Fréttablaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 4
Í þessu ferli öllu
höfum við þurft að
vera auðmjúk fyrir því að
hlutirnir gerast hratt.
Katrín Jakobsdóttir,
forsætisráðherra
KIRKJAN Sigurður Kári Kristjáns son,
lög maður séra Skírnis Garðars sonar,
undir býr nú kröfu gerð að skaða- og
miska bóta máli vegna þjónustu-
loka Skírnis sem prests. Í sam tali
við Frétta blaðið segir Sigurður að
það sé til skoðunar að stefna Agnesi
M. Sigurðar dóttur, biskupi Ís lands,
per sónu lega. „Það er til skoðunar
hvort það verði þjóð kirkjan eða
hvort biskupi verði stefnt per sónu-
lega eða hvort þeim verður stefnt „in
solidum“,“ segir Sigurður, spurður að
hverjum stefna Skírnis muni beinast.
Skírni var vikið frá störfum sem
héraðspresti í apríl, eftir að hafa
rofið starfs- og siðareglur presta er
hann greindi frá málefnum sóknar-
barns í viðtali við Vísi þann 11. apríl
síðastliðinn
Skírnir krafðist þess fyrr í mán-
uðinum að fá að snúa aftur til starfa
ella myndi hann krefjast skaða- og
miskabóta. Í svari biskups Ís lands
til Skírnis, vitnar biskup í kröfu-
bréf Skírnis og segir hann gangast
„undan bragða laust við broti sínu“.
„Ég iðrast þess að hafa brotið
trúnað gagn vart kirkjunni og skjól-
stæðingi mínum þarna um kvöldið,
nú um daginn. Þetta var f ljót færni
og gert í fram haldi af mein lausri
fyrir spurn, ég las ekki yfir próf-
örk fréttarinnar sem svo birtist og
ég áttaði mig um seinan á að þetta
væri al var legt mál,“ segir í kröfu-
bréfi Skírnis til biskups.
„Fyrr nefnt brot mitt er tengt þess-
um kring um stæðum, og kannski
f laut úr bikar mínum í sím talinu
við blaða konuna, þetta var ekki
fyrir fram á kveðið brot,“ skrifar
hann enn fremur. Af þessu tilefni var
ráðningarsambandi þjóðkirkjunnar
við Skírni rift en hann mun njóta
óskertra launa út skipunartímann
sem mun vera til 1. desember næst-
komandi. – mhj
Séra Skírnir Garðarsson skoðar að stefna biskupi persónulega
Gerir sláttinn auðveldari
Cub Cadet sláttutraktorarnir eru afar vandaðir og
vel útbúnir sláttutraktorar sem mæta þörfum og
kröfum vandlátra garðeiganda
og annarra sláttumanna.
Cub Cadet sláttutraktorarnir eru öflugir og
afkastamiklir og auðveldir í notkun.
Vandaðir garðtraktorar
ÞÓR FH
Akureyri:
Baldursnes 8
603 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
COVID-19 „Verkefnið er metið ger-
legt, en líka þannig að það sé mjög
margt sem þurfi að ganga upp. Við
teljum að þetta geti gengið upp en
erum mjög meðvituð um að óviss-
an er mikil og margt getur farið
úrskeiðis á leiðinni,“ segir Katrín
Jakobsdóttir forsætisráðherra um
skimun fyrir COVID-19 á Kef la-
víkurflugvelli.
Skýrsla verkefnisstjórnar sem
skipuð var til að undirbúa fram-
kvæmdina var kynnt í ríkisstjórn í
gær. Tillagan sem lá til grundvallar
var að opnað yrði fyrir sýnatöku
ferðamanna við komuna í Keflavík
frá 15. júní sem yrði þá valkostur
við sóttkví.
„Núna munum við bara hefja
þessa vinnu. Við gerðum ráð fyrir
því að það yrði nú kannski ekki
mikil f lugumferð í Kef lavík 15.
júní. En það er í rauninni enginn
sem treystir sér til að spá hver hún
á endanum verður,“ segir Katrín.
Í skýrslunni kemur fram að sýkla-
og veirufræðideild Landspítalans
sé aðeins í stakk búin til að greina
fimm hundruð sýni á dag. Með því
að bæta tækjabúnað og tryggja
f leira starfsfólk yrði markmið-
inu um þúsund sýni á dag náð um
miðjan júlí.
Þá þurfi að taka minnst 107 sýni á
dag til að kostnaður verði undir 50
þúsund króna takmarkinu. Miðað
við 500 sýni á dag yrði kostnaður-
inn hins vegar 23 þúsund krónur.
