manns, en alls
mættu um 300 manns á fundinn.
A þessum fundi var samþykkt að
stofna samtök þessa fólks og
undirbúningsnefnd kosin. Til
stofnfundar var síðan boðað 15.
nóvember
sama ár á
Hótel Sögu,
Súlnasal.
Talið er að þar hafi mætt um 400
fundarmenn og á þeim fundi var
Psoriasis- og exemfélagið stofn-
að og stjórn kjörin. Framtak
Harðar heitins var mjög lofsvert
og stöndum við öll í þakkarskuld
við hann fyrir hans mikilvæga
frumkvöðlastarf í okkar þágu.
Hörður var kosinn fyrsti for-
maður samtakanna og sat hann í
stjóm þeirra í 2 ár. Hann var alla
tíð virkur félagi og bar hag
félagsins mjög fyrir brjósti.
Psoriasis/exem
Vegna þess hversu fámenn þjóð
við erum var ákveðið að
samtökin skyldu þjóna bæði
Stella
Sigfúsdóttir,
38
www.obi.is