Fréttablaðið - 30.05.2020, Síða 66
Dóra Júlía Agnarsdótt-ir, betur þekkt sem DJ Dóra Júlía hefur getið sér gott orð sem einn vinsælasti plötusnúður lands-
ins. Hún hefur haft í nógu að snú-
ast síðastliðin þrjú ár en lifibrauð
hennar er að koma fram og spila.
Líf plötusnúðsins tók því miklum
breytingum þegar samkomu bann
var sett á í mars.
„Þetta eru búnir að vera skrítnir
tímar. Ég fór frá því að vera upp-
bókuð í mars við að gigga á hverjum
degi, yfir í að hafa allan tímann
í heiminum. En stundum gerast
hlutir sem eru miklu stærri en við
sjálf.“
Dóra hafði tekið sér frí í apríl
enda stefndi hún á jógakennaranám
á Balí í lok mars.
„Ég hélt lengi í vonina um að ég
myndi fara út en það kom fljótt í ljós
að ég kæmist ekki. Ég hlakkaði mjög
til að fara og gera þetta fyrir sjálfa
mig. Ég hef stundað jóga í rúm tíu
ár og hefur lengi langað til að læra
til jógakennara. Ég þurfti líka bara
á hvíldinni að halda.“
Dóra var auk þess bókuð út sum-
arið og átti að spila í Króatíu og á
Grikklandi í útskriftarferð.
Hún segir að þrátt fyrir að öll plön
hafi fokið út um gluggann þá sé hún
afar þakklát fyrir að búa á Íslandi á
tímum sem þessum.
„Ég er ótrúlega þakklát fyrir að
búa á Íslandi og það er búið að vera
magnað að fylgjast með hvernig
við höfum tæklað þennan faraldur
í sameiningu. Í fyrstu var ég hálf
eirðarlaus en svo bara vandist þetta
og veruleikinn varð annar.“
Náði að núllstilla sig
Ég er með útvarpsþátt á K100
einu sinni í viku sem ég tók upp
hér heima og svo skrifaði ég tvo
jákvæða pistla á dag sem fengu
nafnið Ljósi punkturinn. Það var
gott haldreipi í gegnum þennan
tíma. Ég fór út að hlaupa, hugleiddi,
drakk te og skrifaði jákvæðar fréttir
á daginn.“
Dóra segir þennan tíma hafa
verið sér mikilvægur. Hún eigi það
til að keyra sig út en náði að núll-
stilla sig.
„Það er átakanlegt að horfa upp á
það sem er að gerast í heiminum en
á sama tíma er mikilvægt að passa
upp á andlega heilsu. Mér þykir
vænt um að hafa fengið tíma fyrir
mig til að fara aðeins inn á við. Ég
var búin að vera smá kvíðin í vetur
og þurfti að hlaða batteríin. Ég
áttaði mig á því að það þarf ekki
alltaf að enda daginn gjörsam-
lega útkeyrður.“ Hún er spennt
fyrir komandi tímum og segir það
ánægjulegt að sjá samfélagið fara í
gang aftur.
„Núna er allt að vakna til lífsins
og það er mjög táknrænt að laufin
eru að verða græn, daginn er að
lengja, við heyrum fuglana syngja á
morgnana. Ég er mikið betur í stakk
búin að fara af stað í keyrsluna núna
en ég var fyrir nokkrum mánuðum.“
Kemur fílefld til baka
Dóra spilaði sitt fyrsta gigg í tæpa
tvo mánuði síðastliðna helgi í sól-
skinsveðri á veitingastaðnum Sjá-
landi í Garðabæ.
„Ég viðurkenni alveg að settið var
farið að safna smá ryki þarna um
tíma á meðan ég var að skrifa fréttir
og drekka te. En það er gott að finna
að ég hef engu gleymt og ég kem fíl-
efld til baka,“ segir hún og brosir.
Hún segir að frægðin hafi vanist
f ljótt en hún gleymi því oft sjálf að
fólk viti hver hún er.
„Því meira sem maður er í sviðs-
ljósinu, því fleiri taka eftir manni og
þetta er eitt af því sem maður þarf
að sætta sig við. Hver og einn fær að
túlka mig eins og hann vill, ég reyni
alltaf að vera einlæg en að sjálfsögðu
er ekki hægt að þóknast öllum.“
Henni þykir gaman að geta vakið
athygli og verið einhvers konar
kraftur fyrir aðrar stelpur og konur.
