Fréttablaðið - 30.05.2020, Side 8

Fréttablaðið - 30.05.2020, Side 8
Þegar rúðurnar brotna er um verulegt fjárhagslegt tjón að ræða. Hafberg Þórisson, framkvæmdastjóri NÝIR TÍMAR Í SAMGÖNGUM Rafhjólatrygging TM er sérsniðin trygging fyrir rafknúin farartæki. Kláraðu málið á tm.is. ÞÚ FÆRÐ RAFHJÓLATRYGGINGU Á TM.IS HUGSUM Í FRAMTÍÐ MOSFELLSBÆR Bæjarráð Mosfells- bæjar hafnaði í vikunni tillögu um að Laufskálar, fasteignafélag Lamb- haga, myndi kaupa landsvæði í eigu Mosfellsbæjar sem notað er til æfinga á golfvelli Bakkakots. Haf berg Þórisson, framkvæmda- stjóri Laufskála og eigandi Lamb- haga, hefur í eitt ár óskað eftir því að sveitarfélagið grípi til aðgerða í von um að vernda nýja gróðrarstöð fyrirtækisins. Haf berg sendi Mosfellsbæ fyrst kvörtun í maí á síðasta ári og ítrek- aði kvörtun sína um mitt sumar. Þar sagðist hann margoft hafa lýst yfir áhyggjum sínum af hættu sem fylgdi golfkúlunum sem kæmu yfir á landareignina sem gróðurhúsið er byggt á. Þá bætti Haf berg við að starfsmenn hefðu unnið við verri golfkúlnahríð en hann hefði búist við, sem fylgdi veruleg slysahætta, enda gróðurhúsið byggt úr gleri. Samkvæmt umsögn Mosfells- bæjar á síðasta ári eru 250 metrar frá æfingasvæðinu að gróðurhúsinu og var framkvæmdastjóra umhverf- issviðs úthlutað því verkefni að leita lausna í samráði við báða aðila. Það var tekið fram að golfvöllurinn hefði þegar verið til staðar þegar gróðurhúsið var reist og hefði því verið hægt að gera viðeigandi varn- arráðstafanir við byggingu hússins. Í byrjun maí var það borið undir Mosfellsbæ að tillögu Golf klúbbs Mosfellsbæjar og framkvæmda- stjóra umhverfissviðs, að Laufskál- ar myndu festa kaup á umræddu æfingasvæði og því yrði fundinn nýr staður fjarri gróðrarstöðinni sem myndi hagnast báðum aðilum, en þeirri tillögu var hafnað. Í sam- tali við Fréttablaðið sagði Haf berg að tillagan hefði komið frá Golf- klúbbi Mosfellsbæjar og fram- kvæmdastjora umhverfissviðs og bætti við að hann vildi bara fá lausn í þessu máli. „Við fórum í stærðar- innar framkvæmdir við að byggja þetta gróðurhús þarna og erum búnir að fá nóg af því að fá golfbolta í glerið hjá okkur. Þegar rúðurnar brotna er um verulegt fjárhagslegt tjón að ræða.“ – kpt Vildu kaupa landsvæði til að verjast hættulegri golfkúlnahríð Markmiðið er að breyta efnahagskerfinu til að takast á við loftslagsbreytingar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI EFNAHAGSMÁL „Mér finnst megin- punkturinn vera sá að nú er tæki- færi til breytinga og við verðum að nýta það. Í rúman áratug hefur fjöldi manns talað fyrir grænum, ný jum samfélagssáttmála, en hann er núna loksins kominn inn í almenna, pólitíska umræðu,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, aðal- hagfræðingur BSRB, um grænu leiðina út úr kreppunni. Efnið var rætt á hádegisfundi ASÍ, BSRB og Vörðu – rannsóknastofn- unar vinnumarkaðarins í gær. Þar hélt breski hagfræðingurinn Ann Pettifor erindi en Sigríður Ingibjörg stýrði fundinum sem fór fram í gegnum fjarfundarbúnaðinn Zoom. Pettifor er einn af upphafshugs- uðum um grænan, nýjan samfélags- sáttmála, sem hún hefur barist fyrir frá árinu 2008. Hugmyndirnar ganga út á breyta hagkerfinu og samfélag- inu, til að geta tekist á við áskorun loftslagsbreytinga. Meðal þeirra sem hafa tekið hugmyndafræðina upp á sína arma er Alexandria Ocasio- Cortez, fulltrúadeildarþingmaður Demókrata í Bandaríkjunum. Pettifor sagði á fundinum í gær að horfa þyrfti á hina stóru heildar- mynd til þess að ná fram nauðsyn- legum kerfisbreytingum, til þess að fjármagna umskiptin frá notkun jarðefnaeldsneytis. Ekki væri hægt að skattleggja fólk til að fjármagna breytingarnar heldur sé atvinnusköpun svarið. Stjórnvöld þurfi að ráðast í miklar fjárfestingar í nýjum orku- og sam- göngukerfum. Sigríður Ingibjörg tekur undir og segir sömu leið eiga við til að takast á við efnahagslegar af leiðingar COVID-19. „Við verðum að fjárfesta okkur út úr kreppunni. Niðurskurðar- stefnan sem rekin hefur verið í Evr- ópu síðasta áratug hefur bara leitt til hallareksturs ríkissjóða. Hið opin- bera þarf að fara í fjárfestingar og fara í samvinnu við einkaaðila sem síðan framkvæma,“ segir Sigríður Ingibjörg. Ha lla Gu nna rdót t ir, f ram- kvæmda stjóri ASÍ, tók einnig þátt í fundinum. Hún segir að viðbrögðin við kórónaveirunni sýni hversu rót- tækra aðgerða sé hægt að grípa til, þegar líf og heilsa mannkyns hangi á spýtunni. „Við þurfum að draga lærdóm af þessu núna þegar við höldum áfram að takast á við loftslagskrís- una. Hugmyndafræðin um grænan, nýjan samfélagssáttmála rammar inn grænu leiðina út úr kreppunni,“ segir Halla. Pettifor sagði einnig í erindi sínu að þjóðir heims þyrftu í meiri mæli að verða sjálfum sér nægar. Kapítalisminn gangi meðal annars út að hvetja til sífellt meiri neyslu, en græni sáttmálinn leggi meiri áherslu á raunverulegar þarf ir fólks. „Það má kannski segja að asinn sem fylgir neyslunni og markaðs- hyggjunni sé ekki endilega val fólks. Ekki það að við viljum hætta allri neyslu, en þarna eru markaðsöf l að stjórna hegðun okkar að miklu leyti,“ segir Sigríður Ingibjörg. sighvatur@frettabladid.is Atvinnusköpun út úr kreppu Græna leiðin út úr kreppunni var til umfjöllunar á hádegisfundi ASÍ, BSRB og Vörðu í gær. Breski hag- fræðingurinn Ann Pettifor segir atvinnusköpun og opinberar fjárfestingar leiðina út úr kreppunni. SAMFÉLAG Bræðurnir Baldur og Snæbjörn Ragnarssynir, stofnuðu fyrir skemmstu nýja hlaðvarpsstöð, Hljóðkirkjuna. Þegar eru komnir fjórir þættir á dagskrána og f leiri gætu bæst við í flóruna. „Þegar ég hef svona mikinn áhuga á einhverju er rökrétt skref fyrir mig að gera það sjálfur,“ segir Baldur sem hefur stýrt þættinum Dómsdegi í tvö ár. Besta platan hóf göngu sína í fyrra við góðan orðstír. Þar skegg- ræða þeir bræður tónlist ásamt doktor Arnari Eggerti Thoroddsen. Tvö ný hlaðvörp hafa bæst við, sagnfræðiþáttur Baldurs og Flosa Þorgeirssonar og viðtalsþátturinn Snæbjörn talar við fólk. Þegar er farið að ræða um fleiri nýja þætti, en ekkert ákveðið á þessari stundu. Bibbi segir tvo aðra þætti komna á teikniborðið. „Við fáum svona 25 hugmyndir á dag. En tíminn er ekki ótakmarkaður og við viljum frekar gera aðeins minna og gera það þá vel,“ segir Bibbi. – khg Stofnuðu nýja hlaðvarpsstöð Bræðurnir húsvísku hafa komið víða við. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Meira á frettabladid.is 3 0 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.