Fréttablaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 8
B RE TL AND Ferðalög Dominics
Cummings, ráðgjafa forsætisráð-
herrans Boris Johnson, á tímum
strangra COVID-19 takmarkana eru
farin að hafa áhrif í ríkisstjórninni.
Í gær sagði Douglas Ross, ráðherra
í Skotlandsmálaráðuneytinu, af
sér störfum vegna óánægju með
Cummings.
„Í kjördæmi mínu er fólk sem
hafði ekki tækifæri til þess að
kveðja sína nánustu, fjölskyldur
sem gátu ekki syrgt saman, fólk sem
heimsótti ekki veika ættingja af því
að það fylgdi fyrirmælum stjórn-
valda,“ segir Ross í yfirlýsingu.
Fyrir skemmstu greindu blöðin
The Guardian og The Daily Mirror
frá því að lögreglan væri að rann-
saka ferðalög Cummings í mars-
mánuði, þegar ríkisstjórnin hafði
tilkynnt um ferðatakmarkanir
vegna faraldursins. Cummings, sem
búsettur er í Lundúnum, hafði þá
sést í borginni Durham á Norður-
Englandi.
Cummings sagðist ekki sjá eftir
því að hafa brotið reglurnar. Hann
hafi gert það vegna veikinda eigin-
konu sinnar og til þess að vernda
fjögurra ára gamlan son sinn. For-
sætisráðherrann sjálfur var þá
alvarlega veikur af COVID-19.
Hefur þetta vakið mikið umtal í
Bretlandi, það er hvort aðrar reglur
gildi fyrir þá ríku og áhrifamiklu en
almenning. Cummings hefur svarað
þessu á þá leið að aðrar reglur hljóti
að gilda um þá sem eiga lítil börn.
Þær reglur eru hins vegar ekki til.
Leiðtogar stjórnarandstöðu-
flokkanna hafa verið háværir síðan
málið kom upp og krafist afsagnar
Cummings. Boris Johnson kom ráð-
gjafa sínum til varnar á sunnudag
og sagði aðgerðir hans skiljanlegar
og ábyrgar.
Afsögn Douglas Ross er aðeins
toppurinn á ísjakanum því blaðið
The Times greindi frá því að mikil
ólga væri innan Íhaldsflokksins um
hvernig staðið hafi verið að málum.
Vilja margir háttsettir þingmenn og
einhverjir ráðherrar nú að Cumm-
ings fari. Þegar hafa margir íhalds-
menn tjáð sig opinberlega um
þetta.
„Herra Cummings hegðaði sér
ekki í anda útgöngubannsins og
forsætisráðherrann ætti nú að reka
hann,“ sagði þingmaðurinn Mark
Pawsey. Roger Gale, sem hefur setið
í nærri 40 ár á þingi, sagði úlfúð
almennings mikla og að Cummings
ætti að segja af sér, ellegar Johnson
að reka hann. Í sama streng tók
Harriet Baldwin, sem hefur meðal
annars gegnt stöðu þróunarmála-
ráðherra. Einn þingmaður, David
Warburton, lýsti því hvernig faðir
hans hafi dáið einsamall af því að
reglunum þurfti að fylgja.
Á meðan allt virðist vera að sjóða
upp úr reyna nánustu bandamenn
Johnson, og helstu Brexit-sinnarnir,
Jacob Rees-Mogg og Michael Gove,
að halda lokinu á pottinum. Greint
hefur verið frá því að reynt hafi
verið að beita svipunni svokölluðu
á alla ráðherra ríkisstjórnarinnar,
og að þeir myndu styðja Cummings.
The Times greinir frá því að
ráðherrar séu óánægðir með að
vera ekki upplýstir um framgang
málsins. Til dæmis að þeir hafi
ekki verið látnir vita af blaða-
mannafundi Dominic Cummings.
Þeir þingmenn sem hafa gagnrýnt
Cummings og Johnson eru nú á
þriðja tug og bætist stöðugt í. Enn
hafa engir af æðstu ráðherrunum
þó lagt í að gagnrýna þá undir
nafni. kristinnhaukur@frettabladid.is
Áform stórfyrirtækj-
anna ganga út á framleiðslu
allt að 250 þúsund tonna af
vistvænu eldsneyti á ári.
Dominic Cummings hljóp undan reiðum mótmælendum fyrir heimili sitt í Lundúnum á mánudaginn. MYND/EPA
Ólga innan Íhaldsflokksins
Dominic Cummings, ráðgjafi forsætisráðherra, hefur verið harðlega gagnrýndur innan og utan Íhalds-
flokksins vegna ferðalags á tímum útgöngubanns. Ráðherrar reyna nú að halda lokinu á suðupottinum.
Herra Cummings
hegðaði sér ekki í
anda útgöngubannsins og
forsætisráðherrann ætti nú
að reka hann.
Mark Pawsey,
þingmaður
Íhaldsflokksins
DANMÖRK Hópur danskra stór-
fyrirtækja á sviði f lutninga og
orkuvinnslu hefur kynnt áform
um samstarfsverkefni um stór-
fellda framleiðslu á vistvænu elds-
neyti. Meðal fyrirtækjanna eru A.P.
Møller – Mærsk, SAS og fyrirtækið
sem rekur Kastrup-flugvöll.
