Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2020, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2020, Síða 30
30 PRESSAN 7. febrúar 2020 Í rúmlega fjóra áratugi hefur ráðgátan um hvarf Lucan lá- varðar sett mark sitt á um- ræðuna í Bretlandi. Hann hef- ur margoft „sést“ víða um heim, til dæmis í Afríku, Hollandi og San Francisco, sem hippi á Ind- landi og á Nýja-Sjálandi þar sem hann var sagður búa í Land Rover-bifreið með geit sem hét Camilla. Einn vina Lucan sagði að hann hafi skotið sig á sínum tíma og líkið hafi verið notað sem fæða fyrir tígrisdýr í dýragarði sameiginlegs vinar þeirra. Eigin- kona hans, sem fór varla úr húsi í fjóra áratugi, hélt því alla tíð fram að hann hefði hoppað fyrir borð af ferju og hafi lent í skrúfu henn- ar. Ekkert af þessu reyndist á rök- um reist. Ef Lucan er á lífi þá er hann orðinn 85 ára. Hann var þó úr- skurðaður látinn af breskum dómstól fyrir fjórum árum. En af hverju þessi áhugi á honum? Ástæðan er að fyrir 46 árum myrti hann barnapíu fjölskyldunnar, sem hét Sandra Rivetts, og hvarf síðan sporlaust. Málið hefur alla tíð síðan verið nokkuð ofarlega á baugi í Bretlandi. Margir hafa tengt hvarf Lucan við að hann hafi notið aðstoðar vina sinna úr efri stéttum samfélagsins til að láta sig hverfa. Málið hefur ver- ið tengt við það sem sumir segja ákveðin forréttindi hinna ríku og valdamiklu. En nú segir sonur Söndru að hann hafi hitt Lucan. Hann segir Lucan búa í Ástralíu, að hann sé alvarlega veikur og sé búddisti. Það er því hugsanlegt að nú sé þetta dularfulla mál við það að leysast. Sonurinn, sem heitir Neil Berriman og er 52 ára, vonast til að nú verði loksins hægt að draga Lucan lávarð fyrir dóm. „Ég held að mér hafi tekist að hafa uppi á Lucan lávarði sem myrti mömmu. Hann hefur verið á lífi allan þennan tíma. Logið til um hver hann er. Logið að nýjum vinum sínum,“ sagði Berriman í samtali við Daily Mirror. Fjárhættuspilari og morðingi Lucan lávarður, sem hét eða heit- ir í raun Richard John Bingham, var sjöundi jarlinn af Lucan. Hann var þekktur fjárhættu- spilari. Hann kvæntist Veronicu Duncan 1963. Hann hafði sest í helgan stein 25 ára að aldri eft- ir að hafa unnið milljónir í fjár- hættuspilum. Hjónin eignuðust þrjú börn og bjuggu í glæsilegu húsi í Belgrave í Lundúnum. En upp úr sauð á milli þeirra hjóna eftir frekar stutt hjónaband og á endanum flutti Lucan frá eiginkonunni. Hófst þá bitur barátta um forræðið yfir börnunum. Að kvöldi 7. nóvember 1974 sváfu börnin, Frances, 9 ára, George, 7 ára og Camilla, 3 ára, vært. Móðir þeirra var að horfa á sjónvarpið í svefnherberginu. Barnapían, Sandra Rivett, 29 ára, fór niður á aðalhæðina til að sækja te handa húsmóðurinni. Búið var að taka peruna úr peru- stæðinu í eldhúsinu og í myrkr- inu var ráðist á Söndru og hún barinn til dauða með járnröri. Frá upphafi hefur verið talið víst að þar hafi Lucan lávarður verið að verki en talið að þarna væri eigin- kona hans á ferð. Síðar skýrði lafði Lucan frá því að hún hefði komið niður í eld- húsið skömmu síðar og komið að eiginmannin sínum. Hann hefði ráðist á hana með járnrörinu og reynt að kyrkja hana og þrýsta augunum úr augnatóftunum. Hún sagðist hafa náð taki á kyn- færum hans. Hún grátbað hann um að þyrma lífi sínu og bað um eitt vatnsglas. Því næst hljóp hún alblóðug út og inn á nærliggjandi bar, Plumber‘s Arms, og öskraði: „Hjálpið mér! Hjálpið mér! Hann er í húsinu. Hann myrti barnapíuna.“ Þegar lögreglan kom á vettvang blasti blóðpollur við á aðalhæð- inn og í honum var karlmanns- fótspor. Lík Söndru lá í póst- poka. Lucan lávarður var horfinn af vettvangi, hafði flúið í bíl sem hann hafði fengið lánaðan hjá góðum vinum sínum. Hann sagði þeim að eiginkona hans hefði sakað hann um að hafa ráðið leig- umorðingja til starfa og af þeim sökum þyrfti hann að láta lítið Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is „Veist þú að skilgreining á sótthita breytist eftir aldri? Thermoscan eyrnahita- mælirinn minn veit það.“ Braun Thermoscan eyrnahitamælar fást í öllum lyfjaverslunum ThermoScan® 7 Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is Ráðgátan um Lucan lávarð n Hefur litað umræðuna í Bretlandi í fjóra áratugi n Myrti barnapíu og hvarf sporlaust Hjónin Hér sést lávarður- inn með eig- inkonu sinni, Veronicu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.