Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.05.2020, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 30.05.2020, Qupperneq 64
GAMLAR KENNINGAR UM KALORÍUR INN OG KALORÍUR ÚT ERU AÐ- EINS AÐ FÆRAST AFTAR, UMRÆÐAN HEFUR VERIÐ UM GÓÐAR KALORÍUR OG SLÆMAR. Mjólkurvörur, glúten, egg, ger og litarefni eru algengir óþolsvakar. Ein algengasta dánarorsök á Vesturlöndum eru hjarta- og æðasjúkdómar og vitum við mjög mikið um það hvernig þeir þróast og hvaða áhættuþættir liggja til grundvallar. Greining og meðferð hefur stórbatnað á síðustu áratugum og sýna gögn að okkur hefur orðið talsvert ágengt í nálgun á þennan sjúkdóm hérlendis en betur má ef duga skal. Í stuttu máli eru hjarta- og æða- sjúkdómar þrengingar og f læði- röskun í slagæðakerfi líkama okkar, þannig kemst ekki nægjanlegt magn blóðs, súrefnis og næringar- efna á sinn stað. Kerfið er byggt upp með þeim hætti að það er tengt við hjartað sem sér um að halda þrýst- ingi og tryggja eðlilega starfsemi í hinum ýmsu líkamspörtum. Þessir sjúkdómar þróast á mörg- um árum og áratugum og er summa áhættuþáttanna það sem gildir í því, auk erfðaþátta hvers og eins. Ef þú átt nákominn ættingja sem hefur fengið hjartaáfall, heilaáfall eða glímt við slíka sjúkdóma, þá ertu líklegri til að þróa með þér hjarta- og æðasjúkdóm en aðrir. Lúmskir áhættuþættir Reykingar eru auðvitað sá áhættu- þáttur sem hefur verið hvað mest áberandi í þróun hjarta- og æða- sjúkdóma. Í dag er vitað að það er engum hollt og ættu allir að hætta, eða fá náungann sem þeir þekkja og reykir til að hætta þeim óþverra. Aðrir áhættuþættir eru hár blóð- þrýstingur og er nauðsynlegt að mæla hann reglulega þar sem fólk getur gengið um með háan blóð- þrýsting árum saman án þess að vera meðvitað um það. Háar blóðfitur og mismunandi samsetning þeirra er einnig skil- greindur áhættuþáttur og er eina leiðin til að átta sig á því að fá blóð- rannsókn. Of hátt kólesteról er talið ýta undir kölkun æða og skapa þrengingar. Aldurinn er mikilvægur þar sem þessir sjúkdómar taka tíma í þróun og því má segja að eftir því sem hann færist yfir aukist líkur á að vandi skapist í æðakerfinu. Ofþyngd og offita auk hreyfingar- leysis auka áhættu verulega og er þar frekar f lókið samspil efna- skipta og bólguþátta á ferðinni, ef viðkomandi þjáist af sykursýki þá aukast líkurnar. Kæfisvefn hefur verið nefndur til sögunnar og svo má ekki gleyma mataræðinu sem hefur vissulega mikla þýðingu. Nauðsynlegt er að reyna eftir fremsta megni að draga úr fjölda áhættuþátta, hreyfa sig reglulega, borða holla og fjölbreytta fæðu, draga úr streitu og álagi og einnig tækla áhættuþættina sérstaklega með því að halda þeim í skefjum eða losa sig alfarið við þá, líkt og til dæmis reykingar. Aldrinum fáum við ekki breytt en markmiðið er að vera hraust á efri árum og helst laus við hjarta- og æðasjúkdóma.Mikilvægt er að draga úr helstu áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Það er varla ofsögum sagt að undanfarin ár hefur verið mikil umræða um tengsl mataræðis við þróun sjúkdóma, bólgu-þætti í líkamanum og áhrif á heilsu. Í dag er mun meiri þekking en áður á samspili þess- ara þátta þó enn sé býsna mörgum spurningum ósvarað og við eigum enn langt í land með að finna hina einu réttu lausn. Með aukinni þekk- ingu og þeirri vitneskju að ekki eru allar manneskjur eins, er ljóst að einstaklingsbundin nálgun varð- andi mataræði einstaklinga verður framtíðin. Hver kannast ekki við að þessi eða hinn kúrinn eigi að leysa allan vanda, oftast er verið að horfa til þess að grennast og styrkjast svo samhliða æfingum. Mikil áhersla er á útlit í kynningarefni og oftar en ekki er verið að tengja það við hamingju og líðan einstaklinga sem vissulega skiptir verulegu máli. Svarið við nær öllum þessum kúrum er að enginn þeirra virkar fyrir alla, það að halda því fram að ein nálgun geti leyst fjölþættan vanda er auðvitað fáránleg, en að sama skapi heillandi og góð sölu- vara. Nægir að nefna nöfn á kúrum eins og Skinny Bitch, Fat Smash, French Women don´t get fat diet, Ten years thinner og svo auðvitað