Fréttablaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 24
Það eru ýmsar
hugmyndir um
Mílu og örugglega tækifæri
fyrir Símann að endurskipu-
leggja sín fjármál í gegnum
þessa eign sína.
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
tfh@frettabladid.is
Míla, sem á og rek u r hel st u f jarskiptainn-viði landsins, ætlar að draga ú r f j á r f e s t-
ingum sínum í þéttbýli úti á landi
og dreif býli vegna aukinna kvaða
sem Póst- og fjarskiptastofnun
hyggst leggja á félagið. Jón Ríkharð
Kristjánsson, framkvæmdastjóri
Mílu, segir að fyrirtækinu verði
refsað fyrir að koma að verkefnum
á landsbyggðinni þar sem uppbygg-
ing innviða er dýrari en á höfuð-
borgarsvæðinu. Þannig fari eftirlits-
stofnunin gegn stjórnvöldum sem
stefna að hagkvæmri uppbyggingu
fjarskiptainnviða.
„Það verður kannski á bilinu
2-300 milljónir króna í ár. Áætlun
ársins gerði ráð fyrir að Míla myndi
leggja ljósleiðara til rúmlega 4 þús-
und heimila á þéttbýlisstöðum úti á
landi, en hluti þeirra verður stöðv-
aður vegna forsendubrestsins. Að
auki erum við að draga okkur út úr
áformuðum verkefnum í dreif býli,“
segir Jón Ríkharð, spurður um fjár-
hagslegt umfang þeirrar uppbygg-
ingar sem Míla mun hætta við
vegna aukinna kvaða.
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS)
hefur lokið við frumdrög að mark-
aðsgreiningu sem er grundvöllur
fyrir reglusetningu um fjarskipta-
innviði. Viðmiðið er að PFS vinni
markaðsgreiningu á tveggja eða
þriggja ára fresti, en síðasta greining
var unnin árin 2012-2014. Það verða
því sex til sjö ár á milli markaðs-
greininganna.
„Þetta er eitt af þeirra mikilvæg-
ari verkefnum en svo virðist sem
því sé ekki sýnd nægileg virðing.
Við fórum á fund þeirra fyrir ári
síðan og kvörtuðum yfir seinagangi
þar sem við töldum forsendur fyrir
því að draga verulega úr og aflétta
kvöðum á okkur. Samkeppnisum-
hverfið hefur tekið verulegum
breytingum og markaðshlutdeild
Mílu hefur minnkað verulega á
undanförnum árum. Niðurstaðan
varð síðan þveröfug,“ segir Jón.
PFS hyggst því viðhalda útnefn-
ingu Mílu sem fyrirtækis með
umtalsverðan markaðsstyrk og
fyrri kvöðum um aðgang, eftirlit
með gjaldskrá og fleira. PFS leggur
einnig til að kvaðirnar verði víðtæk-
ari í nokkrum atriðum. Meðal ann-
ars er lagt til að eftirlit með gjald-
skrá nái til ljósleiðaraneta Mílu,
kvöð verði um aðgang að rörum og
lagnaleiðum og ítarlega verði kveð-
ið á um birtingu upplýsinga um rör
og lagnaleiðir og fyrirhugaðar jarð-
vegsframkvæmdir.
Þá verða víðtækari kvaðir á eftir-
liti með gjaldskrá þar sem verðkvöð
með jafnaðarverði verður sett á ljós-
heimtaugar og bitastraumsaðgang
á ljósheimtaugum auk fyrri kvaða
um verðkvöð með jafnaðarverði á
kopar.
„Áhrif þessara breytinga eru
verulegar. Míla hefur fjárfest fyrir
milljarða í uppbyggingu ljósheim-
tauga og bitastraums um allt land
og þær f járfestingar byggðu á
fyrirliggjandi reglum og fyrri yfir-
lýsingum PFS, um að ekki yrði lögð
Refsað fyrir
að byggja upp
innviði
Framkvæmdastjóri Mílu segir að dregið verði úr
fjárfestingum í innviðum úti á landi vegna auk-
inna kvaða Póst- og fjarskiptastofnunar. Fjárfestar
hafa áhuga á innviðafélögum eins og Mílu.
jafnaðarverðskvöð á þessa þætti.
