Fréttablaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 20
Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is Ef verðbólga helst lítil og vextir verða áfram lágir, eins og forsendur eru fyrir, er ekkert sem bendir til annars en að heimili landsins haldi áfram að færa sig úr verðtryggð- um íbúðalánum í óverðtryggð, að mati hagfræðings Viðskiptaráðs Íslands. „Allt tal um að stjórnvöld afnemi eða setji þak á verðtrygginguna verður þá gagnslaust enda má segja að heimilin séu – hægt og bítandi – að afnema hana hvort eð er sjálf,“ segir hagfræðingurinn Konráð S. Guðjónsson í samtali við Markað- inn. Hann bendir á að nær öll ný íbúða lán bankanna, að frádregnum uppgreiðslum, séu óverðtryggð, á sama tíma og verðtryggðu lánin hafa dregist saman. Aðalhagfræðingur Kviku banka segir það áleitna spurningu við núverandi aðstæður hvort það sé einfaldlega þess virði fyrir bank- ana að lækka vexti enn frekar. Það sé auk þess ekki náttúrulögmál í kreppu og vaxtalækkunarferli að keyra vexti niður í núll. Í kjölfar 0,75 prósentustiga vaxta- lækkunar peningastefnunefndar Seðlabankans í síðustu viku hafa stýrivextir lækkað um alls tvö prósentustig frá því í febrúar. Þeir standa nú í einu prósenti og hafa ekki verið lægri frá því að verðbólgu markmið var tekið upp árið 2001. Til þess að bregðast við efna- hagsáhrifum kórónaveirunnar hafa seðlabankar víða lækkað stýrivexti umtalsvert á undanförnum mánuð- um og þá sérstaklega í þeim ríkjum þar sem svigrúm til lækkana var fyrir hendi. Í mörgum ríkjum stóðu Færi sig áfram úr verðtryggðum lánum Hagfræðingur Viðskiptaráðs segir fátt benda til annars en að heimilin haldi áfram að færa sig í óverðtryggð íbúðalán. Ísland sé komið í lágvaxtaumhverfi. Aðalhagfræðingur Kviku segir vaxtatæki Seðlabankans ekki tryggja að fjármagn fari til fyrirtækja. vextir við núllið eða voru jafnvel neikvæðir áður en veiran lét fyrst á sér kræla. Umræddar stýrivaxtalækkanir og aðrar aðgerðir helstu seðlabanka heims, lækkun verðbólguvæntinga og áhyggjur fjárfesta af versnandi efnahagshorfum hafa birst í mikilli lækkun langtímavaxta á heimsvísu undanfarið, en sem dæmi hafi vext- ir tíu ára bandarískra ríkisskulda- bréfa aldrei verið lægri. Haft var eftir Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra í síðustu viku að Ísland væri óðum að komast í lág- vaxtaumhverfi eins og þekkst hefur í nágrannalöndum okkar. Undir það tekur Konráð. „Vissulega munu koma sveiflur og vextir mögulega hækka þegar hag- kerfið tekur við sér að nýju,“ segir hann, „en ég tel að almennt séð séu forsendur fyrir því að vextir hér á landi – rétt eins og annars staðar á Vesturlöndunum – verði að jafnaði lægri en áður hefur þekkst.“ Þó þurfi áfram að vera á varð- bergi. Þrátt fyrir að verðbólgan hafi haldist lítil á síðustu árum kenni hagsagan okkur að hún geti auð- veldlega farið úr böndunum með þeim afleiðingum að vextir hækki í kjölfarið. Í maíhefti Peningamála er bent á að ekki sé að merkja að aðgengi heimila að lánsfé hafi minnkað í kjölfar faraldursins. Þannig hafi vextir á húsnæðislánum haldið áfram að lækka samhliða vaxta- lækkunum Seðlabankans. Vaxta- álag á fyrirtækjalán hafi hins vegar hækkað enn frekar, en á nýjum slíkum lánum eru þeir nú um fimm prósentustigum yfir stýrivöxtum. Greiðslubyrðin ekki vandinn Kristrún M. Frostadóttir, aðalhag- fræðingur Kviku, segir að þó svo að sum fyrirtæki séu með lán á breyti- legum vöxtum séu afar fá með lán sem fylgi markaðsvöxtum. Flest séu með breytileg lán sem miðist við kjörvexti bankanna en það séu vextir sem bankarnir ákvarði sjálfir. „Þannig að ef þeir sjá ekki fram á að geta lækkað vexti meira, til þess að ganga ekki á vaxtamuninn hjá sér, þá munu kjörvextir ekki lækka. Spurningin sem bankarnir þurfa þannig að svara er hvort þeir eigi að lækka vexti og ganga á vax- tamuninn eða ekki. Það er ómögu- legt að segja fyrir víst hvað bank- arnir ákveða að gera. Þó má segja Nær öll ný íbúðalán bankanna, að frádregnum uppgreiðslum, eru óverðtryggð á sama tíma og verðtryggðu lánin hafa dregist saman. