Fréttablaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 25
Við sem stöndum í dýrum langtíma- fjárfestingum í innviðum verðum að geta treyst því að forsendum fjárfestinga sé ekki kollvarpað án mjög ríkra ástæðna. Má ekki gleyma að endurnýja „þjóðveg“ fjarskiptanna Fjarskiptakerfið byggir á tveimur meginkerfum sem eru stofnnet og aðgangsnet. Stofnnetið byggir að mestu á ljósleiðurum en einnig á örbylgjusamböndum. Það nær til allra þéttbýliskjarna landsins og liggur hringinn um landið. Aðgangsnet, sem er stærsti hlutinn í starfsemi Mílu, liggur síðan út frá stofnnetinu til heimila og fyrirtækja. „Stofnnetið er undirstaða fjar- skipta á Íslandi og er stundum kallað grunnnetið. Fjarskiptainn- viðir landsins eru heildstætt kerfi þar sem uppruni þjónustunnar er í Reykjavík. Fjarskiptakerfin eru viðkvæmari en flestir aðrir landsmikilvægir innviðir sem eru að einhverju leyti staðbundnir. Fjarskiptaöryggi byggir á því að engir hlekkir í keðjunni rofni og að til séu varaleiðir ef slíkt gerist,“ segir Jón. „Kjarni stofnfjarskiptakerfisins er 30 ára gamall og virkar ágæt- lega en það er þörf á endurnýjun á næstu 20 árum eða svo. Það hefur að vissu leyti gleymst í átaksverkefnum ríkisins við upp- byggingu ljósleiðara í dreifbýli. Ég hef stundum sagt að ljósleiðara- væðingin sem stjórnvöld vinna að í dreifbýli, snúist um að mal- bika allar heimreiðar að bónda- bæjum. Það má hins vegar ekki gleyma að halda við og endurnýja þjóðveg eitt.“ Með þátttöku Mílu í verkefnum í dreifbýli hefur Míla skipulega reynt að draga úr þessum ágalla. Míla rekur einnig fjarskiptastaði út um land allt, alls á um 600 stöðum. Öryggi á fjarskipta- stöðum er mikilvægur hluti af fjarskiptaöryggi landsins og þar skiptir aðgengi að rafmagni miklu. „Í kjölfar óveðursins í desember var lagst í vinnu til að auka öryggi fjarskipta með því að auka varaafl á fjarskiptastöðum. Í óveðrinu hélst grunnkerfið inni en notendaþjónusta var víða að detta út enda varaafl hennar oft minna. Það verða gerðar endurbætur á um 30 stöðum á landinu sem snúa að varaafli og rafmagnsöryggi fjarskipta. Þetta er stórt og mikilvægt samstarfs- verkefni sem Míla og Neyðar- línan standa að með stuðningi ríkisins.“ Undanfarin ár hafa Míla og Neyðarlínan staðið í fjölmörgum verkefnum víða um land við að auka fjarskiptaöryggi og að- gengi að fjarskiptum, bæði með lagningu ljósleiðara á erfiða fjar- skiptastaði og með uppbyggingu varaafls. Þetta eru uppbyggingar- verkefni sem snúa fyrst og fremst að því að tryggja öryggi fjarskipta úti á landi. „Okkur finnst því mjög sérstakt að fá þau skilaboð sem í nýrri markaðsgreiningu felast og hvetja okkur til að hverfa frá upp- byggingu úti á landi.“ eru lagðar línur fyrir markaðinn sem eru ekki í samræmi við þær línur sem stjórnvöld hafa verið að leggja,“ segir Jón. „Það lá fyrir að Míla myndi ekki klára hjálparlaust að ljósleiðara- væða allt sem eftir er fyrir árið 2025. Og nú þurfum við að draga verulega úr fjárfestingum úti á landi,“ bætir hann við. „Auk þess verður markmiðum um hagkvæma uppbyggingu fjar- skiptainnviða og samstarf ekki náð í samkeppnisumhverfi þar sem annað fyrirtækið í mögulegu sam- starfi ber þungar og kostnaðarsam- ar kvaðir en hitt fyrirtækið ekki. Míla er í stöðu til að byggja upp fjarskiptainnviði með hagkvæmum hætti, meðal annars vegna þess að fyrirtækið á innviði og framleiðslu- þætti sem til þarf. En við getum ekki túlkað niðurstöður PFS öðruvísi en svo að ekki sé óskað eftir þátttöku okkar í því mikilvæga verkefni sem fram undan er.