Fréttablaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 2
En eitt er víst: Við
höldum stórtón-
leika í haust eða í vetur
Jóhanni til heiðurs.
Björgvin Halldórsson
Veður
Suðvestan 8-15 m/s og rigning
með köflum sunnan- og vestan-
til, en annars stöku skúr. Hiti 7 til
15 stig, hlýjast austanlands.
SJÁ SÍÐU 16
Krakkar sungu stelpulög
Nemendur í Hólabrekkuskóla f luttu í gær í beinu streymi tónlist tveggja íslenskra kvenskálda, þeirra Báru Grímsdóttur og Hildigunnar Halldórs-
dóttur, í tilefni af Barnamenningarhátíð. Haldnir voru þrennir tónleikar þar sem þriðji bekkur, fjórði bekkur og fimmti bekkur komu fram. Í dag-
skrá hátíðarinnar segir að tónleikarnir séu samstarfsverkefni Hólabrekkuskóla, Tónskóla Sigursveins og Fella- og Hólakirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Hlífar verður
haldinn þriðjudaginn 2. júní 2020, kl. 17:30.
Fundurinn verður haldinn í Hraunseli - félagsheimili eldri
borgara að Flatahrauni 3 Hafnarfirði.
Dagskrá:
1) Venjuleg aðalfundarstörf
2) Kosning í kjörstjórn
3) Önnur mál
a) Kynning á niðurstöðum könnunar Gallup fyrir Hlíf
b) Kynning á stefnumótun stjórnar fyrir næsta ár
Léttar veitingar.
Stjórnin.
DÓMSMÁL „Þetta er mjög erfitt og
sorglegt mál fyrir vin okkar Jóhann
Helgason,“ segir tónlistarmaðurinn
Björgvin Halldórsson, sem kveður
tónlistarmenn hérlendis slegna
vegna fjárkröfu lögmanna í Banda-
ríkjunum á hendur Jóhanni.
Eins og fram hefur komið í Frétta-
blaðinu krefjast lögmenn tónlistar-
samsteypanna Universal og Warner
þess að Jóhann greiði jafnvirði 48
milljóna króna sem þeir reikna sér
í málskostnað vegna málaferlanna
um meintan stuld á laginu Söknuði
eftir íslenska tónlistarmanninn.
Máli Jóhanns var í apríl vísað
frá dómi í Los Angeles og segja
fyrrnefndir lögmenn hann eiga
að greiða kostnað þeirra, þar sem
hann hafi höfðað mál gegn betri
vitund til að reyna að þvinga fé út úr
fyrirtækjunum. Jóhann hefur bæði
áfrýjað málinu sjálfu og mótmælt
fjárkröfum mótaðila sinna.
„Við munum að sjálfsögðu fylkja
okkur í kring um Jóhann og leggj-
ast á árarnar – allir tónlistarmenn
Íslands og reyna að styðja við bakið
á honum,“ segir Björgvin Halldórs-
son, sem ásamt fleiri landsþekktum
tónlistarmönnum er að kanna leiðir
til að koma Jóhanni til aðstoðar.
„Það eru alls konar hugmyndir í
gangi, við erum bara að móta þær.
En eitt er víst: Við höldum stórtón-
leika í haust eða í vetur Jóhanni
til heiðurs, þar sem allir koma og
gefa sína vinnu – og þá húsin líka
og bílstjórinn sem keyrir gítarinn
á staðinn. Við leitum til tónlistar-
manna alls staðar að á landinu,“
undirstrikar söngvarinn.
Fjárkrafan á hendur Jóhanni
verður tekin fyrir hjá dómstólnum
í Los Angeles 5. júní. Þá mun lög-
maður hans mæta fyrir dóminn
og sömuleiðis lögmenn Warner og
Universal, sem halda kröfu sinni til
streitu gegn hörðum mótmælum
lögmanns Jóhanns.
