Fréttablaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 14
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Það er gaman að vera hér og mér finnst Norðmenn opnir og skemmtilegir, það er töggur í fólki, líkt og heima, það gefst ekki upp og hlutir eru ekkert sjálfsagðir því fólk man eftir að hafa þurft að berjast fyrir þeim. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hallgrímur Þorsteinsson löggiltur endurskoðandi, Lundi 23, lést á líknardeild Landspítalans 17. maí. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 28. maí klukkan 15. Friðfinnur Hallgrímsson Halla Hallgrímsdóttir Birgir G. Magnússon Þorsteinn Hallgrímsson Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ingunn Jensdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Erna S. Júlíusdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 20. maí. Útförin auglýst síðar. Guðfinna Pétursdóttir Rudiger Peltz Guðríður K. Pétursdóttir Þórarinn Þórarinsson Guðbjörg L. Pétursdóttir Júlíus Pétur Pétursson Lotta Frick barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma og langamma, Hjördís Baldursdóttir, Norðurtúni 17, Álftanesi, lést á Hrafnistu, Hraunvangi, 19. maí. Í ljósi aðstæðna mun útförin fara fram með nánustu ættingjum. Sendum starfsfólki Bylgjuhrauns sérstakar þakkir fyrir góða umönnun á erfiðum tímum. Halldór Kristinsson Guðrún Hanna Ragnarsdóttir Hartley barnabörn og barnabarnabörn. Steinunn K. Theodórsdóttir meinatæknir, Suðurlandsbraut 60, lést 19. maí sl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 2. júní kl. 15.00. Kærar þakkir fær starfsfólk Heimahjúkrunar Reykjavíkurborgar í Laugardal og deildar B-4 á Landspítala í Fossvogi fyrir umönnun og hjúkrun. Gylfi Pálsson Kristin Gylfadóttir Þóra Gylfadóttir Hallgrímur Snorrason Snorri Gylfason Kári Gylfason Gunn-Britt Retter Teitur Gylfason Soffía Ingibjörg Friðbjörnsdóttir Trausti Gylfason Sigríður Ragnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðbjörg Sigurbergsdóttir Flyðrugranda 20, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 9. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Oddný Guðmundsdóttir Guðmundur Guðmundsson Erna Guðmundsdóttir Daði Jóhannesson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Zophanía G. Briem (Góa) Hvassaleiti 56, lést 13. maí. Útför fer fram frá Háteigskirkju 29. maí kl. 13. Svanborg Briem Bragi Ólafsson Lida Briem Einar Jón Briem Anna Jóna Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og tengdamóðir, Rannveig Tómasdóttir Brekkubyggð 26, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. maí kl. 13.00. Þórhallur Arason Halla Björg Þórhallsdóttir Guðmundur Kristinsson Þorbjörg Þórhallsdóttir Gísli Þór Guðmundsson Tómas Magnús Þórhallsson Unnur Lilja Hermannsdóttir Rannveig Myrra Gísladóttir Rakel Tómasdóttir Þessi hátíð hefur verið haldin árlega um sólstöður frá 1964 og þetta er í fyrsta skipti sem henni er af lýst. Það er sannarlega mjög leiðinlegt,“ segir Ragnheiður Skúla- dóttir, stjórnandi listahátíðarinnar Festspill ene i Nord-Norge, í Harstad. „Auðvitað var heilmikill undirbúning- ur, enda risastór, átta daga hátíð með öllum listgreinum. Innan hennar er önnur vikulöng hátíð sem heitir Nuk ny ung kunst, stofnuð 1992, þar sem fatlað- ir og ófatlaðir unglingar eru með vinnu- stofur saman og sýna afraksturinn í lokin. Þar er líka lögð áhersla á allar listgreinar. Nú er allt slegið út af borð- inu þetta árið, en öll heimsbyggðin er á sama báti og hefur aldrei farið gegnum svona tíma. Í byrjun mars fannst okkur óraunverulegt að af lýsa hátíð sem við ætluðum að halda í lok júní, héldum að þetta yrði bara f lensa sem yrði gengin yfir. En í dymbilvikunni var sú ákvörð- un tekin að hætta við.“ Ragnheiður segir vinnu líka í að af lýsa hátíð. „Við gátum ekki bara frestað henni fram á haustið, vitum ekkert hvernig það lítur út varðandi ferðalög. Um helmingur þátttakenda kemur langt að og hinn er héðan frá Norður-Noregi. Sumum viðburðum var algerlega aflýst en aðrir færast yfir á hátíðina 2021. Við erum átta manna teymi sem vinnum allt árið við undirbúninginn og í aðdragandanum koma inn aðrir 10-20 vinnukraftar og 120 sjálf boðaliðar. Hátíðin er hér í 25.000 manna bæjar- félagi og er einn af burðarstólpunum í norður-norsku menningarlífi, þýðing- armikill samkomustaður og fólk kemur hvaðanæva. Þetta er því mikill skellur. En við höfum notað tímann til að móta nýja stefnu fyrir næstu fjögur árin svo við þurfum aldrei að af lýsa aftur. Það hefur verið frjó og þörf vinna.“ Þrír viðburðir verða samt á dagskrá í fyrirhugaðri hátíðaviku sem hefst 20. júní. Þetta verða allt þátttökuviðburðir, að sögn Ragnheiðar. „Til dæmis verður vinnustofa í graffíti fyrir unglinga í Norður-Noregi, nýtt prógramm fyrir unga áhorfendur og tilraunaverkefni með þeim gegnum farsíma.“ Ragnheiður hefur búið í Harstad síðan í byrjun árs 2019 en líka verið með annan fótinn í Reykjavík og ferðast um heiminn í tengslum við hátíðarundir- búninginn. „Mér finnst nauðsynlegt að búa þar sem aðalvinnan mín er, en þurfti að fara þrisvar í hálfsmánaðar sóttkví út af f lakkinu á mér. Hér hafa allir verið á heimaskrifstofum. Það hafa greinst mjög fá tilfelli í Harstad, aðeins f leiri í Tromsö, en fólk hefur verið sam- viskusamt að halda tveggja metra regl- unni og hér var gripið til svipaðra ráð- stafana og heima. Það hefur gengið vel. Á tímabili þurfti fólk að fara í sóttkví ef það hafði farið suður fyrir fylkislínuna,“ segir hún. Harstad er hafnarbær á 68,5 breiddar- gráðu og Ragnheiður segir veðráttuna svipaða og á Akureyri. „Það getur snjóað mikið en þessi vetur var enginn fimbulvetur. Enn er samt snjór á jörðu í byggð en hann er á undanhaldi. Sum- urin eru stutt en góð. Það er gaman að vera hér og mér finnst Norðmenn opnir og skemmtilegir, það er töggur í fólki, líkt og heima, það gefst ekki upp og hlutir eru ekkert sjálfsagðir því fólk man eftir að hafa þurft að berjast fyrir þeim. Hér er fjölbreytt samfélag, fólk er áhugasamt um menningu og það er vel stutt við hana.“ gun@frettabladid.is Það er töggur í fólki hér Ragnheiður Skúladóttir hefur haft nóg að gera sem stjórnandi hátíðarinnar Fest­ spillene i Nord­Norge, fyrst við að skipuleggja hana og síðan að aflýsa henni og fresta. Ragnheiður þurfti að fara þrisvar í hálfsmánaðar sóttkví. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 2 7 . M A Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.