„Það er algjörlega ómetanlegt og
vonandi hef ég uppbyggileg áhrif
einhvers staðar. Ég er ótrúlega ein-
læg og opin bók, það er bara partur
af því hver ég er. Það sést alltaf á mér
hvernig mér líður og ég forðast felu-
leiki.“
Dóra Júlía er vinsæl á Instagram
en hún er með rúmlega 10.600 fylgj-
endur.
„Instagramið mitt er mjög óút-
pælt og óritskoðað. Það hefur verið
eins frá því ég stofnaði það árið 2012
og ég gleymi oft hversu margir eru
að fylgjast með. Ég set allt þarna
inn sem ég geri dagsdaglega og
mér finnst gaman að deila því með
fólki. Ég spái ekkert í það í hvaða
röð myndirnar mínar birtast og
kann ekki á nein forrit til að breyta
myndum, ég skelli kannski í smá
filter eða skerpi aðeins á mynd-
unum í appinu sjálfu. Ég er allavega
alls ekki jafn „pro“ og margir áhrifa-
valdar,“ segir Dóra og hlær.
Leikstýrum ekki ástinni
Dóra Júlía fór til spákonu í Los
Angeles fyrir nokkrum árum sem
sagði að hún yrði einhleyp þangað
til hún yrði 32 ára. Örlögin hafa því
eitthvað ruglast því fjórum árum
fyrr fann Dóra ástina á ný rétt áður
en samkomubannið skall á og er í
sambandi með stelpu.
„Ég hef mikið verið spurð út í
sambandið okkar en í stað þess að
tjá mig um það held ég að það sjáist
bara á mér hvað mér líður vel. Ég
hef ekki verið svona hamingjusöm
lengi.“
Dóra var í langtímasambandi
en því lauk fyrir rúmlega tveimur
árum.
„Ástin er eitt af því sem við getum
lítið leikstýrt. Ástarsorg er erfið, ég
var í löngu sambandi sem ég lærði
mikið af, þroskaðist með því og
þykir óendanlega vænt um það.“
Hún segir að það hafi verið þrosk-
andi að vera ein um tíma.
„Ég er glöð að ég fékk tíma með
sjálfri mér, það sýndi mér hversu
sterk ég er og ég sé hlutina í öðru
ljósi. Ég var aldrei að leita mér að
maka. Ástin er eitthvað sem gerist
af sjálfu sér og það er ekki hægt að
stjórna henni.“
Takmarkar ástina ekki við kyn
„Ég hef aldrei gefið út að ég sé gagn-
kynhneigð eða „bi“ enda þarf ekki
að skilgreina allt, tilfinningar eru
bara tilfinningar. Þó svo að ég hafi
aldrei átt kærustu áður þá lokaði ég
aldrei á möguleikann. Ég var bara
með opið hjarta og það lenti hjá
henni.“
Dóra segir erfitt að sjá fyrir sér
hvar hún væri ef hún væri ekki
plötusnúður.
„Þetta gerðist allt svo hratt en
núna er þetta bara minn raunveru-
leiki. Það er mjög fyndið að hugsa
til baka, ef fyrrverandi kærastinn
minn hefði ekki beðið um að ég
fengi að spila eitt gigg á Airwaves
2016 þá væri ég kannski ekki hér í
dag. Annars er ég ekki mikið fyrir
að hugsa hvað ef, hlutirnir gerast ef
þeim er ætlað að gerast og núna er ég
spennt að sjá hvað ég og framtíðin
gerum saman.“
Einlæg og sem opin bók
Plötusnúðurinn Dóra Júlía hlóð batteríin í samkomubanninu og segist vera klár í að takast á við verkefnin sem
bíði hennar. Hún hefur vanist frægðinni og segir að ástin sé einn af þeim hlutum sem við stjórnum ekki sjálf.
Dóra Júlía nýtti tímann og fór inn á við. Hún segir mikilvægt að hlúa að andlegri heilsu og er þakklát fyrir að búa á Íslandi á tímum sem þessum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
ÉG HEF ALDREI GEFIÐ ÚT
AÐ ÉG SÉ GAGNKYNHEIGÐ
EÐA „BI“ ENDA ÞARF EKKI
AÐ SKILGREINA ALLT,
TILFINNINGAR ERU BARA
TILFINNINGAR.
Urður
Örlygsdóttir
urdur@frettabladid.is
3 0 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð