Fréttablaðið - 30.05.2020, Side 24

Fréttablaðið - 30.05.2020, Side 24
Valgerður skynjaði undirtón gegn þeirri starfsemi sem hún og hennar fólk byggði upp. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Nú er rétti tíminn til að njóta Íslands og alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Hvort sem þú vilt vera sóló, í hópi eða í rómans geturðu fundið þína flugleið til Egilsstaða þar sem Vök Baths, Icelandair hótel Hérað og fleiri eðalviðkomustaðir taka þér og þínum fagnandi. Flug og bíll eða flug og gisting eru á sérkjörum í allt sumar þannig að núna er rétti tíminn til að kynnast Egilsstöðum upp á nýtt. + Bókaðu á airicelandconnect.is + Heiður Vigfúsdóttir Vök Baths, við Egilsstaði Flug og gisting frá í eina nótt á mann 29.900 kr. Flug og bíll frá í einn sólarhring á mann 28.900 kr. + Egilsstaðir hluti af heilbrigðisþjónustunni. Góð þverfagleg samvinna og samtal milli kerfa er nauðsynlegt til að sinna fólki með fíknsjúkdóm sem best á öllum stigum í okkar velferðar- kerfi; heilsugæslu, sjúkrahúsum, félagsþjónustu, sérfræðistofum, og svo framvegis. Þessa samvinnu vil ég sjá dafna enn frekar.“ Uppsagnirnar átylla Um 70–80 prósent af starfsemi SÁÁ eru fjármögnuð með samningum við ríkið en samtökin standa straum af afganginum. Vegna COVID-19 var fyrirséð að 120 milljóna tekjufall yrði á sjálfsaflafé samtakanna, sem þýðir samdráttur á starfseminni og að hægt verði að taka við 15 prósent færri einstaklingum það sem eftir lifir árs en í vanalegu árferði. „Það er afleitt að þurfa að draga úr þjónustu, en nauðsynlegt þar sem samtökin þurftu að draga úr með- gjöf með sjúkrarekstrinum úr 250 milljónum í 125 milljónir króna árið 2020 vegna COVID-19 áhrifanna,“ segir Valgerður og heldur áfram: „Best færi á því að yfirvöld greiddu að fullu fyrir þá heilbrigðisþjónustu sem SÁÁ veitir, svo hún sé ekki háð sjálfsaflafé og aflögufé félagasam- takanna. Brýn þörf fyrir þjónustu hefur leitt til þess að SÁÁ hefur bætt á sig verkefnum í gegnum árin sem ríkið greiðir ekki fyrir.“ Í mars síðastliðnum ákvað fram- kvæmdastjórn félagasamtakanna SÁÁ að segja upp nærri öllum sál- fræðingum spítalans og elstu starfs- mönnum. Í kjölfarið sagði Valgerður upp og einnig þrír úr framkvæmda- stjórninni. Tæpum mánuði síðar dró hún uppsögnina til baka og skömmu síðar voru uppsagnir starfsfólksins dregnar til baka. Mikið var fjallað um ágreininginn milli stjórnarinnar og meðferðar- sviðsins í fjölmiðlum. Hjá SÁÁ starfa um 100 manns úr ýmsum heilbrigðisstéttum og á skrifstofu. Valgerður segir þetta mjög góðan og samrýndan hóp fagfólks sem unnið hafi saman að því að þróa meðferðarúrræðin hjá spítalanum, eftirmeðferðarstöð og göngudeildum. Mun minni starfs- mannavelta sé nú en áður og þörf sé á að bæta við fagstéttum, svo sem félagsráðgjöfum, og efla samráð og samskipti við aðrar stofnanir. „Þarna var tekin ákvörðun án samráðs við mig um uppsagnir fólks á meðferðarsviði án þess að athuga hvaða áhrif það hefði á starfsemina. Og það var hrapallega röng ákvörð- 3 0 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.