„Við höfum ekki enn tekið
ákvörðun um hvernig þessari gjald-
töku verður háttað. Við höfum sagt
að hugsanlega verði lagt af stað
í blábyrjun án gjaldtöku, en við
gerum ráð fyrir að til lengri tíma
verði rukkað fyrir.“
Katrín segir að lokaákvörðun í
málinu liggi ekki fyrir. Skila eigi
hagrænni greiningu um næstu
mánaðamót, sem muni skipta máli
við endanlega ákvörðun.
„Í þessu ferli öllu höfum við þurft
að vera auðmjúk fyrir því að hlut-
irnir gerast hratt og geta breyst
hratt. Við sjáum að önnur ríki eru
að opna fyrir ferðir. Þýskaland er að
ígrunda að opna fyrir flug til Íslands
svo dæmi sé tekið,“ segir Katrín.
Meðal annarra þátta sem verk-
efnisstjórnin bendir á er að huga
þurfi að birgðastöðu sýnatöku-
pinna, tryggja þurfi að frávísunar-
heimildir gagnvart þeim sem ekki
hlíta sóttvarnareglum séu skýrar og
að upplýsingagjöf til ferðamanna sé
tryggð.
Það er mat verkefnisstjórnarinn-
ar að hægt verði að skila niðurstöð-
um úr sýnum á um fimm klukku-
stundum, en aka þarf með sýnin frá
f lugvellinum til Reykjavíkur. Sýni
sem berist eftir klukkan 17 verði
greind daginn eftir, nema mönnun
verði aukin. sighvatur@frettabladid.is
Telur skimun geta gengið upp
Forsætisráðherra telur skimun fyrir COVID-19 við komuna til landsins geta gengið upp, en óvissan sé
mikil. Skýrsla verkefnisstjórnar var kynnt í gær en lokaákvörðun um framkvæmdina liggur ekki fyrir.
Að óbreyttu telur verkefnisstjórnin að hægt sé að greina fimm hundruð sýni á dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Áhætta fyrir Landspítalann
Í minnisblaði frá Páli Matthías-
syni, forstjóra Landspítalans, til
heilbrigðisráðuneytisins, segir að
faraldurinn hafi afhjúpað ýmsa
veikleika heilbrigðiskerfisins. Á
sama tíma hafi hins vegar birst
styrkleikar.
Greiningar á einkennalausum
ferðamönnum séu að svo stöddu
ekki trygging fyrir því að sjúk-
dómurinn sé ekki til staðar. Komi
til innlagna sjúklinga, innlendra
eða erlendra, muni það hafa
mikil áhrif á starfsemi spítalans.
„Áhætta fyrir reglulega
starfsemi Landspítala í sumar
sérstaklega er því veruleg og
mun spítalinn strax fara á hættu-
stig með fyrsta sjúklingi sem
þarfnast innlagnar, með tilheyr-
andi röskun á starfseminni,“ segir
í minnisblaðinu.
DÓMSMÁL Kirkjuráð var í gær
sýknað af kröfu Stórólfshvols-
sóknar í Rangárvallasýslu. Frétta-
blaðið greindi nýlega frá deilum
um meintar vanefndir á greiðslum
til byggingar kirkju á Hvolsvelli.
Jón Magnússon, lögmaður sókn-
arinnar, segir að ekki sé búið að
ákveða hvort málinu verði áfrýjað
til Landsréttar.
Málið hefur farið milli úrskurðar-
nefndar og áfrýjunarnefndar kirkj-
unnar. Aðalpunktur kærunnar laut
að því að nefndarmenn áfrýjunar-
nefndar væru vanhæfir vegna fyrri
aðkomu, en dómari féllst ekki á það.
„Þessi vanhæfnismál hafa verið á
mikilli ferð í íslenskum rétti,“ segir
Jón og bendir á að nýlega hafi verið
samþykkt að taka vanhæfismál
tveggja Landsréttardómara fyrir
Hæstarétt, vegna fyrri afskipta
þeirra. – khg
Sýknuð af kröfu
um greiðslur
REYKJAVÍK Skóla- og frístundasvið
Reykjavíkurborgar hefur boðað til
fundar með foreldrum nemenda í
Fossvogsskóla á fimmtudag til að
ræða stöðu mála. Skólanum var
lokað að hluta í fyrra eftir að mygla
fannst og við tóku miklar fram-
kvæmdir. Minnst fimm nemendur
hafa áfram fundið fyrir einkennum.
Karl Óskar Þráinsson, formaður
foreldrafélagsins, fagnar þessu.
„Það er gott að fá loks fund eftir
þögn frá því í nóvember. Við vænt-
um þess að þetta sé fyrsta skrefið í
samráðinu og það sé þétt fundaröð
fram undan,“ segir Karl. – ab
Funda með
foreldrum barna
í Fossvogsskóla
Karl Óskar
Þráinsson,
formaður
foreldrafélags
Fossvogsskóla
Skírnir
Garðarsson
2 7 . M A Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð