Fréttablaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 16
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Auður, sem er fædd og upp­alin í Hveragerði, hefur verið búsett á Selfossi um árabil. Hún er menntuð bæði sem garð­ yrkjufræðingur og smiður, eins og glöggt má sjá á heimili hennar og litskrúðugum garði. Ólst upp í Frumskógum Það virðist sem Auður hafi verið umvafin gróðri alla sína ævi. „Ég ólst upp í garðyrkjubænum Hvera­ gerði í Frumskógum 3, götunni þar sem skáldin bjuggu. Mitt fyrsta starf, er ég var tólf ára, var umsjón með tómataræktun hálfan daginn. Ég vann 13 til 15 ára í garðyrkju­ stöð í heimabænum sem fram­ leiddi afskorin blóm og potta­ plöntur. Með þeirri vinnu vann ég um helgar í Gróðrarstöðinni Grímsstöðum þar sem ég seldi garðplöntur og sumarið þegar ég var 16 ára. Ég fór svo í lýðháskóla til Noregs sautjánda aldursárið og spriklaði þar á íþróttabraut heilan vetur og varð stælt fyrir lífstíð,“ segir Auður létt í bragði. Handlagni Auðar virðist ekki eiga sér nein takmörk en auk garðyrkjunnar hefur hún einnig lagt stund á og starfað við smíðar. „Áður en ég fór í Garðyrkjuskólann fyrir 30 árum hafði ég lært smíðar og vann við fagið þar til ég rataði í garðyrkjuna aftur. Ég var nemi í skipasmíði í Iðnskólanum á Akur­ eyri og á námssamningi í Slipp­ stöðinni í tvö ár.“ Hún býr yfir víðtækri náms­ og starfsreynslu. „Ég flutti að norðan til Reykjavíkur 1980 og kláraði bóklegt og verklegan tíma í hús­ gagna­ og húsasmíði og útskrifað­ ist með sveinspróf í húsgagnasmíði 1984 í Iðnskólanum í Reykjavík. Ég flutti síðan á æskustöðvarnar þegar sonur minn var sex ára og vann þá aftur á gamla góða vinnu­ staðnum – Grímsstöðum – hjá honum Hallgrími mínum Egils­ syni,“ skýrir Auður frá. „Ég fór svo í Garðyrkjuskólann frá 1988 til 1990 og vann eftir skólann í gróðurrækt í Hveragerði og síðar í ræktun skógarplantna hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur og varð ræktunarstjóri hjá Rann­ sóknarstöð Skógræktarinnar á Mógilsá þar til ég sneri mér alfarið að útgáfunni,“ segir Auður, en hún hefur um árabil ritstýrt tímaritinu Sumarhúsið og garðurinn. Afkastamikið tvíeyki „Sagan á bak við tímaritið og garðinn hófst þegar Skaftfellingur­ inn Páll Jökull Pétursson keypti Sumarhúsið, dreifiblað til sumar­ húsaeigenda árið 1992, við annan mann.“ Örlögin tóku í taumana. „Ég kynntist Páli, sem bjó þá í Vík í Mýrdal, 1994 og giftist karlinum 1998.“ Hjónin sátu ekki auðum höndum. „Blaðið varð að áskrifta­ riti árið 2000 en þá tók ég við ritstjórn þess. Við gáfum út metnaðarfullt garðyrkjurit, Við ræktum, samhliða útgáfu Sumar­ hússins, í þrjú ár, frá 1997 til 1999, og sameinuðum það Sumarhúsinu 2002 og þaðan kemur garðanafnið. Árin 1997 til 2000 gáfum við út tvö tölublöð á ári en þau hafa yfir­ leitt verið fimm á ári. Ég skrifaði mína fyrstu grein í Sumarhúsið og garðinn 1997 og varð ritstjóri blaðsins 2000.“ Tímaritsútgáfan hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum. „2008 vorum við með átta tölublöð, stór­ tæk í sýningarhaldi og með fjóra menn í vinnu. Svo kom skellurinn og við komumst smátt og smátt með blaðið upp úr lægðinni eftir 2008­kreppuna. Tölublöðin hafa verið fimm síðan 2012 en í ár eru þau fjögur og blaðið er 100 síður.