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Það er ekki náttúru- lögmál í kreppu og vaxtalækkunarferli að keyra vexti niður í núll. Kristrún M. Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku n Vextir í febrúar n Vextir í maí Ísland Bandaríkin Bretland Noregur Svíþjóð Evrusvæðið Danmörk ✿ Stýrivextir í febrúar og maí -0.5 0.0 0.5 1.0 1.5 2.5 3.0% 2.5 Heimili landsins hafa á síðustu árum fært sig smám saman úr verðtryggðum íbúðalánum í óverðtryggð, samfara minni verðbólgu og lækkandi vöxtum. Greinendur búast við áframhaldi á þeirri þróun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK að við núverandi aðstæður, þar sem margt vinnur gegn bönkunum, svo sem útlánatöp, erfiðar markaðsað- stæður og lágir vextir á innláns- reikningum, sé það áleitin spurning hvort það sé einfaldlega þess virði fyrir bankana að lækka vexti enn frekar,“ segir hún. Í því sambandi þurfi að hafa í huga að greiðslubyrðin sem slík sé ekki grunnvandi f lestra fyrirtækja um þessar mundir. Þau séu einfald- lega mörg hver nær tekjulaus og þurfi nauðsynlega á fjármagni að halda, óháð verði. „Vissulega myndi minni greiðslu- byrði létta fyrirtækjunum róður- inn en það gæti farið fyrir lítið ef það kemur niður á arðsemi banka með þeim afleiðingum að þeir lána minna út síðar meir. Það þarf að horfa á heildarsamhengi hlutanna og fram í tímann,“ nefnir Kristrún. Vaxtatækið sé mikilvægt tól en það hafi hins vegar alls konar hliðaráhrif og sé líka takmörkunum háð. Það tryggi til að mynda ekki að fjármagn fari til fyrirtækja. „Sem dæmi voru ný útlán til fyrirtækja aðeins um 200 milljónir króna í síðasta mánuði á sama tíma og stýrivextir höfðu verið lækk- aðir verulega og tekjur margra fyrirtækja voru nær engar svo fjár- magnsþörfin var augljós. Það var búið að lækka verð á fjármagni en samt var afar lítið lánað,“ nefnir Kristrún. Hvað varðar húsnæðislán til heimila segir hún það vel geta verið að bankarnir hafi svigrúm til þess að lækka áfram vexti á þeim. Það kæmi þó á óvart, miðað við núver- andi fjármögnunarkjör þeirra, ef þeir miðluðu stýrivaxtalækkuninni allri áfram. „Það má líka velta því fyrir sér hvort það sé yfir höfuð æskilegt að hvetja til aukinnar skuldsetn- ingar heimila þegar fram undan er tímabil tveggja tölustafa atvinnu- leysis. Þó mörg heimili muni aðeins endurfjármagna er líklegt að mjög lágir vextir komi f leirum í gegnum greiðslumat á dýrari eignum og auki þannig gírun á húsnæðis- markaði. Ég er ekki hrifin af því að við skuldsetjum einkageirann út úr þessu ástandi,“ segir Kristrún. Ábyrgð stjórna í ólgusjó VEFFUNDUR KPMG FIMMTUDAGINN 28. MAÍ | KL. 8:30 Á fundinum verður m.a. fjallað um hvaða áhrif COVID-19 hefur á hlutverk stjórnarmanna, viðbrögð stjórnar við hættuástandi, þær áhættur sem blasa við stjórnarmönnum og við hvaða aðstæður gæti reynt á ábyrgð stjórnarmanna. Mælendur eru Helga Harðardóttir, partner á ráðgjafarsviði KPMG, Höskuldur Eiríksson, partner hjá KPMG Lögmönnum og Svanbjörn Thoroddsen, stjórnarformaður KPMG. Sérstakur gestur fundarins verður Kristín Friðgeirsdóttir, alþjóðlegur stjórnendaráðgjafi, stjórnarmaður í m.a. TM, Distica og Völku og fyrrverandi stjórnarformaður Haga. Kristín gegnir einnig prófessorsstöðu við London Business School. Vinsamlega skráðu þig til þátttöku á kpmg.is 2 7 . M A Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.