Eins og fram kom í Fréttablaðinu
í gær telja lögmenn fyrirtækjanna
Jóhann geta sjálfum sér um kennt
að hafa lagt upp í vonlausa mál-
sókn. Lagið Söknuður eftir Jóhann
sé ekki líkt laginu You Raise Me Up
eftir Norðmanninn Rolf Løvland.
Bæði lögin séu byggð á írska laginu
Danny Boy og það hafi Jóhanni
verið fullljóst. Þessu hafa Jóhann
og tónlistarfræðingar á hans vegum
hafnað
gar@frettabladid.is
Tónlistarmenn munu
fylkja sér um Jóhann
Björgvin Halldórsson segir íslenska tónlistarmenn slegna yfir fjárkröfum á
Jóhann Helgason fyrir dómi í Los Angeles. „Við munum að sjálfsögðu fylkja
okkur í kring um Jóhann,“ segir Björgvin og boðar stórtónleika fyrir vin sinn.
Björgvin vill stuðning tónlistarmanna við Jóhann. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
STJÓRNMÁL Þriðja fjáraukalaga-
frumvarpið fyrir árið 2020 var lagt
fram á Alþingi í gær. Það er hið
umfangsmesta hingað til, en í því er
lögð til 65 milljarða króna aukning
á fjárheimildum fyrir yfirstandandi
ár, sem samsvarar 6,3 prósenta
aukningu frá áður samþykktum
fjárheimildum.
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að
hlutabótaleiðin kosti ríkissjóð 34
milljarða á tímabilinu 15. mars til
31. ágúst og að greiðsla hluta launa-
kostnaðar á uppsagnarfresti kosti
rúmlega 27 milljarða, miðað við að
stuðningurinn nái til uppsagna sem
hafa uppsagnardag frá 1. maí 2020
til og með 1. október 2020.
Í frumvarpinu er einnig kveðið á
um rúma tvo milljarða sem fara eiga
í endurgreiðslu vegna kvikmynda-
gerðar, en með því skapist svigrúm
til að taka inn ný verkefni og nýta
tækifæri sem myndast hafi í grein-
inni í kjölfar COVID-19 faraldursins.
Gert er ráð fyrir að enn annað
fjáraukalagafrumvarp verði lagt
fram á haustmánuðum og að í
því þurf i að af la f járheimilda
til að mæta auknum útgjöldum
Atvinnuleysistryggingasjóðs á yfir-
standandi ári og öðrum kostnaði af
völdum heimsfaraldurs kórónaveir-
unnar, sem ekki rúmast innan fjár-
heimilda almenns varasjóðs fjár-
laga, þegar kostnaðaráhrifin liggja
betur fyrir. – aá
60 milljarðar
í aðgerðirnar
Fjármála- og efnahagsráðherra
lagði fram frumvarpið í gær.
VIÐSKIPTI Alls voru 417 fyrirtæki
skráð gjaldþrota á fyrstu fjórum
mánuðum ársins. Er það mikil
fjölgun frá því á sama tíma í fyrra
þegar 276 fyrirtæki urðu gjaldþrota.
Mest var fjölgunin í mars en þá
voru 122 fyrirtæki gjaldþrota sam-
anborið við 63 í fyrra samkvæmt
tölum Hagstofunnar.
Alls hafa 44 fyrirtæki í rekstri
gististaða og veitingastaða orðið
gjaldþrota á fyrsta ársfjórðungi.
Flest gjaldþrot hafa þá verið hjá
fyrirtækjum í byggingarstarfsemi
og mannvirkjagerð, eða 94 talsins.
Nýskráningum einkahlutafélaga
á Íslandi fækkar á fyrstu fjórum
mánuðum ársins í samanburði við
árið áður.
Eitt nýtt hlutafélag var skráð á
fyrsta ársfjórðungi 2020, en tvö allt
árið í fyrra. Voru alls 715 ný einka-
hlutafélög skráð á tímabilinu, til
samanburðar við 848 árið 2019.
Í heildina var 2.201 einkahluta-
félag skráð árið 2019. – uö
Fleiri fyrirtæki
gjaldþrota í ár
2 7 . M A Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð