Fréttablaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 28
Niðurstaða mín er að Bingó-áætlunin hafi borið keim af örvænt- ingu, hún hafi verið illa ígrunduð og íslenskir skattgreiðendur geta seint þakkað nóg fyrir að ekki var ráðist í hana. Sigurður Már Jónsson Sigurður Már Jónsson rithöfundur og blaðamaður Sigurður Már Jónsson er höfundur bókarinnar Afnám haftanna – Samningar aldarinnar? Már Guðmundsson, fyrr-verandi seðlabankastjóri, gerir bók mína, Afnám haftanna – Samningar aldarinnar? að umtalsefni í heilsíðugrein hér í Markaðnum í síðustu viku. Helsta athugasemd Más er sú að í bókinni komi ekki fram fullnægjandi útlist- un á því hvers konar samvinnuverk- efni haftaafnámið hafi verið og því hafi þeir ekki fengið heiðurinn sem þeim bar, þ.e. hann og starfsmenn Seðlabankans. Um leið tínir hann til nokkur atriði sem hann telur að annað- hvort byggi á rangfærslum eða að um rangar lýsingar sé að ræða. Ég mun fara yfir þau atriði sem hann gerir sérstaka athugasemd við og ræða síðan almennar athugasemdir hans við bókina. Heiður þess sem heiður ber Már Guðmundsson fjallar talsvert um aðgerðirnar í kringum 12. mars 2012 þegar slitabúin voru með lögum sett undir fjármagnshöftin eins og rakið er nokkuð ítarlega í bók minni. Við erum sammála um mikilvægi þessa skrefs og ég tel bók- ina varpa góðu ljósi á sjónarmiðin sem þar voru uppi. Athugasemdir Más snúa, að því að ég best fæ séð, einkum að því að ekki hafi verið gert nóg úr þætti starfsmanna Seðlabankans og þá um leið hans sjálfs, að ákvarðanir Seðlabankans hafi byggst á grein- ingarvinnu starfsmanna bankans og frumkvæðið sé þaðan. Ég tel það ekki með öllu rétt en auðvitað er það matsatriði. Í bókinni er bent á að Seðlabankinn hafi ekki að fullu áttað sig á alvöru málsins fyrr en ábendingar þar um fóru að berast til hans, meðal annars frá Heiðari Guðjónssyni fjárfesti og fleirum. Þessu svarar Már ekki en segir að fullyrðingar mínar þar um stangist á við það sem segir annars staðar í bókinni um að Seðlabankinn hafi seint og illa áttað sig á þeim greiðslujafnaðarvanda sem var í kerfinu og ógnaði þjóðargjald- miðlinum. Þetta fær ekki staðist en í grein Más kemur einmitt fram að Hörður Ægisson, viðskiptaritstjóri Markaðarins og sá viðskiptablaða- maður landsins sem best þekkir haftamálið, er sammála mér um það að bankinn hafi verið tvístígandi og að hvorki hafi verið einhugur innan bankans um greiningu né aðgerðir. Það er þakkarvert hjá Má að draga athyglina að atburðarásinni í kringum breytingarnar á lögunum um fjármagnshöftin 12. mars 2012. Augljóslega ríkti ringulreið í þing- inu á meðal stjórnarliða, sem höfðu forræði á málinu og eins og rakið er í bókinni. Gera má alvarlegar athugasemdir við aðgang þeirra, sem ráku hagsmunabaráttu kröfu- hafa á þessum tíma, að störfum löggjafans. Ekki síður má gera alvarlegar athugasemdir við náinn aðgang kröfuhafa að embættismönnum Seðlabankans. Um hvort tveggja hefði verið hægt að fjalla nánar en gert var, en bókinni var ætlað að rekja söguna í heild sinni. Í sam- henginu held ég að seðlabanka- menn geti ekki kvartað eins og eftirfarandi tilvitnun sýnir: „For- svarsmenn Seðlabankans höfðu að sönnu einnig haft frumkvæði að því að setja slitabúin undir fjármagns- höft í mars 2012. Sú lagasetning tryggði vígstöðu íslenskra yfir- valda.“ (bls. 156). Afnám haftanna: Allir vildu Lilju kveðið hafa Sigurður Hannesson og Benedikt Gíslason, varaformenn framkvæmdahóps stjórnvalda um losun fjármagnshafta. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Már fjallar um breytingu sem gerð var á valdsviði Seðlabankans. Þar segir hann: „Það var önnur laga- breyting sem gerð varð í tíð ríkis- stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sem hafði töluverð áhrif á vinnulag í framhaldinu. Eftir því sem ég fæ best séð er hvergi minnst á hana í bók Sigurðar Más. Hún fólst í því að undanþágur yfir ákveðinni stærð til búa fallinna banka þyrftu staðfest- ingu ráðherra.