Fréttablaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 44
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@ frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is LIST OG MENNING Á AÐ VERA AÐGENGILEG ÖLLUM SAMFÉLAGSÞEGNUM. Hrefna KYNNINGARAFSLÁTTUR 20% www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 Þú finnur bæklinginn husgagnahollin.is RIMINI 2,5 og 3ja sæta, meira á bls. 2 og 3 Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 Ísafirði Skeiði 1 SUMAR GARÐHÚSGÖGN | SMÁVARA | HÆGINDASTÓLAR | HILLUR , SKÁPAR, BORÐ OG STÓLA R | SÓFAR DAGAR www.husgagnahollin.is S ENDUM FR ÍT T V E F V E R S L U N – úti og inni – www.husgagnahollin.is S ENDUM FR ÍT T V E F V E R S L U N KYNNINGARAFSLÁTTUR AF NÝJUM GARÐHÚSGAGNALÍNUM 20% SUMAR DAGAR – úti og inni – MALMÖ 3ja sæta útisófi úr Malmö línunni frá IDdesign. Stærð: 264 x 88 x 66 cm 90.392 kr. 112.990 kr. MALMÖ Hornsófi úr Malmö línunni 2H2. Stærð: 264 x 264 x 66 cm 149.592 kr. 186.990 kr. MALMÖ Stóll úr Malmö línunni. Stærð: 102 x 88 x 66 cm 35.192 kr. 43.990 kr. Sviðslistakonan Hrefna Lind Lárusdóttir hefur séð um Sögu listavinnu-setur á Eyrarbakka ásamt f leira listafólki síðustu ár. Leikkonan Hera Fjord f lutti í bæinn fyrir tveimur árum og þótti Hrefnu því kjörið að fá Heru með í teymið. Nú standa þær að undirbúningi sex vikna langs námskeiðs í listsköpun fyrir fanga á Litla-Hrauni. Þær vinna með Lista- safni Árnesinga að verkefninu, en á námskeiðinu munu fangarnir kynn- ast mörgum ólíkum listgreinum. Afraksturinn verður svo kynntur, bæði innan sem utan veggja fang- elsisins. Vilja endurtaka leikinn „Ég er með framhaldspróf í sviðslist- um frá Naropa University í Boulder í Colorado og Listaháskóla Íslands. Dagsdaglega er ég nú aðallega að sækja um styrki sem er nánast full vinna, en ég kenni líka stunda- kennslu í Háskóla Íslands og Lista- háskólanum,“ segir Hrefna. Hera útskrifaðist sem leikkona árið 2015 og hefur að mestu starfað sjálfstætt við að setja upp sýningar og leikstýra leikhópum. „Síðasta árið er ég búin að vera í fæðingarorlofi. Ég eignaðist dóttur mína Kríu í maí 2019, þannig að árið hefur verið viðburðaríkt og þetta er fyrsta verkefnið sem ég fer af stað með eftir barnsburð,“ segir Hera. „Við fengum hugmyndina eftir að hafa farið inn á Litla-Hraun í febrú- ar með tveggja tíma listasmiðju á vegum Sögu listavinnuseturs. Það fór fram úr okkar björtustu vonum hvað gekk vel, vistmenn tóku mjög virkan þátt og voru ánægðir að fá eitthvað allt annað að gera en flesta daga,“ segir Hrefna. Gluggi opnaðist Hera segir að þær hafi lengi langað sérstaklega að vinna með föngum. „Við höfðum alltaf verið að daðra við þá hugmynd að vinna með fang- elsinu, því það er svo stór partur af Eyrarbakka, en svolítið eins og bleikur fíll. Allt lokað. Svo opnaðist gluggi,“ segir Hrefna. Námskeiðið stendur yfir líkt og áður kom fram í sex vikur. Tíu fang- ar í hópi vistmanna Litla-Hrauns taka svo þátt í listavinnustofunni. „Í henni ætlum við að vinna með þeim sýningu, sem verður sýnd bæði innan veggja fangelsisins en einnig á Listasafni Árnesinga. Það fer mjög eftir hópnum sem tekur þátt hvernig sýningin síðan verður, við ætlum að kynna fyrir þeim ýmsar aðferðir til sköpunar og sjá hvernig þeir vilja koma sínum röddum á framfæri. Við erum báðar menntaðar í sviðslistum, þannig að við munum nota þær mikið en einnig ætlum við að nota mynd- list, ritlist og tónlist. Okkur langar að heyra hvað þeir hafa að segja, fá þeirra raddir og reynslu inn í ferlið. Við munum vinna með skapandi skrif og sjá hvert það leiðir okkur,“ segir Hrefna. „Sýningin sem við vinnum síðan með þeim gæti því orðið leiksýn- ing, myndlistarverk, hljóðverk eða jafnvel gjörningur. Það fer mjög eftir hópnum sem við munum vinna með. Við vonumst til að ná að fjármagna verkefnið það vel að við getum einnig boðið fleiri lista- mönnum að koma inn í vinnustof- una og veita vistmönnum innsýn í þeirra listræna ferli,“ segir Hera. „Við erum svolítið að brjóta okkur leið inn. Við viljum brjóta leið fyrir þá út. Brjóta múra og byggja brú fyrir þá til að taka þátt í samfélaginu áður en þeir koma út sem frjálsir menn. Þess vegna nefndum við verkefnið Múrar brotnir,“ segir Hrefna, Vonandi fastur liður Þær segjast hafa trú á að námskeiðið muni á einhvern hátt styrkja þá sem taka þátt í því. „Listrænt ferli krefst oftast mikill- ar sjálfsskoðunar og það eru margar rannsóknir sem hafa sýnt fram á jákvæð áhrif lista innan fangelsa. Við erum að fara inn og rannsaka hvort listasmiðja sem þessi geti haft áhrif á líðan og velferð vistmanna til lengri tíma litið,“ segir Hera. „Það væri óskandi að vinnustofan yrði fastur liður í betrunarúrræðum Fangelsisstofnunar og jafnvel hluti af list- og verknámi fanganna. List og menning á að vera aðgengileg öllum samfélagsþegnum,“ segir Hrefna. steingerdur@frettabladid.is Vinnustofa í listsköpun á Litla-Hrauni Hrefna og Hera hjá Sögu listavinnusetri á Eyrarbakka standa að sex vikna listasmiðju fyrir fanga núna í haust. Þær hefur lengi langað í frekara samstarf við fangelsið. Þegar Hera flutti á Eyrarbakka fannst Hrefnu kjörið að fá hana með í starfsemina hjá Sögu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 2 7 . M A Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R24 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.