Þessar fjárfestingar byggja því á
ákveðnum forsendum sem ekki eru
lengur til staðar. Við sem stöndum
í dýrum langtímafjárfestingum í
innviðum verðum að geta treyst því
að forsendum fjárfestinga sé ekki
kollvarpað án mjög ríkra ástæðna,“
segir Jón Ríkharð.
Ná ekki arðseminni sem þarf
Jón Ríkharð bendir á að fyrirtæki
sem beri jafnaðarverðskvöð geti
í raun aðeins fjárfest af skynsemi
á svæðum þar sem uppbygging er
ódýr á hverja tengingu og þar með
hagkvæm. Þéttbýli úti á landi er það
svæði sem skemmst er komið á veg
í ljósleiðaravæðingu, vegna þess að
hátt hlutfall sérbýlis gerir ljósvæð-
ingu þar dýra.
„Meðalkostnaðarverð á hverja
tengingu í þéttbýli úti á landi er því
hátt og Míla hefur innheimt hærra
gjald á þessum svæðum til að ná
arðsemi úr sínum fjárfestingum. Í
breyttu umhverfi mun Míla ekki
geta innheimt það gjald sem þarf til
að ná arðsemi úr fjárfestingunum,
þar sem tengingar eru dýrar og að
auki myndi jafnaðarverð félagsins
hækka, sem skerðir samkeppnis-
hæfni á samkeppnissvæðum eins
og höfuðborgarsvæðinu. Víða á
þessum stöðum er ljósvæðing hafin
og að auki á Míla mikið af innviðum
sem geta nýst til að gera dýra upp-
byggingu hagkvæmari.“
Míla mun því þurfa að leggja alla
áherslu á hagkvæma uppbyggingu
félagsins á höfuðborgarsvæðinu til
að verja markaðshlutdeild á mikil-
vægasta markaðssvæðinu þar sem
félagið er þegar að hluta komið í
minnihluta, að sögn Jóns.
Verðlagning verið án kvaða
Uppbygging í dreif býli hefur verið
drifin áfram af ríkisstuðningi með
verkefninu Ísland ljóstengt, sem
færði ábyrgð á lagningu ljósleiðara í
dreifbýli yfir á sveitarstjórnir. Þrátt
fyrir það er arðsemi takmörkuð og
rekstrarkostnaður hár.
Jón segir að meðaltengingin í
dreif býli kosti að meðaltali um
eina og hálfa milljón, en hefð-
bundið mánaðargjald standi undir
250 þúsund króna fjárfestingu. Sum
verkefni kosti á bilinu 2-3 milljónir
króna á tengingu.
„Míla hefur tekið þátt í þessum
verkefnum með fjölþættum hætti
og aðstoðað sveitarfélög í vanda
um allt land. Við höfum lagt strengi,
hannað kerfi og tengingar, lagt kerfi
og keypt kerfi af sveitarfélögum
sem ekki vilja eiga lögð kerfi. Mörg
þessara verkefna hafa takmarkaða
arðsemi og eru á svæðum sem
enginn annar hefur sýnt áhuga.
Við sáum þessi verkefni að vissu
leyti sem samfélagslega skyldu, en
í þessu breytta umhverfi verður
okkur refsað fyrir að taka þátt í
þeim,“ segir Jón.
„Fram til þessa hefur verðlagning
ljósleiðara til heimila í dreif býli
verið án kvaða. Míla hefur tekið
þátt í þessum verkefnum á þeim
grunni og gert ráð fyrir að geta verð-
lagt heimtaugar þannig að verk-
efnin skili ásættanlegri arðsemi til
langs tíma,“ segir Jón.
„Í breyttu umhverfi getur Míla
ekki treyst á þá forsendu. Með því
að setja óljóst verðþak á innheimtu
gjalda, mun Míla þurfa að takmarka
Hvað er Míla?
Míla er heildsölufyrirtæki í eigu
Símans, sem á og rekur helstu
fjarskiptainnviði landsins. Míla
hefur sjálfstæða stjórn og starfar
undir ströngum kvöðum bæði
frá Póst- og fjarskiptastofnun
og Samkeppniseftirlitinu vegna
stöðu sinnar á markaði. Sjálf-
stæði Mílu er hluti af opinberum
kvöðum svo fyrirtækið þjónar
öllum fjarskiptafélögum jafnt og
óháð eignarhaldi.