“ Þetta er ekki rétt hjá honum. Í neðanmálsgrein á bls. 92 er greint frá þessari breytingu sem fékk sannarlega marga til að sofa betur, þar sem Seðlabankinn gat þá ekki lengur upp á sitt einsdæmi afgreitt undanþágur frá fjármagns- höftunum. Bingó-áætlunin Már Guðmundsson víkur sérstak- lega að þeim aðgerðum sem Seðla- bankinn hugðist grípa til rétt fyrir alþingiskosningarnar 2013. Már segir að þær hafi verið skoðaðar sem möguleg lausn og þótt gagn- legt innlegg til að ræða út frá. Tími til útfærslu og framkvæmda hafi hins vegar verið runninn út. Um þetta er sérstaklega fjallað í bók minni í kaflanum „Bingó-áætl- unin“. Þar er aðgerðin útlistuð og þó að Már kjósi að gera lítið úr henni núna verður ekki séð annað en að stjórnvöldum á þeim tíma hafi verið full alvara með hana. Það undarlega er að með þetta var pukrast eins og svo margt annað á þessum árum og fréttir bárust ekki af þessu fyrr en eftir stjórnarskiptin næsta haust skuldabréfsins hefur ekki mikið verið fjallað fyrr en nú með bókinni en skuldabréfið hafði talsverð veik- ingaráhrif á gengi krónunnar hér á landi. Hver innan stjórnsýslunnar skyldi vilja skoða það? Kostnaðarsöm töf Már gerir athugasemd við að í bók mína vanti að gera grein fyrir þeirri miklu vinnu sem unnin var í Seðla- bankanum við frágang nauðasamn- inganna seinni hluta árs 2015. Fyrir vikið hafi fjöldi starfsmanna þar vart tekið sumarleyfi. Sjálfur hafi hann gengið á undan með góðu for- dæmi og einungis tekið 13,5 daga í sumarfrí. Hann tekur fram að hann vilji segja þessa sögu betur síðar og hvet ég hann eindregið til þess. Ein alvarlegasta gagnrýnin á Seðlabankann í bók minni beinist að vinnunni sem átti að inna af hendi eftir að stöðugleikaskilyrðin lágu fyrir og tengist ákvörðun bankans að fresta því að halda gjaldeyrisuppboð. Sú ákvörðun, að víkja frá áætluninni um afnám hafta og halda ekki gjaldeyrisupp- boð áður en nauðasamningarnir kláruðust, kostaði skattgreiðendur á endanum tugi milljarða króna. Þetta var óskiljanlegt, því að Seðlabankinn hafði margoft haldið sambærileg gjaldeyrisuppboð en undirbúningur útboðsins tók heilt ár frá kynningarfundi. Sá undir- búningur hefði léttilega getað tekið minni tíma, ekki síst þar sem fram- kvæmdahópurinn hafði fengið einn helsta sérfræðing heims í útboðum að verkefninu, dr. Paul Klemperer, prófessor í hagfræði við Oxford- háskóla, en hann hefur veitt mörg- um ríkjum ráðgjöf við framkvæmd stórra útboða. Í grein sinni svarar Már engu um þetta, en fróðlegt væri að fá greinargóð svör. Í Afnámi haftanna – samningum aldarinnar? er rakin sú saga er leiddi til afnáms hafta hér á landi. Þetta var ekki einfalt ferli og ólík sjónar- mið og ólíkir hagsmunir tókust á öll þau ár sem höftin stóðu. Már getur nokkurra atvika sem hann telur að hafi skipt máli og hefði mátt geta í bók minni. Við gerð bókarinnar var rætt við tugi manna, vísað er í hundruð heimilda, blaðagreinar, opinbera umfjöllun, viðtöl og skýrslur. Rætt var við alla helstu leikendur sem komu að samningunum við kröfu- hafana. Alltaf má gera betur en það breytir ekki heildarmyndinni. Höftin voru ekki leyst fyrr en skýr pólitísk sýn kom á málið um leið og réttar og nákvæmar greiningar lágu fyrir. Um leið voru komnir að mál- inu einstaklingar sem höfðu bæði getu og sýn til að nýta það umboð sem þeim var veitt til að leysa úr málinu. Við Íslendingar getum þakkað þessum einstaklingum fyrir það hve fjárhagsstaða ríkissjóðs ger- breyttist í kjölfarið. Ómögulegt er að meta til fullnustu hvað aðrar útfærslur og aðrar leiðir hefðu fært okkur en færa má sannfærandi rök fyrir því að niðurstaðan hefði orðið allt önnur og miklu óhagstæðari. þegar fjölmiðlar greindu frá. Niðurstaða mín er að Bingó-áætl- unin hafi borið keim af örvæntingu, hún hafi verið illa ígrunduð og íslenskir skattgreiðendur geta seint þakkað nóg fyrir að ekki var ráðist í hana. Því miður var hún einn- ig vitnisburður um vinnubrögð í Seðlabankanum undir stjórn Más. Það var engin heildstæð áætlun til og öll undirbúningsvinna og grein- ing í skötulíki. Már gerir Landsbankaskulda- bréfið svokallaða einnig að umtals- efni. Ég fæ ekki betur séð en að við séum alveg sammála um að við afgreiðslu þess hafi mistök verið gerð. Við erum líka sammála um að þau mistök voru blessunar- lega ekki endurtekin þegar kom að losun fjármagnshafta á slitabú árið 2015. Einnig vekur athygli að um mistökin við gerð Landsbanka- 2 7 . M A Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.