Fréttablaðið - 30.05.2020, Side 18

Fréttablaðið - 30.05.2020, Side 18
3 0 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT siminn.is Sumarið er þitt í góðu sambandi við börnin Sendu barnið út í sumarið með Nokia 3310, frábæran fyrsta síma fyrir krakka. Með völdum farsímaleiðum færðu Krakkakort á 0 kr. með endalausu tali og 1 GB. Símar fyrir börnin og fleiri sumarlegar vörur fást í verslunum Símans og á siminn.is 9.990 kr. Nokia 3310 3G Einfaldur takkasími sem þarf sjaldan að hlaða, þolir hnjask og smellpassar í litla lófa. FÓTBOLTI Í dagatölum landsmanna er 17. júní merktur rauður dagur. Eðlilega, því þá verður enski boltinn flautaður af stað að nýju. BBC segir að stjórnvöld hafi gefið grænt ljós. Opnunarleikirnir verða Manchester City gegn Arsenal og Aston Villa gegn Sheffield United, sem þurfti að færa vegna deildarbikarsins. Alls á eftir að spila 92 leiki og þó stuðningsmönnum verði haldið frá völlunum, mun enski boltinn snúa aftur á BBC. Ríkissjónvarpið hefur ekki sýnt enska boltann síðan enska úrvalsdeildin var sett á lagg- irnar 1992. Fjórir leikir hið minnsta verða í beinni útsendingu þar á bæ. Sky sýnir 64, þar af 25 í opinni dagskrá. BT mun sýna 20 leiki og eftir á að ákveða með fjóra leiki. Hér á fróni eru Símamenn að gera sig klára og fór ritstjórn enska boltans í hádegisverð í gær á Jómfrúnni, þar sem farið var yfir komandi sumar. Eina sem þarf að flauta af eru sumar- frí og önnur ferðaplön, enda verður hvergi slegið af þegar loksins verður blásið í flautuna. Tómas Þór Þórðar- son, ritstjóri enska boltans, segir að það séu frábær tíðindi að enski bolt- inn sé að fara aftur af stað. „Þegar stórleikur City og Arsenal verður flautaður á, verða nákvæmlega 100 dagar síðan enski var f lautaður í stopp fyrir COVID. Þetta hafa verið 100 langir dagar, en nú fær þjóðin 92 leiki á einhverjum sex vikum. Þetta verður bara eins og stórmót, nema í enska boltanum og ekki er það verra,“ segir hann. Tómas segir að stefnan sé að sýna alla leikina beint og landinn hafi verið duglegur að ná sér í ferðalykla til að sjá veisluna sem fram undan er, hvar sem hann verður á landinu. „Við munum sinna þessu eins vel og við höfum verið að gera, á sama tíma og við undirbúum okkur svo fyrir uppfærslu fyrir næsta tímabil. Sem betur fer hefur landinn verið að undirbúa sig með ferðamynd- lyklum og beinum í sumarbústað- ina og fellihýsin, þannig að það eru allir klárir í 92 leiki í enska, sama Hæ, hó, jibbí! Enska úrvalsdeildin heiðrar Íslendinga með því að blása deildina aftur af stað á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Þó það sé reyndar fyrir tilviljun, verða fleiri en Íslendingar í hátíðarskapi þann daginn. Bobby Firmino og félagar hans í Liverpool eiga enska titilinn vísan, takist að fara af stað og klára þá leiki sem eftir eru í enska boltanum. Lögreglan hefur þó áhyggjur af stuðningsmönnum liðanna. MYND/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.