“ Efnistök eru af ýmsum toga. „Efni blaðsins er fjölbreytt og spannar allt sem viðkemur nátt­ úrunni, sumarhúsalífinu og garðrækt. Við Páll Jökull höfum komist upp með það að gefa út 107 tölublöð af Sumarhúsinu og garð­ inum á 26 árum og 11 garðyrkju­ bækur, auk þess að hafa haldið stórsýningar í sjö ár, sú síðasta var í Fífunni 2008.“ Fjörugar framkvæmdir Þegar þau fluttu fyrir níu árum síðan var Auður þegar byrjuð að leiða hugann að framkvæmdum áður en flutningar hófust. „Við fluttum á Selfoss 2011 og tókum við illa förnu funkis­húsi og garði sem var í órækt. Ég var búin að rissa upp hugmynd að garðinum áður en við fengum lyklana að húsinu afhenta. Fyrsta verk okkar eftir að við fengum lyklana var að gróðursetja kirsuberjatréð okkar.“ Auður segir múrun ekki ósvip­ aða bakstri. „Smiðsmenntunin kom sér vel er kom að því að endur­ smíða innandyra og í bílskúr þar sem ég smíðaði lagerherbergi fyrir útgáfuna. Allar lagnir í húsinu voru ónýtar og gluggar og sprungur í múrverkinu. Við fengum pípara og rafvirkja til liðs við okkur en ég sá um allt múrverkið og komst að því að ef maður er lunkinn í að hræra í köku í höndunum og smyrja kremi á tertu þá er maður líka góður múrari,“ segir Auður glettin. „Garðurinn er enn í mótun en hann er í senn sýningar­ og kennslugarður fyrir námskeiðin sem ég held í garðyrkju þar sem jafnframt er aðstaða til að gera til­ raunir með mismunandi tegundir og ræktunaraðferðir. Í bakgarð­ inum eru tvö gróðurhús, annað er upphitað þar sem ég forrækta og er með ylrækt á sumrin. Í hinu eru berjarunnar og ávaxtatré og aðstaða fyrir nemendur að athafna sig í verklega hluta námskeiðanna.“ Græn í gegn Ljóst er að garðyrkjan á allan hug og hjarta Auðar. „Ég er held ég barasta græn í gegn, lífið mitt snýst um garðyrkju, bæði er hún vinnan mín og áhugamál. Ég er stöðugt að prófa eitthvað nýtt í garðinum, sem oftar en ekki ratar í blöðin okkar. Síðustu ár er ég markvisst að brjóta reglur, gera öðruvísi en ég lærði, vera smá óþekk. Ég hef komist að því að það er ekkert sjálfgefið í dag, stöðugt verið að afsanna það sem maður hélt að væri heilagur sannleikur. Ég verð vistvænni með hverju árinu og náttúrunnar vegna aðhyllist ég lífræna ræktun.“ Áhugasamir hafa tök á að njóta snilli Auðar á komandi mánuðum. „Í sumar verð ég að vinna að verk­ efni sem ég kalla „Kíktu í skúrinn til Auðar“. Ég stefni á að bjóða upp á verkleg námskeið í bílskúrnum sem ég er að rífa núna og endur­ smíða, námskeið í garðyrkju, smíði garðhúsgagna og er fram í sækir steypuverka. Svo vil ég geta farið að taka á móti gestum í garðinn.“ Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Auður ræktar garðinn sinn af mikilli alúð og eins og sjá má iðar hann af lífi. MYND/PÁLL JÖKULL PÉTURSSON Garðurinn hennar Auðar er ævintýralegur að sjá. Hér gefur að líta smiðinn Auði að hræra í steypu. MYND/PÁLL JÖKULL PÉTURSSON Auður veifar hér fána með loðna og smávaxna hjálparhellu sér við hlið. Framhald af forsíðu ➛ MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR Hafðu samband info@husavidgerdir.is Sími 565-7070 Finndu okkur á ALHLIÐA MÚRVERK ÞAKVIÐGERÐIR GLUGGASKIPTI 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 7 . M A Í 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.