“ Sameining einfaldar tilveruna Stóru fjarskiptafyrirtækin og Sam- tök iðnaðarins eru á meðal þeirra sem hafa kallað eftir því að Póst- og fjarskiptastofnun verði sameinuð Samkeppniseftirlitinu. Þannig sé unnt að tryggja skjótari meðferð mikilvægra mála. „Það myndi einfalda tilveruna ef þetta væri undir einum hatti,“ segir Jón Ríkharð. „Að vissu leyti er PFS samkeppniseftirlit gagnvart fjar- skiptamarkaðinum og þess vegna er ég ekki viss um hvort þörf sé á að vera með tvær stofnanir. Það getur skapast sú hætta að reglur og fyrirmæli annarrar stofnunarinnar stangist á við reglur og fyrirmæli hinnar.“ Í frumvarpi til nýrra fjarskipta- laga er vikið að stofnanauppbygg- ingu eftirlitsyfirvalda á fjarskipta- markaði en ekki er gert ráð fyrir breytingum á henni. Þannig segir í greinargerð með frumvarpinu að ekki sé tímabært að fella eftirlit með samkeppni á umræddum markaði undir almenn samkeppnislög. Hár margfaldari á Mílu Eins og Markaðurinn hefur greint frá hafa erlendir framtakssjóðir, sem sérhæfa sig í fjárfestingum í fjarskiptainnviðum, þar á meðal ástralski sjóðurinn Macquire, sýnt Mílu áhuga. Sjóðurinn hefur komið að kaupum á fjarskiptainn- viðum í Evrópu á mjög háum hagn- aðarmargfeldum – 15 til 20 sinnum EBITDA – en miðað við það væri hægt að áætla að virði Mílu sé um 50 milljarðar, sem jafngildir markaðs- virði samstæðu Símans í dag. Hefur þú orðið var við áhuga fjár- festa á Mílu? „Það hefur verið skrifað um verð- mæti Mílu í fjölmiðlum og möguleg- an áhuga fjárfesta á félaginu. Eftir því sem ég heyri er áhugi til staðar en ég hef ekki orðið var við hann með beinum hætti. Ég held að það sé ákveðin viðurkenning á að við séum að gera góða hluti og byggja upp verðmæta eign. En það er alfar- ið eigandans að ákveða hvort hann vilji selja þessa eign.“ Jón bendir á að rekstur Mílu sé að ákveðnu leyti ólíkur rekstri Símans og honum svipi fremur til reksturs fasteignafélaga. Efnahagsreikning- urinn sé stór, arðsemin stöðug og áhættan takmörkuð. Það leiði til þess að félögin séu verðmetin með ólíkum hætti. „Þó nokkuð af fjármagni hefur áhuga á langtímafjárfestingu í inn- viðum þar sem arðsemin er stöðug og áhættan takmörkuð. Það er því rétt að það hefur verið hár EBITDA- margfaldari í verðmati á slíkum félögum. Erlendis má sjá EBITDA- margfaldara á innviðafélögum eins og Mílu á ansi breiðu bili eftir því hversu langt þau eru komin í fjár- festingum sínum.“ Aðspurður segist hann ekki vita til þess að framkvæmt hafi verið sérstakt verðmat á Mílu og stjórn- endur félagsins hafi ekki verið beðnir um upplýsingar sem gætu verið notaðar í slíkt. Markaðurinn hefur einnig greint frá því að fjárfestingafélagið Stoðir, sem hóf að fjárfesta í Símanum vorið 2019 og varð fljótlega stærsti hluthafinn með um 14 prósenta hlut, horfi til þess að breyta fjár- magnsskipan Símans. Þannig hafa verið uppi hugmyndir um fjár- mögnun á grunni Mílu til að greiða niður óhagstæðari skuldir sam- stæðunnar. Ýmsar hugmyndir um framtíð Mílu Á uppgjörsfundi Símans í október 2019 kom fram í máli Orra Hauks- sonar, forstjóra Símans, að hann „vildi örugglega gera einhverjar breytingar á fjármögnun [Símans] á næstu mánuðum“. Að sama skapi benti Orri á að félagið vildi áður sjá ýmislegt í umhverfi þess, meðal Jón Ríkharð tók við sem framkvæmdastjóri Mílu fyrir fimm árum. Hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Men & Mice. