Fréttablaðið - 30.05.2020, Page 77

Fréttablaðið - 30.05.2020, Page 77
VIRÐING • V IRKNI • VELFERÐ Barnavernd Reykjavíkur óskar eftir samstarfi við fjölskyldur í Reykjavík sem geta tekið að sér að veita börnum heimili í neyðartilvikum til allt að þriggja mánaða skv. 84. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Umsóknarfrestur er til og með 14. júní n.k. Frekari upplýsingar veitir Katrín Helga Hallgrímsdóttir skrifstofustjóri í tölvupósti eða í síma 411 9200. Umsóknum skal skilað til: Katrin.Helga.Hallgrimsdottir@reykjavik.is eða á skrifstofu Barnaverndar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík Velferðarsvið / Barnavernd Fjölskyldur í Reykjavík Áður en gerður er samningur við vistunaraðila þarf að afla úttektar eldvarnaeftirlits, heilbrigðisvottorða vistunaraðila og upplýsinga úr sakaskrá allra heimilismanna sem eru eldri en 15 ára. Gert er ráð fyrir að a.m.k. einn fjölskyldumeðlimur sinni eingöngu þessu starfi, þegar börn eru á heimil- inu. Starfið er unnið í nánu samstarfi við starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur og eftir atvikum foreldra eða aðra ættingja barnanna. Með umsókn skulu fylgja upplýsingar um fjölskyldumeðlimi, menntun og starfsreynslu. Um er að ræða krefjandi og gefandi starf þar sem gerð er krafa um menntun eða reynslu af starfi með börnum eða unglingum og miklum metnaði til að veita börnum öryggi í krefjandi aðstæðum. Einnig skal fylgja lýsing á húsnæði og af hverju fjölskyldan hefur hug á samstarfi við Barnavernd Reykjavíkur. Nýjasta Tímarit Máls og menningar er komið út og er að þessu sinni helgað barnabók mennt­um. Elín Edda Páls­ dóttir og Sigþrúður Gunnarsdóttir eru ritstjórar tímaritsins, tóku við því haustið 2018. „Ritstjórnarstefnan er ekki mjög ströng,“ segir Sigþrúður. „Þegar við byrjuðum ákváðum við að gera enga meiriháttar byltingu heldur halda áfram sömu stefnu, sem er að hafa breitt efnisval fyrir okkar stóra og fjölbreytta áskrifendahóp.“ „Í tímaritinu á að vera aðgengilegt og skemmtilegt efni um menning­ armál fyrir hinn almenna lesanda, sem hefur áhuga á listum og menn­ ingu,“ bætir Elín Edda við. Spurðar hvort það skipti máli að ritstjórarnir eru tvær konur segir Elín Edda: „Við höfum kynjahlutföll alltaf í huga, tökum saman hvort karl eða kona sé að skrifa og hvort skrifað sé um karla eða konur. Við viljum forðast einsleitni, bæði hvað varðar aldur og kyn höfunda efnis.“ Heilinn fer á flug Tímarit Máls og menningar varð 80 ára í fyrra og þær segjast vera með tryggan hóp áskrifenda. „Það eru ekki mikil afföll, þannig að fólk þolir tímaritinu ýmislegt og segir ekki upp áskrift þótt því þyki eitt hefti leiðinlegt,“ segir Sigþrúður. „Okkur berst mikið efni af alls kyns tagi og núna upp á síðkastið frá kornungum skáldum og fólki í háskólanámi. Það er verulega skemmtilegt að á tímum netsins skuli fólki þykja akkur í því að fá efni eftir sig birt í prentuðu tímariti.“ Nýjasta heftið er helgað barna­ bókmenntum, en það var fyrst gert árið 1979 þegar Silja Aðalsteinsdótt­ ir, móðir Sigþrúðar, ritstýrði því. Sig­ þrúður, sem var þá 8 ára, átti sögu í því hefti. „Barnabókaáherslan hefur fylgt tímaritinu upp frá því,“ segir Sigþrúður. „Sigrún Eldjárn á 40 ára rithöfundar afmæli á þessu ári, þannig að við Elín Edda ákváðum að panta stóra grein um hana og í framhaldi af því datt okkur í hug að kalla eftir meira efni um barna­ bækur. Sem lesanda tímaritsins í gegnum tíðina finnst mér alltaf gaman þegar f leiri en ein grein, eða efnisatriði í hefti, tengjast. Þá fer heilinn á f lug og lesandinn fer sjálfur að spinna.“ „Stundum gerist þetta líka óvilj­ andi,“ segir Elín Edda. „Í einu hefti var fyrir tilviljun mjög sterkur fókus á ljóðið og það sem er að gerast þar í grasrótinni. Þannig varð nánast óvart til þemahefti.“ Allt á réttri leið Sigþrúður hefur lengi starfað sem barnabókaritstjóri og hún er spurð hvort henni þyki barnabókmennt­ um vera gert nægilega hátt undir höfði. „Það má sinna þeim miklu betur og þær eiga gjarnan á hættu að verða út undan,“ segir hún. „Ég er búin að vera að sýsla við barna­ bækur meira og minna í næstum 20 ár og mér finnst þetta allt á réttri leið. Það kemur bakslag öðru hvoru, en ég held að barnabækur njóti almennt meiri virðingar núna en þær gerðu fyrir tveimur áratugum.“ Tímarit Máls og menningar kemur út fjórum sinnum á ári. „Eitt af því sem breyttist þegar við tókum við, var að tímaritið fékk sína eigin vefsíðu – tmm.is, og þar birtum við bæði nýtt og gamalt efni, til dæmis alla bókadóma úr heftum síðustu tíu ára og leikdóma Silju Aðalsteins­ dóttur. Við deilum þessu efni svo á samfélagsmiðlum Tímaritsins. Það er gaman að sjá viðbrögðin og tíma­ ritið verður sýnilegra en það var áður,“ segir Elín Edda. Breitt efnisval fyrir stóran áskrifendahóp Elín Edda Pálsdóttir og Sigþrúður Gunnarsdóttir eru ritstjórar Tímarits Máls og menningar. Nýjasta heftið er helgað barnabókmenntum. Tímaritið hefur sína eigin vefsíðu og þar er birt bæði nýtt og gamalt efni. Okkur berst mikið efni, segja Sigþrúður og Elín Edda. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÞAÐ ER VERULEGA SKEMMTILEGT AÐ Á TÍMUM NETSINS SKULI FÓLKI ÞYKJA AKKUR Í ÞVÍ AÐ FÁ EFNI EFTIR SIG BIRT Í PRENTUÐU TÍMARITI. Sigþrúður ÞETTA ER STERKT OG VANDAÐ VERK SEM VEKUR LESANDA TIL UMHUGS- UNAR OG HREYFIR VIÐ HONUM. Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn veita verð­ laun fyrir ljóðabók sem kom út á árinu 2019. Verðlaunin Maístjarnan voru af hent í fjórða sinn við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni fyrr í vikunni. Verðlaunin eru veitt fyrir bestu ljóðabók ársins. Maí­ stjörnuna hlaut að þessu sinni Jónas Reynir Gunnarsson, fyrir bókina Þvottadagur. Í umsögn dómnefndar um verð­ launabókina segir: „Þvottadagur er afar innihaldsrík og margræð ljóðabók. Einkennandi fyrir ljóðin er kraftmikið og hrífandi mynd­ mál og þótt viðfangsefni þeirra séu gjarnan alvarleg er ísmeygilegi húmorinn sjaldnast langt undan. Þetta er sterkt og vandað verk sem vekur lesanda til umhugsunar og hreyfir við honum.“ Jónas Reynir Gunnarsson er fæddur 1987. Hann hefur áður sent frá sér skáldsögurnar Millilendingu og Krossfiska, verðlaunaleikritið Við deyjum á Mars og ljóðabæk­ urnar Leiðarvísi um þorp og Stór olíuskip, en fyrir þá síðarnefndu var hann tilnefndur til Maístjörnunnar og hlaut Bókmenntaverðlaun Tóm­ asar Guðmundssonar, 2017. Milli­ lending var tilnefnd til Menningar­ verðlauna DV 2017. Þvottadagur er síðasti kafli þrí­ leiks sem hófst með Leiðarvísi um þorp og hélt áfram í Stórum olíu­ skipum. – kb Jónas fékk Maístjörnuna Jónas fékk verðlaunin fyrir innihaldsríka og margræða ljóðabók. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 41L A U G A R D A G U R 3 0 . M A Í 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.