Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2020, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2020, Side 31
PRESSAN 317. febrúar 2020 fyrir sér fara um hríð. Þremur dög- um síðar fannst bíllinn, útataður í blóði í Newhaven í East Sussex. En ekki fannst tangur né tetur af Luc- an lávarði. Þegar hraðbátur hans fannst mannlaus og nær ónýt- ur eftir árekstur var talið að hann hefði siglt á haf út og fyrirfarið sér. En líkið fannst aldrei eða nokkuð annað sem studdi þetta. Úrskurðaður látinn Ári síðar komst kviðdómur að þeirri niðurstöðu að Lucan lávarð- ur hefði að öllum líkindum myrt Söndru Rivett. Yngsti sonur henn- ar, Neil Berriman, sem var gefinn til ættleiðingar aðeins sex mánaða að aldri, vissi ekki hver líffræðileg móðir hans var fyrr en fyrir þrett- án árum þegar fósturmóðir hans, Audrey, lést. Þegar hann opn- aði umslagið, sem hann fékk eftir andlát hennar, komst hann að því að Sandra Rivett var móðir hans og að hún hefði verið myrt þegar hann var sjö ára. Síðan þá hefur hann leitað að morðingja hennar. Þegar Lucan lávarður var úr- skurðaður látinn 2016 og son- ur hans, George, fékk að taka tit- il hans sem áttundi jarlinn af Lucan, fékk Berriman bréf með ábendingu um að Lucan lávarð- ur væri enn á lífi. Berriman hef- ur á undanförnum árum helgað líf sitt leitinni að Lucan lávarði. Nú hefur honum, að því að hann heldur fram, tekist að hafa upp á morðingja móður sinnar. Hann segir að Lucan lávarð- ur búi í Ástralíu og hafi gert árum saman. Hann hafi í fyrstu búið í Perth en eftir að hafa margoft lent upp á kant við vini sína hafi hann hann flutt í annan landshluta. Þar hafi hann búið síðustu ellefu árin með tveimur ungum Bretum og Ástrala. Þeim hafi hann kynnst í athvarfi fyrir búddista fyrir ellefu árum. Berriman segir að þeir stundi hugleiðslu saman daglega. Vinirnir staðfestu við Daily Mirror að eldri Englending- ur, sem líkist Lucan lávarði, búi í húsinu. Berriman segir að þeir viti vel að maðurinn sé dularfull- ur, eldri Englendingur og ekki sá sem hann segist vera. Vinina hafi grunað eitt og annað um mann- inn árum saman. Maðurinn er sagður þarfnast mikillar daglegr- ar aðstoðar vegna heilsu sinnar og að hann bíði nú eftir að komast í stóra aðgerð á sjúkrahúsi. Berriman er sannfærður um að Lucan lávarður hafi yfirgefið Eng- land á lífi þessa örlagaríku nótt fyrir 46 árum og hafi notið aðstoð- ar vina sinna við að komast yfir Ermarsund. Hann hafi fengið nýtt vegabréf og nafn og sé á lífi í dag, 85 ára. Hann segist hafa heimild- ir fyrir að Lucan lávarður hafi not- ast við að minnsta kosti sex mis- munandi nöfn í gegnum tíðina. Hann hefur kynnt Scotland Yard þau gögn sem hann hefur aflað og vonast nú til að lögreglan rannsaki málið frekar. n Lögregluvakt Fyrir utan heimili lávarðsins, daginn eftir morðið. Leikur í tré Veronica með börnin tvö. Hin myrta Sandra Revitt. Leitin mikla Leitað að lávarðinum árið 1974. „Lucan er svikahrappur og það var hann sem myrti móður mína

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.