Fréttablaðið - 30.05.2020, Síða 76

Fréttablaðið - 30.05.2020, Síða 76
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is EF LESANDA VERÐUR UM OG Ó EFTIR SÖGU SEM ER SNEMMA Í BÓKINNI ÞÁ ER FÍNT AÐ LEGGJA BÓKINA TIL HLIÐAR Í SMÁSTUND ÞVÍ NÆSTA SAGA MUN VERÐA VERRI. ÞAÐ AÐ VERA SVONA MIKIÐ INNI GERÐI AÐ VERKUM AÐ ÉG AFTENGDIST LÍKAMANUM VEGNA ÞESS AÐ ÉG ÞURFTI EKKI AÐ FARA NEITT. Helga Páley á sýningu sinni í Gallery Port. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Helga Páley Friðþjófsdóttir sýnir akrýl- og olíuverk á sýningunni Búkar í Gallery Port, Laugavegi. Helga Páley útskrif- aðist úr Listaháskólanum árið 2011 og lærði síðan hreyfimyndahönnun í Stokkhólmi. „Þessi sýning spratt upp úr því að síðastliðinn vetur fór ég í mátunar- klefa í Smáralind en fötin sem ég mátaði pössuðu ekki á mig. Pirring- urinn, sem ég fann fyrir þarna í mát- unarklefanum, leystist úr læðingi og ég fór að gera klippimyndir sem ég vann síðan áfram í þessi málverk. Sýningin heitir Búkar, en það orð er ekki eins alvöruþrungið og orðið líkamar. Það er viss fyndni undir- liggjandi þegar við segjum „búkar“.“ Helga Páley segir verkin vera tvenns konar. „Annars vegar eru búkar og hins vegar snið sem eru hrein abstrakt-form. Þar leitast ég við að sýna sniðin sem við þurfum að passa í, þessar stöðluðu stærðir sem eru búnar til fyrir manninn.“ Mörg verkanna urðu til í kóvid- faraldrinum. „Ég var send í sóttkví í tvær vikur og vann þá mörg verk- anna. Það að vera svona mikið inni gerði að verkum að ég aftengdist líkamanum vegna þess að ég þurfti ekki að fara neitt. Það voru mikil viðbrigði að fara aftur út eftir að hafa verið svo lengi heima í mínu eigin rými. Nú þurfti ég aftur að koma búknum í staðlaðar stærðir um leið og ég fór út í mannlífið. Þessar miklu andstæður urðu mjög skarpar í huga mínum eftir sóttkví,“ segir Helga Páley. Sýningin í Gallery Porti stendur til 4. júní. – kb Pirringur í mátunarklefa Ævar Þór segist hafa verið myrkfælinn sem krakki og stalst í efni sem var ekki ætlað börnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hr yllilega stuttar hrollvekjur er ný bók eftir Ævar Þór Benediktsson. Þar er að finna tuttugu hrollvekjandi smá- sögur sem er skipt í f lokka eftir því hversu mikill hryllingurinn er: vont – verra – verst. „Bókin er fyrir börn og unglinga sem hafa áhuga á hrollvekjum. Ég vil alls ekki ákveða markhópinn fyrirfram því krakkar eru svo missólgnir í hrollvekjandi sögur. Áhugi á hrollvekjum er mun meira persónubundinn en aldurstengur,“ segir Ævar Þór sem var mjög myrk- fælinn þegar hann var ungur. „Þá var ég að stelast til að lesa bækur eins og þessa og horfa á myndir og þætti sem ég átti alls ekki að horfa á og auðvitað varð það kveikjan að mörgum andvökunóttum. Sér- staklega þegar þulan á RÚV byrjaði að segja að X-Files-þættirnir væru byggðir á sönnum atburðum. Það gerði vont verra,“ segir Ævar og hlær. Skrímsli og vampírur Þetta er ekki fyrsta bókin eftir Ævar sem leggur áherslu á hroll- vekjandi sögur (Þín eigin hrollvekja kom út fyrir nokkrum árum), þó að þessi bók gefi vel í þegar kemur að hryllingnum. Ævar segist þó ætíð hafa laumað nokkuð hrollvekjandi tóni inn í allar bækur sínar, enda eru uppáhaldsbækurnar hans þegar hann var yngri af þeim meiði. Sögurnar í nýju bókinni eru ýmiss konar, sumar fjalla um skrímsli, vampírur og uppvakninga en aðrar um hversdagslegri hluti, eins og það að geta ekki hætt að naga á sér neglurnar eða þegar maður þarf að fara til tannlæknis. Stysta sagan í bókinni, Strákur- inn, er örstutt og snjöll, einungis tvær setningar: „Það dó einu sinni lítill strákur í rúminu mínu. Ég veit það vegna þess að hann sagði mér það.