Þannig yrði hægt að framleiða
vetni fyrir strætisvagna og vöru-
bíla, metanól fyrir skip og vistvænt
þotueldsneyti fyrir f lugvélar.
Markmið hópsins er að ársfram-
leiðslan verði 250 þúsund tonn í
árslok 2030 en með henni er talið
að unnt verði að draga úr losun
koltvísýrings um 850 þúsund tonn á
ári. Stefnt er að því að framleiðslan
verði á Stór-Kaupmannahafnar-
svæðinu og fyrsti áfangi verði kom-
inn í gang 2023.
Dagblaðið Berlingske greinir frá
því að ef verkefnið á að verða að
veruleika þurfi að koma til miklar
opinberar fjárfestingar og stækkun
fyrirhugaðs vindmyllugarðs við
Borgundarhólm.
Í tilkynningu frá fyrirtækjunum
segir að verkefnið yrði mikilvægt
framlag til þess að Danmörk nái
að minnka losun gróðurhúsaloft-
tegunda um 70 prósent fyrir 2030
miðað við árið 1990. – sar
Stórhuga áform um vistvænt eldsneyti
Stefnt er á að nýta vindorku til framleiðslu vistvæns eldsneytis. MYND/GETTY
SPÁNN Spænska ríkisstjórnin hefur
lýst yfir tíu daga sorgartímabili
sem hefst í dag vegna fórnarlamba
COVID-19 þar í landi.
Fánar verða dregnir í hálfa stöng
í um fjórtán þúsund opinberum
byggingum og um borð í skipum
spænska f lotans. Þá mun Filippus
Spánarkonungur stýra hátíðlegri
minningarathöfn þegar lokunarað-
gerðum verður aflétt.
Tæplega 27 þúsund hafa látist af
völdum veirunnar á Spáni. Um 80
prósent voru 70 ára og eldri. „Þau
hjálpuðu til við að byggja upp land-
ið okkar eins og við þekkjum það í
dag og lögðu grunninn að lýðræði
okkar,“ sagði María Jesús Montero,
talsmaður ríkisstjórnarinnar. – atv
Sorgartíma lýst
yfir á Spáni
KOSTA RÍKA Fyrsta samkynhneigða
hjónavígslan í Kosta Ríka átti sér
stað í beinni sjónvarpsútsendingu í
vikunni strax í kjölfar þess að þjóð-
þing landsins hafði samþykkt laga-
breytingu þess efnis. Lesbíurnar
Alexandra Quiros og Dunia Araya
gengu í það heilaga, strax eftir að
lagabreyting þess efnis gekk í gegn.
Lagabreytingin var tilkomin af því
að hæstiréttur landsins hafði kom-
ist að þeirri niðurstöðu að bann við
slíkum hjónavígslum bryti í bága
við stjórnarskrá landsins, í ágúst
2018. Fékk þjóðþing landsins 18
mánaða frest til þess að breyta lög-
unum.
Eyríkið er fyrsta landið í Mið-
Ameríku sem heimilar hjónavígslur
milli einstaklinga af sama kyni.
Forseti Kosta Ríka, Carlos Alvar-
ado, birti tíst þar sem fram kom
að samkynhneigðir einstaklingar
nytu nú loks þeirra réttinda sem
þeir ættu skilið. „Frá þessari stundu
ættum við alltaf að hafa umburðar-
lyndi og ást að leiðarljósi. Það gerir
okkur kleyft að stíga framfaraskref
og byggja upp ríki þar sem pláss er
fyrir alla,“ sagði forsetinn.
– bþ
Samkynhneigðir
mega kvænast í
Kosta Ríka
Alexandra Quiros og Dunia Araya
giftu sig í beinni útsendingu.
BANDARÍKIN COVID-19 faraldurinn
hefur dregið meira en eitt hundrað
þúsund Bandaríkjamenn til dauða.
Rúmlega 1,7 milljónir hafa greinst
með staðfest smit í landinu. Þá hafa
hátt í 470 þúsund náð sér að fullu.
Alls hafa meira en 5,5 milljón tilfelli
greinst á heimsvísu samkvæmt vef
Johns Hopkins-háskóla og tæplega
350 þúsund látist.
Bandaríkin eru hægt og rólega að
slaka á reglum um samkomubann
en á sama tíma er reynt að tryggja
að það sé gert á öruggan hátt.
Joe Biden, forsetaefni Demó-
krata, fór úr sóttkví í fyrsta sinn í
tvo mánuði til að leggja blómsveig
á minnismerki um fallna hermenn.
Biden var með sóttvarnargrímu.
Donald Trump Bandaríkjaforseti,
sem sjálfur notar ekki grímu opin-
berlega, hæddist að Biden á Twitter
Víða í Bandaríkjunum er skylda
að vera með grímu á almannafæri.
Sóttvarnaeftirlitið mælist til þess
þegar ekki er hægt að fullnægja
tveggja metra reglunni. Víða hefur
slíkum reglum verið mótmælt af
Bandaríkjamönnum sem telja þær
vega að persónufrelsi. Afstaðan er
mjög ólík milli f lokka. Samkvæmt
könnun Quinnipiac telja 87 pró-
sent Demókrata að grímur ættu að
vera skylda á almannafæri, rúm 40
prósent Repúblikana eru á sömu
skoðun. – ab
Misjafnar skoðanir á grímum á almannafæri
Margir ganga með grímu. MYND/EPA
2 7 . M A Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð