Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2020, Side 20
20 FÓKUS - VIÐTAL 7. febrúar 2020
n Sonur Helgu glímir við þroskaskerðingu og mikla offitun Hefur beðið
eftir búsetuúrræði í fimm ár n Öll sund lokuð eftir 18 ára aldur
H
elga Skjoldal er móðir 22
ára manns sem hefur ver
ið greindur með röskun á
einhverfurófi, ADHD og
þroskaskerðingu. Hann er einnig
í mikilli ofþyngd og vegur í dag
156 kíló. Eftir að hann varð 18 ára
reyndist mun erfiðara en áður að
útvega honum viðeigandi þjón
ustu og aðstoð hjá Kópavogsbæ.
Hann hefur nú beðið í fimm ár
eftir sérstöku búsetuúrræði.
Helga kveðst verulega
áhyggjufull yfir heilsu og framtíð
sonar síns auk þess sem hún er
langþreytt eftir meira en tveggja
áratuga baráttu við kerfið. Helga
hefur sjálf glímt við heilsubrest
og segist hreinlega ekki vita hvað
verði um son hennar ef hún fell
ur frá eða verður skyndilega ófær
um að sinna honum.
Þarf stöðugt aðhald
„Á sumum sviðum er hann mjög
nálægt aldri í þroska, sem sagt 22
ára, en á öðrum sviðum er hann
töluvert á eftir og það þarf enn að
minna hann á ýmsa einfalda hluti
sem tilheyra daglegu lífi, eins og
að fara í sturtu, bursta tennurnar
og þrífa sig. Vegna einhverfunnar
finnst honum mikið betra að tala
og skrifa á ensku frekar en ís
lensku. Hann er ekki fær um að
vinna á „venjulegum“ vinnustað“
eða eða sjá um sig algjörlega sjálf
ur. Hann hefur til dæmis ekki enn
getu til þess að taka bílpróf og veit
ég ekki hvort það muni nokkurn
tímann gerast,“ segir Helga í sam
tali við DV.
Helga segir að þar til sonur
hennar varð 18 ára hafi í raun
gengið nokkuð vel að útvega
honum þann stuðning sem hann
þarf. Þegar hann varð sjálfráða
varð róðurinn skyndilega mun
þyngri. Árið 2015, þegar sonur
Helgu var á átjánda ári, sótti hún
um sérstakt búsetuúrræði fyrir
hann. Planið var að hann flytti
að heiman og á sambýli þar sem
íbúar hafa sitt eigið rými með
eldhúsi, stofu og svefnherbergi.
Helgu var sagt að biðtíminn væri
venjulega þrjú til fjögur ár. Síðan
eru liðin fimm ár liðin og ekkert
búið að gerast. „Ég vissi mætavel
að biðin yrði löng. En ekki svona
löng. Mín mistök voru einna helst
þau að vera ekki með frekju og
minna ekki nógu mikið á okkur.“
Helga segir að þegar hún
hafi farið að grennslast fyrir
um svör hafi henni verið bent
á að sækja um almenna íbúð
hjá Félagsþjónustunni, með
sértækum stuðningi.
„Það er sniðið þannig að hann
fær manneskju heim til sín, einu
sinni á dag, til að hjálpa hon
um með þessi „basic“ atriði eða
minna hann á þau, öllu heldur.“
Helga sótti um slíka íbúð á
seinasta ári og það sama tók við,
endalaus bið sem stendur enn.
„Ég hélt í sakleysi mínu að það
hefði verið sótt um hana líka á
sama tíma og hitt, en svo kom í
ljós að svo var ekki, þannig að ég
sótti um íbúðina í mars 2019. Þau
sáu reyndar aumur á okkur eftir
að ég sendi ráðgjafanum hans,
félagsmálastjóra og bæjarstjóra
Kópavogs skammarpóst. Þá settu
þau umsókn hans frá 2015 í sama
ferli, eða sem sagt eins og hann sé
búinn að bíða síðan þá líka í al
menna kerfinu.“
Helga segist hafa stungið upp
á að bærinn leigði íbúð af leigu
félagi og áframleigja hana til
sonarins. Henni hafi verið sagt að
slíkt væri aldrei gert neins staðar.
Hún segist engu að síður vita frá
fyrstu hendi að gripið hafi verið
til þessa ráðs í öðrum sveitarfé
lögum.
Hún bendir á að sonur hennar
muni seint geta öðlast nokkurt
sjálfstæði á meðan hann er
neyddur til að búa hjá móður
sinni. Sjálf kveðst hún vera orðin
langþreytt. „Eins mikið og ég
elska þennan strák, þá er ég bara
búin að missa tökin á því sem
hann þarf á að halda og það þarf
hreinlega einhver fagaðili að taka
við keflinu.“
Helga segist mæta því viðmóti
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is
„Ef ekkert verður
gert þá mun ég
missa barnið mitt“
M
Y
N
D
IR
: E
Y
Þ
Ó
R
Á
R
N
A
S
O
N
Framhald á síðu 22