Fréttablaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 12
Það hefði verið óskandi að KSÍ hefði valið sér samstarfs­ aðila sem virðir alþjóðalög og ber virðingu fyrir manns­ lífum. Bi rt m eð fy rir va ra u m m yn d- o g te xt ab re ng . GENGIÐ FRYSTUM Reykjavík Krókhálsi 9 Sími: 590 2020 Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Opið Virka daga 9–18 Laugardaga 12–16 Opið Virka daga 12–17opel.is Frábær ferðafélagi! Opel Grandland X Verð frá 4.490.000 kr. Takmarkað magn Bílabúð Benna hækkar ekki verð FÓTBOLTI Sif Atladóttir var kosin í stjórn leikmannasamtakanna í Sví­ þjóð í síðustu viku. Hún situr þar meðal annars með Caroline Seger, fyrirliða sænska landsliðsins, og sjálfum Henke Larsson sem gerði garðinn frægan með Glasgow Cel­ tic, Barcelona og Manchester United meðal annars. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var í gærkvöldi. „Ég er að koma inn fyrir Damall­ svenskan, eða kvennadeildina hér í Svíþjóð. Caroline Seger, fyrirliði sænska landsliðsins, kemur inn fyrir hönd landsliðsins og Stefan Karls­ son fyrir Superettuna. Það er verið að hafa alla í menginu um borð,“ segir Sif. Varaformaður er Caroline Jönsson, sem var í landsliðinu og er einnig í FIFPRO, alþjóðasamtökum leikmanna. Sif segir að f lestir hafi unnið að hag leikmanna lengi og meðal annars sem verður unnið að því að breyta, er 13 ára gamall samningur sem gildir um kvenna­ deildirnar. „Kvennaíþróttir almennt eru að berjast fyrir því að við erum ekki enn viðurkenndir atvinnu­ menn. Á flestum stöðum erum við hálfatvinnumenn eða áhugamenn, sem gerir það að verkum að okkar atvinna er ekki vernduð hjá ríkis­ valdinu. Á Ítalíu til dæmis stendur í lögum að engin kona geti verið atvinnumaður. Hvað snýr að venjulegum rétt­ indum, getur gerst að viðkomandi sé ekki til í kerfinu. Það getur alveg gerst líka hér í Svíþjóð. Þó við höfum haft þennan samning, þá týnumst við samt í kerfinu þegar við meiðumst eða verðum óléttar. Þá er ekkert hægt að gera. Viður­ kenningu á atvinnumennsku hjá konunum þarf líka að fara ræða.“ Sif gengur nú með sitt annað barn og verður tímabilið því tekið á hliðarlínunni. Hún stefnir á að snúa til baka og reima á sig takka­ skóna á ný, en það er ekki sjálfgefið. „Ef maður hugsar um atvinnulífið fyrir einhverjum árum þegar konur byrjuðu að vera á vinnumarkaðnum þá voru þessi kjör eins og þau eru hjá okkur í dag, í raun engin. Það voru engin fæðingarorlof og svo flækist þetta þegar vinnuverkfæri þitt er líkaminn. Sem knattspyrnukona ferðu ekki í tæklingar eða annan kontakt fyrr en einhverjum vikum eftir barnsburð. En þetta er ekki bara erfitt fyrir okkur, heldur líka fyrir félögin því hvernig á að skrifa óléttan leikmann inn í kerfið og má fá leikmann inn í staðinn fyrir þann sem er óléttur? Það er fullt af spurn­ ingum sem erfitt er að svara en ein­ hvers staðar þarf að byrja,“ segir Sif. Sif þekkir vel hvað þarf að gera til að geta reimað á sig takkaskóna, því hún eignaðist Sólveigu fyrir fimm árum. „Síðast rann ég út á samningi þegar ég var ólétt og stóð svolítið ein. Þá varð ég atvinnulaus í fjóra mánuði áður en ég átti Sólveigu og endaði á atvinnuleysisbótum í stað­ inn fyrir að fara í foreldraorlof. Nú er ég á samningi, þannig ég er á sjúkra­ lista núna sem breytist