Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.05.2020, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 30.05.2020, Qupperneq 6
Ef við gætum dreift álaginu þá myndum við finna mikinn ávinning. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins Orkustofnun - Grensásvegi 9 - 108 Reykjavík - Sími 569-6000 - www.os.is Tvö ný útboð verkefna á sviði jarðhita og lítilla vatnsaflsvirkjana á vegum Uppbyggingarsjóðs EES í Póllandi - tækifæri á samstarfi pólskra og íslenskra fyrirtækja Jarðhiti Markmið útboðsins er að fjármagna verkefni á sviði endurnýjanlegrar orku, orkunýtni og orkuöryggis – með aukinni notkun á jarðhita. Framkvæmd verkefnanna munu leiða til minni losunar á CO2 og auka hagkvæmni. Litlar vatnsaflsvirkjanir Markmið útboðsins er að fjármagna verkefni á sviði endurnýjanlegrar orku, orkunýtni og orkuöryggis – með endurnýjun og aukinni hagkvæmni lítilla vatnsaflsvirkjana (allt að 2MW). Verkefninu er einnig ætlað að auka fræðslustarfsemi sem miðar að því að þjálfa fagfólk á sviði vatnsaflsvirkjana. Áður hafa verið auglýst 8 útboð verkefna á sviði loftslags-, umhverfis- og orkumála, sem munu leiða til mun minni losunar á CO2. Heildarumfang allra verkefnanna getur verið allt að 65 milljarðar sem skapa mikil tækifæri á samstarfi pólskra og Íslenskra fyrirtækja. Nánari upplýsingar á vefsíðu Orkustofnunar os.is Vegahandbókin • Sundaborg 7 • Sími 893 1091 • Uppl. um 3.000 staði • Uppl. um 1.000 menn verur og vætti • Vegakort • Þéttbýliskort • Þjóðsögur • Ítarlegur hálendiskafli • 24 síðna kortabók • Vegahandbókar App • Hljóðbók með þjóðsögum • Hljóðbók með þjóðlögum o.fl. o.fl. Hafsjór af fróðleik um perlur Íslands FULLT VERÐ 4.990- 1.000 kr. afsláttur ef þú kemur með gömlu bókina. Bara í bókaverslunum. Stöðug uppfærsla í 47 ár COVID -19 Dönsk stjórnvöld til- kynntu í gær að frá og með 15. júní yrði opnað fyrir ferðir frá Íslandi, Noregi og Þýskalandi. Fara á var- lega í opnun landsins og er ekki búist við að f leiri lönd bætist við fyrr en í haust. Nokkur skilyrði eru þó sett fyrir ferðalögum til Danmerkur. Þannig verður ferðamönnum ekki heimilað að gista í Kaupmannahöfn en þar hafa flest smit komið upp í landinu. Þó verður heimilt að heimsækja höfuðborgina og borða á veitinga- stöðum þar. Ferðamenn þurfa að sýna fram á að hafa bókað gistingu í minnst sex nætur á hótelum, gistiheimilum eða tjaldsvæðum. Dönum er ráðið frá því að ferðast til annarra landa fram til 31. ágúst. Undantekning frá þessu eru ferðir til Íslands, Noregs og Þýskalands. Þeir sem koma þaðan þurfa ekki að fara í sóttkví eins og þeir sem koma frá öðrum löndum. Þá var tilkynnt í gær að opnað yrði á ferðir frá Íslandi til Eistlands næsta mánudag og til Færeyja 15. júní. „Stóra málið er að við höfum verið að halda á lofti hvernig hlut- irnir hafa gengið hér. Við höfum verið að ýta á eftir því að það sé unnið saman, sérstaklega á vegum Norðurlandanna, þegar kemur að opnun landamæra,“ segir Guð- laugur Þór Þórðarson utanríkis- ráðherra. Í gær var einnig tilkynnt að opnað yrði fyrir ferðalög milli Danmerkur og Noregs frá 15. júní. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, sagði í gær að það væri ekki útilokað að opnað yrði á ferðir frá öðrum Norður- löndum á næstunni. „Ég er á þessu stigi vongóður um að það opnist líka á ferðir til Noregs 15. júní miðað við þau samtöl sem ég hef átt við Norðmenn,“ segir Guð- laugur Þór. – sar Íslendingum heimilað að ferðast til Danmerkur frá 15. júní Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn eru ósátt við að ferðamenn fái ekki að gista í borginni þegar landið opnast að nýju í júnímánuði. MYND/GETTY Ég er á þessu stigi vongóður um að það opnist líka á ferðir til Noregs 15. júní. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra REYKJAVÍK „Ég held að við ættum að nota ástandið sem skapaðist í COVID-19 og samkomubanninu til þess að stokka svolítið spilin í sam- félaginu. Horfa á kerfin sem við höfum búið til og reyna að sjá hvort þau séu raunverulega að þjóna okkur,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Umferð í Reykjavík dróst veru- lega saman þegar samkomubann var sett á þann 16. mars, en hefur aukist aftur eftir að breyttar reglur tóku gildi þann 4. maí síðast- liðinn. Umferðin hefur þó ekki náð sömu hæðum og síðustu ár og umferð hjólandi hefur aldrei verið meiri. Þrátt fyrir minni umferð má gera ráð fyrir að meðalborgarbúi muni eyða tugum klukkustunda í umferðartafir á árinu. „Helstu umferðar t af ir nar í borginni eiga sér stað í sirka tvær klukkustundir á dag, eina klukku- stund að morgni og eina síðdegis, þá er allt stíflað. Á öðrum tímum er umferðin tiltölulega greið. Ef að við gætum dreift álaginu þá myndum við finna mikinn ávinning,“ segir Hildur. „Þar getur sveigjanlegur vinnu- tími skipt öllu, það að allir hefji ekki vinnudaginn á sama tíma og ljúki honum á sama tíma, gæti breytt ýmsu. Við sáum það í samkomu- banninu og það er full ástæða til þess að skoða það betur, þetta er valkostur sem kostar okkur ekkert,“ bætir hún við. Þá segir Hildur langtíma sam- gönguáætlanir mikilvægar, en að einnig sé mikilvægt að vera opinn fyrir breytingum þar á. „Þegar svona aðstæður koma upp og sam- félagið tekur svona örum breyt- ingum, þurfum við að vera opin fyrir því að breyta bæði því sem við erum vön og langtímaáætl- unum. Við sjáum það að sveigjan- legur vinnutími skiptir þarna máli og að borgarbúar eru opnir fyrir breytingum, það sjáum við til dæmis á notkun hjólastíganna og rafskútanna,“ segir hún. Frá því að samkomubannið var sett á hefur sala á bæði reiðhjólum og rafskútum aukist, sama má segja um leigu á rafskútum í borginni. Adam Karl Helgason, framkvæmda- stjóri Zolo rafskútuleigunnar, segir áhuga Íslendinga á hjólunum gríð- arlegan. „Við bjuggumst ekki við því í upphafi að Íslendingar myndu leigja hjólin í miklu magni, en raun- in er önnur. Við byrjuðum með 100 hjól en erum nú að bæta enn frekar við okkur. Á þessum örfáu mánuð- um sem við höfum verið starfandi eru notendur okkar orðnir rúmlega 6.000 talsins.“ Eyþór Máni Steinarsson, rekstrar- stjóri Hopp, tekur undir orð Adams og segir mikinn áhuga á hjólunum, „Fólk virðist vera reiðubúnara en áður til að leggja einkabílnum og finna aðrar leiðir til að koma sér á milli staða,“ segir hann. Notendur Hopp eru yfir 30 þús- und talsins og segir Eyþór nokkur hundruð bætast í hópinn á hverjum degi. „Notendur okkar eru virki- lega ánægðir með að hafa f leiri og umhverfisvænni valkosti, saman- lagðar ferðir á hjólunum ná nú tæp- lega sex hringi í kringum heiminn.“ birnadrofn@frettabladid.is Sveigjanleiki minnki líklega umferðartafir Umferð í Reykjavík breyttist mikið í samkomubanninu. Borgarfulltrúi segir líkur á að sveigjanlegur vinnutími geti haft jákvæð áhrif á umferð í borginni, borgarbúar séu opnir fyrir nýjum leiðum í samgöngum, svo sem rafskútum. Umferðin í Reykjavík dróst verulega saman í samkomubanni en hefur nú aukist á nýjan leik. FRÉTTABLAÐI/ERNIR 3 0 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.