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR annars tengt eignarhaldinu, kom- andi hluthafafundi og eins umræðu um hvernig eigi að samnýta innviði, „spilast út“. Það hefði áhrif á hvernig Síminn vildi koma á sem hagkvæm- astri fjármagnsskipan. Spurður hvort einhver hreyfing sé komin á þetta mál segist Jón ekki vita til þess og tekur hann fram að skýr skil séu á milli Mílu og Símans. „Það eru ýmsar hugmyndir um Mílu og örugglega tækifæri fyrir Símann til að endurskipuleggja sín fjármál í gegnum þessa eign sína. Hvort eitthvað slíkt verður gert er ákvörðun eigandans. Hlut- verk okkar starfsmanna og stjórn- ar félagsins er að halda áfram að byggja upp öf lugt og traust félag sem tryggir samfélagslega mikil- væga grunnþjónustu óháð eignar- haldi,“ segir Jón. Opinn aðgangur stuðlar að hagkvæmni Hvernig er samkeppnisumhverfið í uppbyggingu innviða? „Við erum eina fyrirtækið sem þjónar öllu landinu. Önnur eru bundin við ákveðna landshluta. Gagnaveita Reykjavíkur, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, hefur verið í uppbyggingu á höfuðborgar- svæðinu og nærliggjandi svæðum. Starfsemi þeirra teygir sig nú út Reykjanesið, og til Borgarness og Selfoss. Á norðausturhorninu hefur Tengir lagt ljósleiðara í hátt í 10 þús- und heimili og síðan eru fyrirtæki eins og Snerpa á Vestfjörðum. Við höfum átt í góðu samstarfi við félög á borð við Tengi og Snerpu um að fá aðgang að ljósleiðara þeirra en við höfum ekki fengið aðgang að svört- um ljósleiðara Gagnaveitunnar.“ Hugtakið „svartur ljósleiðari“ er notað um hrá ljósleiðarasambönd án endabúnaðar eða annarrar þjón- ustu af hálfu þjónustusala. Mílu er skylt að veita öðrum fyrirtækjum aðgang að sínu ljósleiðaraneti, en fyrirtækið hefur ekki fengið aðgang að neti Gagnaveitu Reykjavíkur sem hefur staðið í stórfelldri lagningu ljósleiðara á höfuðborgarsvæðinu ásamt Mílu. „Þú færð aðgang hjá þeim gegn því að kaupa ákveðna viðbótar- þjónustu. Við höfum líkt þessu við að eiga bíl en þegar þú kemur að höfuðborgarsvæðinu þá þarftu að leggja honum og leigja bíl frá Gagnaveitunni. Þú mátt nota veg- ina þeirra en aðeins með bílunum þeirra. Gagnaveita Reykjavíkur kallar þetta alltaf opið net en það er ekki opið í hefðbundnum skiln- ingi,“ segir Jón. Ekki einsleitur markaður Fer PFS of mjúkum höndum um Gagnaveitu Reykjavíkur? „Ef PFS hefði skipt markaðinum upp í mismunandi markaðssvæði í staðinn fyrir að horfa á landið sem einsleitan markað, sem hann er alls ekki að okkar mati, þá hefði stofnunin sennilega þurft að leggja kvaðir á Gagnaveituna á höfuðborg- arsvæðinu þar sem við erum með minni markaðshlutdeild. Önnur leið væri að fella niður kvaðir, að minnsta kosti hefði ekki verið rétt- lætanlegt að leggja einungis kvaðir á okkur,“ segir Jón. Hann bendir á að erfitt sé að finna land þar sem jafn hátt hlut- fall af ljósleiðaratengingum, hátt í 80 prósent, hafi verið byggt upp af tveimur fyrirtækjum. Samkeppni á íslenska markaðinum sé því mikil samanborið við markaði erlendis. Mikil tækifæri felist í því að skylda öll fyrirtæki til að veita aðgang að innviðum sínum. „Fjarskipti á Íslandi eru að mörgu leiti erfið og dýr. Tengingar til útlanda eru dýrar, við erum fámenn á stóru landsvæði og veðurfarið hjálpar ekki. Ef við ætlum að ná markmiðinu um að hér sé sambæri- legt verð á fjarskiptum og annars staðar þá verðum við að finna snið- ugar og hagkvæmar lausnir. Míla hefur bent á að opinn aðgangur að svörtum ljósleiðara væri mikilvægt skref í hagkvæmri uppbyggingu. Það mun lágmarka óþarfar tvífjár- festingar.“ MARKAÐURINN 9M I Ð V I K U D A G U R 2 7 . M A Í 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.