Fréttablaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 11
Stigin voru stór og mikilvæg skref í þágu loftslagsmála þegar umhverfis- og auðlindaráðu- neytið úthlutaði 210 milljónum króna í styrki til rafvæðingar hafna á dögunum, á tíu stöðum á landinu. Með rafvæðingu hafna má nefni- lega draga verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda frá skipum í landlegu. Hæsta styrkinn hlutu Faxaflóa- hafnir, þar sem taka á í notkun háspennibúnað fyrir f lutningaskip við Sundabakka og Vogabakka í Reykjavík. Þannig munu flutninga- skip Samskipa og Eimskipa geta tengst rafmagni í landi í stað þess að keyra ljósavélar sínar með olíu. Um er að ræða samstarfsverkefni Faxa- flóahafna, Veitna og ríkisins, sem hvert um sig leggja til 100 milljónir króna í verkið, en skipafélögin gera nauðsynlegar breytingar á skipum sínum á eigin kostnað. Áætlað er að þessi áfangi rafvæðingar Faxaflóa- hafna geti dregið úr losun frá hafn- arsvæðunum um 20% og komið í veg fyrir bruna á um 660.000 lítrum af olíu á ári. Það jafngildir árlegum útblæstri á að giska 660 fólksbíla. Bætum loftgæði í leiðinni Rafvæðing hafna stuðlar ekki síður að bættum loftgæðum, rétt eins og reglugerðarbreyting sem gekk í gildi um síðustu áramót hefur gert, þar sem girt var fyrir notkun svartolíu innan landhelgi Íslands, nema hún sé hreinsuð niður fyrir viðmiðunar- mörk. Svartolía mengar nefnilega meira en annað eldsneyti. Með því að banna hana og styrkja síðan hafnir um allt land til rafvæðingar f lýtum við fyrir innreið orkugjafa framtíðarinnar og drögum úr loft- mengun í leiðinni. Tæpar 44 milljónir króna renna til orkuskipta í Akureyrarhöfn, þar sem setja á upp háspennu- tengingu fyrir f lutningaskip og minni skemmtiferðask ip v ið Tangabryggju. Á Seyðisfirði á að setja upp búnað svo Norræna geti tengst rafmagni þegar hún liggur við landfestar. Ætla má að það muni stórbæta loftgæði og draga úr hávaðamengun fyrir Seyðfirðinga, t.d. yfir vetrartímann þegar Nor- ræna liggur við bryggju í nokkra daga í einu. Þá voru einnig veittir styrkir til orkuskipta í höfnum í Dalvíkurbyggð, Fjarðabyggð, Hafn- arfirði, Reykjanesbæ, Snæfellsbæ, Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn. Tveggja milljarða innspýting Úthlutun styrkjanna er hluti af við- bragði stjórnvalda við áhrifum kór- ónaveirunnar á efnahagslífið. Með því að styrkja ofangreind verkefni er f lýtt fyrir því að þau komist til framkvæmda og stuðlað að minni útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Á sama tíma skapast störf. Þannig munu tveir milljarðar króna renna aukalega á þessu ári til verkefna á sviði umhverfis- og auð- lindaráðuneytisins, þar af meira en hálfur milljarður til loftslagsmála. Fjárframlög til umhverf ismála hafa raunar aldrei verið meiri en í tíð þessarar ríkisstjórnar, en þau hafa aukist um 32% miðað við upp- haf kjörtímabilsins, að ótöldu við- bótarfjármagni ársins í ár. En lengi má gott bæta og sem umhverfis- ráðherra legg ég mikla áherslu á að viðspyrna Íslands í kjölfar COVID- 19 verði með grænum og loftslags- vænum formerkjum. Þess vegna verður viðbótarfjármagninu til loftslagsmála nú varið í verkefni sem stuðla að hröðun orkuskipta og aukinni kolefnisbindingu. Raf- væðing hafna er þar umfangsmesta verkefnið. Rafvæðing hafna fyrir loftslagið Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlinda- ráðherra Covid-19 faraldurinn sýnir okkur svo ekki verður um villst að sumar vörur og þjónusta geta ekki lengur fallið undir lögmál markaðarins. Það er heimska að fela öðrum að sjá um matvælaöryggi og önnur öryggis- mál og leyfa öðrum umráð yfir lífs- máta okkar og lífskjörum. Við verð- um að ná stjórn á þessu nú þegar.