Fréttablaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 2 0 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 2 7 . M A Í 2 0 2 0
„Við verðum búin fyrir haustið,“ segir Vala Garðarsdóttir sem stýrir fornleifauppgreftri aftan við stjórnarráðsbygginguna í Lækjargötu. Að sögn Völu hafa ýmsir munir frá átjándu og
nítjándu öld þegar fundist, en þeir séu fæstir heillegir. „Við erum enn að klára tímabilið 1750 til 1900, en erum farin að sjá glitta í minjar sem eru eldri,“ segir hún. Á reitnum séu leifar marg-
víslegra mannvirkja frá því hegningarhúsið, sem síðar síðar hýsti stjórnarráðið, var byggt á árunum 1765 til 1769. Ný skrifstofubygging stjórnarráðsins rís síðar á lóðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Mmm ...
Góður á
grillið!
Besta
uppskeran
núna!
Krónan
mælir með!
VIÐSKIPTI Míla, sem á og rekur
helstu fjarskiptainnviði landsins,
ætlar að draga úr fjárfestingum
sínum í þéttbýli úti á landi og dreif-
býli, vegna aukinna kvaða sem
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS)
hyggst leggja á félagið. Jón Ríkharð
Kristjánsson, framkvæmdastjóri
Mílu, segir að niðurstöður eftirlits-
stofnunarinnar séu í andstöðu við
stefnu stjórnvalda um hagkvæma
uppbyggingu fjarskiptainnviða.
„Það verður kannski á bilinu
2-300 milljónir króna í ár. Áætlun
ársins gerði ráð fyrir að Míla myndi
leggja ljósleiðara til rúmlega 4 þús-
und heimila á þéttbýlisstöðum úti
á landi en hluti þeirra verður stöðv-
aður vegna forsendubrestsins. Að
auki erum við að draga okkur út úr
áformuðum verkefnum í dreif býli,“
segir Jón Ríkharð, spurður um fjár-
hagslegt umfang þeirrar uppbygg-
ingar sem Míla mun hætta við
vegna aukinna kvaða.
Póst- og fjarskiptastofnun hyggst
viðhalda fyrri kvöðum og leggja
frekari kvaðir á starfsemi Mílu,
samkvæmt drögum að nýrri mark-
aðsgreiningu. Meðal annars verður
sett kvöð um jafnaðarverð um land
allt þegar kemur að ljósheimtaug-
um og bitastraumsaðgangi.
„Áhrif þessara breytinga eru
verulegar. Míla hefur fjárfest fyrir
milljarða í uppbyggingu ljósheim-
tauga og bitastraums um allt land
og þær fjárfestingar byggðu á fyrir-
liggjandi reglum og fyrri yfirlýsing-
um PFS um að ekki yrði lögð jafn-
aðarverðskvöð á þessa þætti. Við
sem stöndum í dýrum langtíma-
fjárfestingum í innviðum verðum
að geta treyst því að forsendum fjár-
festinga sé ekki kollvarpað án mjög
ríkra ástæðna,“ segir hann.
Jón Ríkharð bendir á að fyrir-
tæki sem beri jafnaðarverðskvöð
geti í raun aðeins fjárfest af skyn-
semi á svæðum þar sem uppbygg-
ing er ódýr á hverja tengingu og
þar með hagkvæm. Míla mun því
þurfa að leggja alla áherslu á hag-
kvæma uppbyggingu félagsins á
höfuðborgarsvæðinu, til að verja
markaðshlutdeild á mikilvægasta
markaðssvæðinu þar sem félagið er
þegar að hluta komið í minnihluta
að sögn Jóns. – þfh / sjá Markaðinn
Fjárfestingar Mílu í uppnámi
Framkvæmdastjóri Mílu segir að félagið muni draga úr fjárfestingum í innviðum úti á landi vegna auk-
inna kvaða af hálfu Póst- og fjarskiptastofnunar. Segir forsendum fjárfestinga hafa verið kollvarpað.
VIÐSKIPTI Fjöldi þeirra sem starfa í
ferðaþjónustu gæti dregist saman
um allt að tólf þúsund á rúmu ári
miðað við spá Íslandsbanka um
fjölda ferðamanna og sögulega
sterka fylgni hans við fjölda starf-
andi í ferðaþjónustu. Þannig mun
þeim sem starfa í ferðaþjónustu
fækka úr 27 þúsundum í janúar
2020, sem eru síðustu opinberu töl-
urnar, niður í rúmlega 15 þúsund í
mars 2021.
„Ferðaþjónustan er mannaflsfrek
og það eru takmörkuð tækifæri til
að ná fram stærðarhagkvæmni.
Það leiðir til þess að nokkuð línuleg
fylgni er milli fjölda ferðamanna og
fjölda starfa í greininni. Fyrirtæki
þurfa svo og svo marga starfsmenn
til að taka á móti ákveðnum fjölda
ferðamanna,“ segir Jón Bjarki Bents-
son, aðalhagfræðingur Íslands-
banka. – þfh / sjá Markaðinn
Tólf þúsund
störf tapist
Þessi markaðsgrein-
ing Póst- og fjar-
skiptastofnunar er í and-
stöðu við stefnu stjórnvalda
og það við liggur við að hún
sé pólitísk.
Jón Ríkharð Kristjónsson,
framkvæmdastjóri Mílu