“ Um söguna segir Ævar Þór: „Þessi saga var miklu lengri, með mikilli baksögu og útskýringum. Unn- ustan mín, Védís Kjartansdóttir, las söguna yfir og benti mér full hreinskilni á það að eitthvað væri ekki að virka. Ég renndi aftur yfir textann, komst að því að hún hafði hárrétt fyrir sér og henti öllum textanum nema fyrstu tveimur setningunum. Sagan er mun betri fyrir vikið.“ Aðdáandi Stephens King Ekki er hægt að tala um hryllings- sögur án þess að minnast á kon- ung hryllingsins Stephen King, sem Ævar Þór nefnir í eftirmála bókarinnar. „Þegar ég var fjórtán ára f lutti frændi minn til útlanda og bað mig um að passa kiljusafnið sitt. Hann sagðist vita að ég myndi fara vel með það. Þar var stór hluti af bókum Kings. Á þessum tíma var ég búinn að lesa allar þær bækur hans sem voru til á íslensku og mér til mikillar gleði sá ég að þarna voru bækur sem var ekki búið að þýða, eins og t.d. Salem‘s Lot, It og Pet Sematary. Ég nánast kenndi sjálfum mér ensku með því að stauta mig hægt og rólega og svo smám saman æ hraðar í gegnum þessar bækur. Ég lærði líka svolítið að skrifa hrylling með því að lesa King og það eru örugglega frasar þarna inn á milli í nýju bókinni sem eru beint frá honum.“ Ævar Þór fékk rúmlega fimm- tíu börn í Fossvogsskóla til að lesa sögurnar yfir og gefa þeim ein- kunnir eftir því hversu hryllilegar þær væru. „Svo raðaði ég sögunum í bókina eftir því. Ef lesanda verður um og ó eftir sögu sem er snemma í bókinni, þá er fínt að leggja bókina til hliðar í smástund því næsta saga mun verða verri.“ Spurður hvort margar sögur í bókinni endi illa segir Ævar Þór: „Margar hverjar, en ekki allar. Og oftar en ekki er það sögupersón- unum sjálfum að kenna hvernig fer. Maður uppsker eins og maður sáir.“ Vont verður enn verra Ævar Þór Benediktsson sendir frá sér hrollvekjandi smásögur fyrir börn og unglinga. Börn lásu sögurnar yfir og gáfu einkunnir. Tryggvi Ólafsson málari hefði orðið áttræður þann 1. júní næstkomandi og af því tilefni verður opnuð ný sýning í Mynd- listarsafni Tryggva Ólafssonar í Neskaupstað. Sýningin hefur hlotið heitið Úrval. Tryggvi var einn af brautryðj- endum popplistar á Íslandi og stíll hans var auðþekkjanlegur. Hann hélt sína fyrstu málverkasýningu í Menntaskólanum í Reykjavík árið 1960, eða ári áður en hann hélt til náms í Listaakademíunni í Kaupmannahöfn. Tryggvi var félagi í SÚM-hópnum og sýndi með honum á árunum 1969–1977 og eins tók hann þátt í sýningum hópsins Den nordiske í Danmörku, Svíþjóð og á Íslandi á árunum 1970–1980. Tryggvi skreytti byggingar bæði í Danmörku og á Íslandi. Þá mynd- skreytti Tryggvi fjölda bóka sem gefnar voru út í Danmörku og á Íslandi. Tryggvi tók þátt í sýningum í öllum höfuðborgum Norðurlanda og einnig í Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi, Englandi, Bandaríkj- unum og Kína. Einnig sýndi hann list sína margoft á Íslandi og á árinu 2000 var haldin stór yfirlitssýning á verkum hans í Gerðarsafni í Kópa- vogi. Verk eftir Tryggva er að finna á sautján listasöfnum á Norður- löndunum utan Íslands og auk þess víða um heim. Á seinni árum hafa verið haldnar sýningar á verkum hans í París, Gallerí Fold í Reykja- vík, á Ísafirði og tvær stórar yfir- litssýningar, sú fyrri á Akureyri og sú síðari á Norðurbryggju í Kaup- mannahöfn. Síðasttöldu sýning- arnar voru haldnar í samvinnu við Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar í Neskaupstað. Tryggvi hlaut ýmsar viðurkenn- ingar fyrir list sína og vorið 2017 var hann sæmdur riddarakrossi af Dannebrog og 17. júní sama ár var honum veitt íslenska fálkaorðan. Sýning á verkum Tryggva Ólafssonar Tryggvi var afar ástsæll listamaður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 3 0 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R40 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.