Fréttablaðið - 30.05.2020, Page 19

Fréttablaðið - 30.05.2020, Page 19
Þetta hafa verið 100 langir dagar en nú fær þjóðin 92 leiki á ein- hverjum sex vikum. Þetta verður bara eins og stórmót nema í enska boltanum. Tómas Þór Þórðarson Lið Stig Liverpool 82 81 80 79 78 77 76 75 74 73 72 71 70 69 68 67 66 65 64 63 62 61 60 59 58 Manchester City 57 56 55 54 Leicester City 53 52 51 50 49 Chelsea 48 47 46 Manchester United 45 44 Wolverhampton Wanderers 43 Sheffield United 42 Tottenham Hotspur 41 Arsenal 40 Burnley 39 Crystal Palace 38 Everton 37 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 19L A U G A R D A G U R 3 0 . M A Í 2 0 2 0 siminn.is Sumarið er þitt í góðu sambandi við börnin Sendu barnið út í sumarið með Nokia 3310, frábæran fyrsta síma fyrir krakka. Með völdum farsímaleiðum færðu Krakkakort á 0 kr. með endalausu tali og 1 GB. Símar fyrir börnin og fleiri sumarlegar vörur fást í verslunum Símans og á siminn.is 9.990 kr. Nokia 3310 3G Einfaldur takkasími sem þarf sjaldan að hlaða, þolir hnjask og smellpassar í litla lófa. Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR hvar þeir verða staddir á landinu í sumar,“ segir hann. „Dagurinn 17. júní markar endur- komu enska boltans. Við getum þó ekki staðfest að við byrjum þá, nema öllum öryggiskröfum verði fylgt og græna ljósið kvikni,“ sagði Richard Masters, framkvæmda- stjóri úrvalsdeildarinnar við tíma- ritið FourFourTwo. „Því miður munu leikirnir fara fram án áhorf- enda en við höfum, að okkar mati, fundið góða lausn svo allir geti séð leiki með sínu liði,“ bætti hann við. Samkvæmt breskum fjölmiðlum hefur verið rætt um nýja leiktíma. Mánudags- og föstudagsleikirnir munu þá byrja klukkan 20, þriðju- dags- og miðvikudagsleikirnir klukkan 18 og 20, en á laugardögum verður spilað klukkan 12.30, 15, 17.30 og 20. Sunnudagsleikir byrja klukkan 12 og svo verður haldið áfram kl 14, 16.30 og síðasti leikur- inn fer fram klukkan 19. Sjónvarpsstöðvarnar hafa rætt sín á milli, samkvæmt enskum fjöl- miðlum, um að koma myndavél inn í búningsklefann, fá viðtöl við þjálf- ara í hálfleik, setja söngva og annað yfir, svo það sé stemning heima í stofu og ýmislegt fleira. Oliver Dowden, menningar- mála- og íþróttamálaráðherra Breta, fagnaði á Twitter að fótboltinn væri að byrja aftur og vonaðist eftir að f lestir leikir yrðu sýndir í opinni dagskrá. Hann bætti við að vinna stæði enn yfir við að fá græna ljósið frá ríkisstjórninni til að hefja leik. Manchester City Liverpool Manchester City Newcastle Manchester United Sheffield United Newcastle Liverpool Everton Liverpool ✿ Leikir sem lögreglan vill á hlutlausa velli ✿ Stigamunur í enska Liverpool þarf aðeins sex stig til að verða Englandsmeistari í fyrsta sinn í 30 ár. Lögreglan í Liverpool hefur áhyggjur af að ef liðið tryggir sér titilinn á Anfield verði mann- fögnuðurinn gríðarlegur og enginn muni hlýða Víði eða tveggja metra reglunni. Vefmiðillinn Goal.com greindi frá því að lögreglan á Bret- landseyjum hefði beðið um að leikir Liverpool gegn Manchester City, Newcastle og Everton, verði spilaðir á hlutlausum velli. Aðrir leikir sem er til skoðunar að spila á hlutlausum velli, eru Manchester City gegn Newcastle og Manchester United gegn Sheffield United. Í yfirlýsingu sem Mark Roberts, lögreglustjóri, sendi frá sér, sagði hann að vinna væri í gangi með deildinni og jákvæð teikn væru á lofti um að deildin færi af stað á þjóðhátíðardaginn. Það þurfi þó að tryggja heilsu almennings. Roberts þessi er ígildi Víðis hér á landi þegar kemur að fótbolta. „Enska deildin hefur verið skilningsrík þegar kemur að sveigjanleika við að breyta leik- stöðum þar sem það hefur átt við. Áætlanir munu sífellt vera til endur- skoðunar til að tryggja heilsu aðdá- enda, því við viljum ekki að þeir komi og safnist saman fyrir utan leikvanga.“ Samkvæmt nokkrum fjölmiðlum hefur verið nefnt að hafa Wembley sem hlutlausa völlinn, því þar sé gæsla auðveld. benediktboas@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.