“ Þannig skrifaði ritstjóri franska tímaritsins Le Monde, fyrir stuttu. Steinn Jónsson, prófessor í lungnasjúkdómum við Lands- spítalann og læknadeild Háskóla Íslands, skrifar góða grein á dög- unum þar sem hann ræðir um við- brögð við Covid-19 faraldrinum hér á landi og alveg sérstaklega um aðdáunarverða frammistöðu íslenska heilbrigðiskerfisins og yfirvegaðar aðgerðir og forystu þríeykisins góða. Greinina nefnir hann „Heimsmet í lýðheilsu og gjör- gæslu“. Eitt af því sem Steinn kemur inn á í greininni er lág dánartíðni í hlutfalli við fjölda smitaðra, en hlutfall sé 1/8 hér á landi í saman- burði við Bandaríkin og svipað eigi við ef borið sé saman við mörg Evrópulönd sem farið hafa illa út úr faraldrinum. Mismunandi dánar- tíðni eftir löndum segir Steinn að sé ráðgáta sem hljóti að verulegu leyti að snúast um gæði lýðheilsu- aðgerða og heilbrigðisþjónustu á hverjum stað, en síðan segir hann: „Dauði vegna veirulungnabólgu stendur reyndar oft í sambandi við bakteríusýkingar sem koma í kjöl- far veirusýkingarinnar og þar kann að vera lykilatriði að hér á landi er tiltölulega lítið sýklalyfjaónæmi baktería fyrir hendi vegna minni notkunar sýklalyfja (í landbúnaði hér) heldur en til dæmis á Ítalíu eða í Bandaríkjunum.“ (Enn og aftur erum við minnt á mikilvægi þess að standa vörð um þá stöðu sem við höfum búið við hér á landi varðandi heilbrigði búfjárstofna og heilnæm matvæli frá bændum.) Pensilínnotkun sú minnsta og engin í fóður, en óhófið í notkun á pensilíni í búfé í hinum vestræna heimi boðar miklu harð- ari glímu við dauðann en krabba- meinið og Covid-19. Og leiða má getum að því að glíman við Covid sé verri í löndum sem komast upp með glæpsamlega meðferð á pensilíni í dýr og af leiðingar birt- ast í fólki sem hefur pensilínóþol. Í umræðunni um hættuna sem stafar af óvarlegum innf lutningi á hráu kjöti til Íslands hafa því miður ráðamenn metið þau sjónarmið léttvæg og opnað landið í hálfa gátt. Jörðin fullnægir þörfum allra Stephen M. Walt, ritstjóri Foreign Policy skrifar: „Raunsæismenn vita það núna að heimsfaraldurinn er enn ein ástæða til að vara sig á hnattvæðingunni. Hnattvæðing eykur hættur á ýmiss konar krepp- um í samskiptum þjóða, en skapar líka alvarleg innanríkisvandamál, svo sem þegar störf eru f lutt milli landa.“ Hér hefur verið gengist við kröfu ESB um að f lytja megi inn hrátt kjöt til Íslands og farið gegn hollráðum færustu manna bæði prófessoranna Margrétar Guðna- dóttur og Karls G Kristinssonar. Aldrei mun ég gleyma varnaðar- orðum dr. Lance Price, prófessors við George Wasingtonháskóla og Milken-lýðheilsustofnunarinnar í Washington, en Sigurður Ingi Jóhannsson og Framsóknarf lokk- urinn fengu hann til að koma hing- að. Hann var á fjölmennum fundi á Hótel Sögu. Magnaðri varn-aðar- orð hef ég ekki heyrt gegn því að f lytja hingað ófrosið kjöt. Erindið fjallaði um lýðheilsu og algjöra sérstöðu Íslands. Hann lýsti stöðu Íslands til fyrirmyndar í vörnum gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería sem væri stærsta ógn við lýðheilsu mannkynsins. Hann sagði þegar hann var spurður um hvað hann ráðlegði ríkisstjórn og Alþingi að gera, þá svaraði hann á þessa leið: Nei, nei, aldrei að rjúfa þennan öryggismúr. Ríkisstjórnin bar ekki gæfu til að standa gegn þessari ógn. „Varðstaða gegn óvar- legum innf lutningi á hráu kjöti snýst um líf og heilsu íslensku þjóðarinnar.“ Þarna liggur stærsta heilsufarsógnin á himni framtíð- arinnar. Verksmiðjubúskapurinn í vestrænum heimi snýst víða um dýraníð, og glæpsamlega lyfja- notkun, gegn þessu fári verða vís- indamenn, læknar og stjórnmála- menn að rísa. Var það ekki Gandhi sem minnti mannkynið á „að jörðin fullnægir þörfum allra, en ekki græðgi allra“? Græðgin hefur tröllriðið heiminum. Mál er að linni. „Það er heimska að fela öðrum matvælaöryggið“ Guðni Ágústssoon fyrrverandi ráðherra Pylsa + gos 649 kr. Tvær pylsur + gos 799 kr. Pylsupartí í Kvikk! Pylsur og gos á einstöku tilboðsverði S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11M I Ð V I K U D A G U R 2 7 . M A Í 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.