þremur mán­ uðum fyrir settan dag. Hér eru regl­ ur um að ef þú ert í líkamlega erfiðri vinnu, þá er hægt að hætta fyrr. Það er alls konar svona sem er ekki gert ráð fyrir í íþróttaheiminum. Ef ég fer hratt yfir sviðið þá sýn­ ist mér við vera þrjár sem höfum komið til baka eftir barnsburð. Það var markvörður í Linköping sem gaf út að hún ætlaði ekki að koma til baka eftir barnsburð og í við­ tali við hana sagði hún að það væri nánast ómögulegt að snúa til baka á völlinn. Persónulega finnst mér allt of fáar vera að koma til baka þó ég hafi 100 prósent skilning á því – þetta er ekkert grín og ég veit hvað þarf til. Ég hef gengið í gegnum þetta áður og er að fara að gera þetta aftur. Ég er heppinn að eiga fjölskyldu og vini til að aðstoða, en það er stórt vandamál að við stöndum svolítið sjálfar í þessu því það er litla hjálp að fá annars staðar frá.“ Hú n hor f ir t i l Banda r ík j­ anna í þessum efnum, en stutt er síðan WNBA skrifaði undir langtímasamn ing þar sem óléttir leikmenn eru verndaðir. „Deildin setti á laggirnar síðasta haust óléttustefnu. Þannig að þegar leikmaður verður óléttur er hann verndaður og heldur sínum laun­ um. Þær sem þurfa aðstoð til þess að verða óléttar fá fjárhagsstuðning. Eftir barnsburð fær leikmaðurinn stuðning í barnapössun og þvíum­ líkt. Þetta var minnir mig átta eða tíu ára samningur og aðrar íþróttir horfa nú á þennan samning.“ benediktboas@frettabladid.is Sif í landsliðsverkefni hér heima á fróni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Óléttar íþróttakonur með allt of lítil réttindi víða um heim Sif Atladóttir, landsliðskona í knattspyrnu og atvinnukona í Kristianstad í Svíþjóð, er komin inn í stjórn leikmannasamtaka Svíþjóðar. Þar á að auka réttindi kvenna, en ekki er litið á íþróttaiðkun þeirra sem atvinnumennsku. Sif horfir til Bandaríkjanna þegar kemur að nýjum samningi við sænsku deildina. Á flestum stöðum erum við hálf­ atvinnumenn eða áhuga­ menn, sem gerir það að verkum að okkar atvinna er ekki vernduð. Sif Atladóttir FÓTBOLTI Sema Erla Serdar, stofn­ andi hjálparsamtakanna Solaris sem berjast fyrir hælisleitendur og flóttafólk, er ekki sátt við nýjan samning KSÍ við Puma. Sambandið tilkynnti í gær um sex ára samning sem tekur gildi 1. júlí. Sema bendir á að Puma sé á lista Sameinuðu þjóðanna, sem kom út fyrr á þessu ári, yfir fyrirtæki sem starfa á ólög­ legum landránsbyggðum Ísraela á landsvæði sem áður tilheyrði Pal­ estínu. „Á landsvæði þar sem áður bjuggu palestínskar fjölskyldur, á landsvæði þar sem palestínsk heimili voru jöfnuð við jörðu til þess að hægt væri að búa til heimili fyrir Ísraela. Puma starfar undir leyfinu Delta Galil Industries á stolnu landsvæði í Austur­Jerú­ salem og á Vesturbakkanum og hagnast af stolnum auðlindum,“ skrifar Sema. Hún skilur ekki hvers vegna KSÍ hefur valið sér Puma sem samstarfsaðila. „Þetta er ekkert leyndarmál og þetta á Knattspyrnu­ samband Íslands að vita. Það hefði verið óskandi að KSÍ hefði valið sér samstarfsaðila sem virðir alþjóða­ lög, ber virðingu fyrir mannslífum, stuðlar að mannréttindum og býr yfir siðferði og sómakennd. Þess í stað valdi KSÍ sér Puma.“ – bb Óánægð með fáfræði KSÍ Bjorn Gulden og Guðni Bergsson. 2 7 . M A Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.