Míla á og rekur svokallað
Ljósnet sem nær til um 96 pró-
senta heimila og fyrirtækja á
landinu og býður allt að 100Mb/s
tengingar á því. Einnig hefur
fyrirtækið lagt ljósleiðara alla
leið til um 60 prósenta heimila
víðs vegar um landið og býður
1Gb/s internet-tengingar til
þeirra. Samkvæmt tölfræði frá
IDATE er Ísland það land í Evrópu
þar sem hlutfallslega flestir nota
ljósleiðaratengingar eða um 65
prósent allra heimila landsins.
verulega þátttöku sína í verkefnum í
dreif býli. Sé vilji til að lækka mark-
aðshlutdeild Mílu eru þetta verk-
efnin sem fara fyrst. Við munum
upplýsa samstarfsaðila í svona verk-
efnum um að félagið verði að draga
sig út úr þeim vegna forsendubrests
sem fylgir nýjum reglum.“
Skortur á getu og þekkingu
Er niðurstaða PFS af leiðing af skorti
á getu og þekkingu innan stofnunar-
innar þegar kemur að greiningu á
fjarskiptamarkaði?
„Það er tilfinning sem maður
hefur. Þetta er eitt af meginverk-
efnum stofnunarinnar en það virð-
ist lítið púður sett í framkvæmdina.
Ástæðan hlýtur að vera skortur
á mannskap, þekkingu eða getu.
Markaðsgreiningar í Danmörku
annars vegar og á Íslandi hins vegar
eru sennilega ekki ósvipuð verk-
efni. Danska eftirlitsstofnunin er
með margfalt f leiri starfsmenn og
því verður danska greiningin dýpri
og ítarlegri,“ segir Jón. Markaðs-
greiningin telji um 400 blaðsíður en
innihaldið sé mikið til endurnýttur
texti. Víða fylgi takmörkuð greining
á íslenskum aðstæðum.
„Þetta er mikið af texta, minna af
greiningu og niðurstöður víða með
takmarkaðan rökstuðning. Maður
hefur á tilfinningunni að drögin hafi
verið skrifuð til að rökstyðja það
sem stofnunin hafði þegar ákveðið
að gera. Markmiðið virðist vera að
minnka markaðshlutdeild Mílu.“
Jón bendir á að markaðshlutdeild
Mílu fyrir heimtaugar á landsvísu
hafi lækkað úr 83 prósentum árið
2014 niður í 63 prósent árið 2020.
Slík fækkun verður að teljast veru-
leg hjá innviðafyrirtæki sem fjár-
festir til 30-40 ára.
„Og inni í okkar markaðshlut-
deild er töluverður hluti gamla
talsímakerfið sem er í raun verið
að leggja niður. Þessar koparlínur
eru til staðar en hafa lítið hlutverk
á markaðinum. Þær láta hins vegar
markaðshlutdeildina okkar líta út
fyrir að vera stærri en hún er í raun,“
segir Jón.
„Ég ræddi við erlendan sérfræð-
ing á þessu sviði sem sagði að það
væri ákveðin tilhneiging hjá eftir-
litsstofnunum í smærri löndum, þar
sem greiningargetan er takmörkuð,
að leggja á sem mestar kvaðir til
öryggis. Almennt hefur þróunin
hins vegar verið í þá átt, sérstak-
lega í Evrópu, að minnka kvaðir
og búa til umgjörð sem hvetur til
fjárfestinga til þess að hægt sé að
ná háleitum markmiðum um upp-
byggingu háhraðaneta.“
Í andstöðu við
stefnu stjórnvalda
Samkvæmt fjarskiptaáætlun stjórn-
valda er stefnt að því að allt landið
verði ljósleiðaravætt árið 2025. Auk
þess hafa stjórnvöld markað stefnu
um hagkvæma uppbyggingu fjar-
skiptainnviða sem felur í sér meira
samstarf og samnýtingu innviða.
„Þessi markaðsgreining er í and-
stöðu við stefnu stjórnvalda og það
liggur við að hún sé pólitísk. Þarna
Jón Ríkharð tók við sem framkvæmdastjóri Mílu fyrir fimm árum. Hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Men & Mice. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
2 7 . M A Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN