Fréttablaðið - 30.05.2020, Síða 2

Fréttablaðið - 30.05.2020, Síða 2
Núna eru liðnar þrjár vikur og við óttumst hið versta. Ásgeir Falk Veður Sunnan 5-10 og dálitlar skúrir, en áfram bjart og hlýtt norðaustan til. SJÁ SÍÐU 38 Brettakúnstir á bryggjunni Ungir áhugamenn um hjólabretti voru í óðaönn að smíða hjólabrettavöll við Gömlu höfnina í Reykjavík þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði í gær. Athafnamennirnir ungu höfðu lítinn tíma til að ræða við fjölmiðla. Á meðan lék félagi þeirra listir sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SAMFÉLAG „Okkur var sagt að við myndum fá íbúð eftir viku en svo dróst það. Loks kom póstur um að það myndi ekkert gerast á næstunni. Núna eru liðnar þrjár vikur og við óttumst það versta,“ segir fjölskyldu- faðirinn Ásgeir Falk. Hann og eigin- kona hans, Sigrún Líndal, misstu allt sitt í eldsvoða í Grafarvoginum fyrr í þessum mánuði. Þau eiga tvö börn, sex og tveggja ára, svo eiga þau von á þriðja barninu í september. Það kviknaði í íbúðinni þegar sonur þeirra komst fyrir slysni í kveikjara. Íbúðina leigðu þau af Félagsbústöðum, en á meðan þau bíða eftir annarri íbúð dvelja þau á hóteli í Mosfellsbæ. Ásgeir hefur miklar áhyggjur af framtíðinni. „Hótelherbergið er lítið, það er allt í lagi að vera hérna í viku, en núna eru liðnar þrjár og við bíðum í von og óvon hvort við séum í raun að fara að fá nýja íbúð. Þeir sögðu okkur að krossleggja fingur.“ Þau þurfa að greiða leigu af íbúð- inni sem brann og myndu þurfa að greiða leigu af íbúðinni sem þau von- ast til að fá. Hann er öryrki, en Sig- rún starfar sem stuðningsfulltrúi, en þau hafa fengið fjárhags aðstoð frá félagsþjónustunni til að greiða fyrir hótelið. Biðin hefur ekki farið vel með and- legt ástand fjölskyldunnar. „Konan mín er kvíðin yfir ástandinu og er komin með samdrætti. Eldri strákurinn hefur verið mjög niður- dreginn síðan þetta gerðist. Nú er yngri strákurinn með mikinn kvíða yfir ástandinu og hefur lítið borðað síðustu daga,“ segir Ásgeir. Hann vonar að lausn finnist sem fyrst, svo þau verði búin að koma sér fyrir áður en þriðja barnið kem ur í heiminn. „Við misstum allt í brun- anum og það tekur tíma að gera allt klárt.“ Sigrún Árnadóttir, framkvæmda- stjóri Félagsbústaða, segir fullan skilning á því að fjölskyldan sé í erf- iðri stöðu eftir eldsvoðann og mildi að ekki fór verr. „Allt kapp er lagt á að lagfæra íbúðina þeirra og koma henni í samt lag,“ segir Sigrún. Það mun skýrast á næstu dögum hvort fjölskyldan flytur aftur þangað, eða í annað húsnæði. Þegar tjón á sér stað í íbúð, sem verður til þess að ekki er unnt að búa þar, höfum við stundum getað útvegað aðra íbúð með skömmum fyrirvara, en það er ekki sjálfgefið.“ Eldsvoðann sé á engan hátt hægt að rekja til ástands fasteignarinnar, eða ábyrgðar húseigandans. „Það er leigusamningur um íbúðina og þau þurfa að borga af henni leiguna á meðan leigusamningurinn er í gildi,“ segir Sigrún. „Þegar eitthvað þessu líkt kemur upp, hvort sem það er í eigin húsnæði eða ekki, þá lendir fólk í millibilsástandi á meðan leitað er að öðrum lausnum.“ Velferðarsvið borgarinnar sér um alla félagslega aðstoð á vegum sveitarfélagsins og úthlutar lausum íbúðum til þeirra sem falla undir reglur um úthlutun félagslegs leigu- húsnæðis. Félagsbústaðir sjá svo um að ganga frá leigusamningum og allt annað sem viðkemur skyldum leigu- sala. arib@frettabladid.is Bíða í óvissu eftir nýju heimili eftir brunann Ásgeir Falk og Sigrún Líndal misstu allt í eldsvoða fyrr í mánuðinum. Nú búa þau á hóteli í Mosfellsbæ með tveimur sonum sínum. Þau vonast til að kom- ast í skjól í nýja íbúð áður en þriðja barnið kemur í heiminn í september. Fjölskyldan heldur í vonina um betri tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Einbeittu þér að rekstrinum á meðan Sintra sér um bókhaldið Persónuleg og aðgengileg þjónusta Sendu okkur fyrirspurn og við munum svara eins fljótt og við getum. sintra@sintra.is , 822-8586, www.sintra.is Sintra sérhæfir sig í persónulegri og aðgengilegri bókhaldsþjón- ustu. Láttu okkur sjá um færslu bókhalds, bankaafstemmingar, gerð sölureikninga, skráningu bankakrafna, innheimtu, upp- gjör virðisaukaskatts, uppgjör aðflutningsgjalda, launavinnslu, staðgreiðsluskil, skil á launatengdum gjöldum, verkbókhald, verkreikninga, birgðabókhald, skráningu á lager, mánaðarlegar rekstrarskýrslur og skil til endurskoðanda í ársbyrjun. FLUG Icelandair er tilbúið að hefja f lug til Norður-Ameríku þegar ferðatakmörkunum þar í landi verður aflétt. Þetta staðfesti Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmda- stjóri sölu- og þjónustusviðs Ice- landair. Fyrr í vikunni var greint frá því að Icelandair stefndi að daglegu f lugi til lykilstaða í Evrópu þegar landið verður opnað á ný. Icelandair hefur í samstarfi við utanríkisráðuneytið flogið nokkur f lug til Boston með bandaríska ríkisborgara og þá sem eru með lögheimili í Bandaríkjunum. Birna segir Icelandair vera í reglulegum samskiptum við f lugvellina og borgirnar vestanhafs. „Við nálgumst alla áfangastaði eins og stökkvum á það ef tæki- færið býðst. Það er auðvitað meiri óvissa í Bandaríkjunum, eins og sakir standa. Hlutirnir eru fljótir að breytast, við erum í startholunum með f lug til bæði Bandaríkjanna og Kanada og bíðum þess að landa- mærin opnist,“ segir Birna. Aðspurð hvort Icelandair sé búið að hanna nýja áætlun fyrir f lug til Norður-Ameríku segir Birna að svipuð stefna verði tekin og í Evr- ópu. „Í grunninn er unnið út frá fyrri áætlun en það er alveg ljóst að það mun taka sinn tíma að komast aftur á sama stað. Í Evrópu erum við að fylgjast með opnunum og gerum áætlanir út frá því hverju sinni, miðað við nýjar reglur. Vonandi getum við gert það sama í Banda- ríkjunum.“ – kpt Bíða heimildar frá N-Ameríku Icelandair bíður færis til Ameríku. COVID -19 Framboð g istir ý ma minnkaði um tæp 45 prósent í apríl á þessu ári, sé miðað við sama mánuð í fyrra, en í liðnum apríl- mánuði voru 75 hótel á Íslandi lokuð í kjölfar kórónaveirufarald- ursins. Nýting á hótelherbergjum var á sama tíma 3,5 prósent og dróst saman um 45,7 prósent frá fyrra ári. Þetta kemur fram á vef Hag- stofunnar. Fjöldi greiddra gistinátta í apríl 2020 dróst saman um 96 prósent, miðað við sama mánuð í fyrra. Í ár voru greiddar gistinætur ferða- manna tæplega 21 þúsund talsins í apríl, miðað við 519 þúsund í fyrra. Sextíu og átta prósent gisti- nátta í apríl á þessu ári voru skráð á Íslendinga, eða 14.200 nætur, og 32 prósent á erlenda gesti, um 6.600. Flestar voru gistinætur á hót- elum, 9.200 talsins og 4.300 gisti- nætur voru á gistiheimilum. – bdj Yfir sjötíu hótel lokuð í apríl 3 0 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.