Picture Perfect Diet þar sem nafnið segir allt sem segja þarf. Örvandi og ávanabindandi efni Í gegnum tíðina hafa komið fram ýmis ráð fyrir þá sem glíma við of þyngd og/eða efnaskiptavanda samhliða. Í auglýsingum fyrri tíma var verið að selja fólki að hlusta á ákveðna hljómplötu sem gæti grennt viðkomandi, notkun ýmiss konar örvandi efna hefur verið áberandi og ýmis ávanabindandi efni verið notuð þar. Koffín og nik- ótín hefur verið áberandi auk svo- kallaðra brennsluefna. Amfetamín var á sínum tíma notað í slíkum til- gangi og var meira að segja skrifað út sem hressingarlyf, en í dag er afleiðan fyrst og fremst notuð við ofvirkniröskunum og athyglis- bresti. Aukaverkanir þeirra lyfja eru vel þekktar, svo sem lystarleysi og meltingartruflanir sem hafa eðli- lega áhrif á heildarmagn inntöku orkuefna. Sprengjusvæði Gamlar kenningar um kaloríur inn og kaloríur út eru aðeins að færast aftar, umræðan hefur verið um góðar kaloríur og slæmar. Þar erum við í raun komin á sprengjusvæði þar sem mikið er rifist um einmitt uppistöðu orkuefna, sem eru pró- tein, fita og kolvetni, og þá í hvaða magni skuli innbyrða þau. Margir verða mjög uppteknir af þeirri iðju og vigta ofan í sig sem getur vissu- lega skilað árangri til skemmri tíma, en hver nennir að standa í því ævi- langt? Það skapast samt mikil með- vitund þegar einstaklingar fara að huga að mataræði sínu og breyta vana sínum til betri vegar, sem er líklega einn meginkosturinn og afleiðingin af því að hugsa um mat- aræði sitt. Það má því segja að nálgun á mataræði með áherslu á orðið ÆÐI er býsna algeng, við höfum á undan- förnum árum horft á lágkolvetna- fæðu eða ketó mataræði ryðja sér til rúms. Steinaldarfæði hefur einnig verið vinsælt sem og grænmetisfæði og vegan nálgun. Svo eru aðrar nálg- anir sem eru að hluta íhaldssamari líkt og Miðjarðarhafsmataræði sem byggja að mestu á fjölbreyttri fæðu, kjöti, fiski, grænmeti, ávöxt- um, hnetum, ólífuolíu og fersk- leika. Heilmikið er til af vísindum varðandi mataræði, kosti þess og galla. Niðurstaða samanburðar- rannsókna er nokkuð einróma, að enginn kúr hafi algera yfirburði yfir aðra og að það þurfi að horfa til ein- staklinganna sjálfra með ráðgjöf. Fjölbreytt, ferskt og litaglatt hráefni í hæfilegum skammtastærðum með áherslu á að elda sjálfur og vita hvað hefur verið sett í matinn og gefa sér tíma til að borða í samneyti við aðra er líklega einfalt og gott ráð sem hentar öllum. Ekki láta glepjast af sölumennsku. MatarÆÐI Við þurfum að nærast og helst sem best og réttast, en það getur vafist ansi mikið fyrir okkur, bæði fagfólki og leikmönnum. Fjölbreytt, ferskt og litaglatt hráefni í hæfilegum skammtastærðum með áherslu á að elda sjálfur er einfalt og gott ráð sem hentar öllum. MYND/GETTY Það eru ansi margir sem glíma við einhvers konar meltingar-truf lanir og óþægindi sem geta verið af ýmsum toga og tengj- ast fæðuinntöku. Eitt af því sem þarf að huga að er fæðuóþol og ofnæmi sem getur verið flókið að greina. Áætlað er að algengi fæðuóþols á heimsvísu geti verið allt að 20 prósent. Einkenni frá meltingarvegi eins og uppþemba eða niðurgangur, kviðverkir, höfuð- verkur, ógleði, þreyta, slappleiki og útbrot eru meðal þess sem við sjáum, og stundum einkenni önd- unarfæra og slímhúðar. Algengasta óþol er við mjólkur- vörum, glúteni, koffíni, eggjum, geri, litarefnum og mörgu öðru. Yfirleitt þarf að halda matardag- bók og fara útilokunarleið að hluta þegar unnið er með slík mál. Þá eru gerð próf og mælingar sem einnig geta greint vandann, sérstaklega ef um ofnæmi er að ræða eða greina þarf þarna á milli. Munurinn þarf ekki að vera ýkja mikill varðandi einkenni, en orsökin er mjög ólík og við ofnæmi snýst þetta um ræsingu ónæmiskerfisins og getur meðferð verið bæði að forðast ofnæmisvald- inn en einnig með lyfjum sem hafa takmarkað gildi í óþoli. Fæðuóþol eða ofnæmi Teitur Guðmundsson læknir Hjarta- og æðasjúkdómar Eðlileg beinþéttni T-gildi > -1,0 Beingisnun T-gildi -1,0 til -2,5 Beinþynning T-gildi < -2,5 Beinþéttni 3 0 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.