Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 4
1 Hver er Anna Aurora? – Ótrú-legur ferill rakinn Í síðasta helgarblaði DV var farið ítarlega yfir feril konu sem sökuð hefur verið um að villa ítrekað á sér heimildir. 2 María Birta um ástandið í Las Vegas – „Það er allt að sjóða upp úr hérna“ Leikkonan María Birta segir frá súrrealísku ástandi í Las Vegas í COVID-19 faraldrinum 3 Innlit í líf milljónamærings – Var 17 ára þegar hún vann í lottóinu Ung stúlka vann 182 milljónir í lottó og leyfir fylgjendum á Instagram að fylgjast með lúxuslífinu sem hún lifir. 4 Ný tíðindi í máli Kim Jong-un Hvort Kim Jong-un, einræðis- herra Norður-Kóreu, væri lífs eða liðinn var eitt af heitustu umræðuefn- unum í vikunni sem leið. 5 Dularfullt myndband gengur manna á milli í Norður-Kóreu – Kínverjar undirbúa sig Í myndbandi sem á að hafa dreifst um Norður- Kóreu er því haldið fram að Kim Jong un sé látinn og systir hans muni taka við stjórn landsins. 6 Dagar Lækjarbrekku líklega taldir – „Ég er búinn með drama- kastið“ Rekstur veitingastaðarins Lækjarbrekku nær sér líklega ekki á strik eftir COVID-19 faraldurinn. Eigandinn er ekki vongóður. 7 Oliver tókst að gera sturtuna eins og nýja fyrir fimm þúsund krónur Oliver Steinar var þreyttur á sturtuklefanum og gerði allsherjar yfirhalningu á honum fyrir aðeins 5 þúsund krónur. 8 Rúrik Gíslason minnist móður sinnar sem féll frá í síðustu viku – „Mörg hjörtu eru í þúsund molum“ Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason missti móður sína á dögunum eftir stutta baráttu við krabbamein. 9 Dóttirin fann dularfullan kassa með framandi kynlífstækjum við Tjörnina Stóri plokkdagurinn var síðustu helgi og brá 17 ára stúlku í brún þegar hún fann poka fullan af kynlífstækjum. MEST LESIÐ Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST... Mjótt á munum Hjúkrunarfræðingar kváðu upp dóm sinn um nýundirritaðan kjarasamning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á miðviku- daginn þegar samningurinn var naumlega felldur. Tæp 46% sögðu já en 53% sögðu nei. Fjármálaráðherra sagði í óundir- búnum fyrirspurnatíma á Alþingi á fimmtudag að þessi niður- staða sýndi að ríkið hefði ekki brugðist hjúkrunarfræðingum þar sem mjótt hefði verið á munum. Skiptar skoðanir voru um ágæti samningsins sem átti meðal annars að fela í sér stytt- ingu vinnuvikunnar með afnámi matartíma. Verslun IKEA verður opnuð á mánudag Húsgagnaverslunin IKEA hefur verið lokuð í samkomubanni og er margur Íslendingurinn farinn að sakna sinna vikulegu ferða þangað. Verslunin verður opnuð aftur á mánudag þegar tilslakanir á samkomubanni taka gildi og heimilt verður að allt að 50 manneskjur séu í sama rými. Hins vegar þarf enn að gæta að tveggja metra reglunni góðu, handþvotti og sótthreins- un, en engar tilslakanir hafa verið boðaðar á þeim reglum. Anne-Elisabeth Hagen Nýjar vendingar urðu í rann- sókn norsku lögreglunnar á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, sem hvarf árið 2018. Eigin- maður hennar, Tom Hagen, sem heldur því fram að Anne hafi verið rænt, hefur nú verið handtekinn, grunaður um að hafa átt þátt í hvarfi hennar. Ekkert hefur spurst til Anne síðan hún hvarf, en Tom hef- ur alla tíð haldið því fram að henni hafi verið rænt. Airbnb-íbúðir á almennan leigumarkað Gistinóttum í Airbnb-íbúðum og útleiguíbúðum á álíka síðum fækkaði um 65 prósent í mars miðað við mars á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Margir eig- endur Airbnb-íbúða hafa því leitað á almenna leigumarkaðinn og boðið íbúðir sínar þar til leigu, þó oftast aðeins til nokkurra mánaða. Framkvæmdastjóri Leiguskjóls telur ástandið tíma- bundið þar sem eigendur íbúðanna muni fremur selja eignir en leigja þær út í langtímaleigu. Lagði handboltaskóna á hilluna Handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson tilkynnti í vik- unni að hann hefði spilað sinn síðasta handboltaleik. Hann hefur spilað lengur en flestir í íþróttinni, en hann verður 41 árs á árinu og á að baki 19 ára feril sem atvinnumaður. Guð- jón Valur er markahæsti landsliðsmaður Íslands og á heims- met yfir flest mörk fyrir landslið. Stærsta uppsögn Íslandssögunnar Erfið staða flugfélagsins Icelandair var stærsta fréttaefni vikunnar. Á þriðjudaginn var tilkynnt að rúmlega tvö þús- und starfsmönnum félagsins yrði sagt upp um mánaðamótin í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar. Félagið greindi jafn- framt frá því að horfur væru slæmar ef ekki fengist nýtt fjármagn í reksturinn fyrir sumarið. Ríkisstjórnin skoðar nú hvort og með hvaða hætti ríkið geti stutt við félagið, enda miklir hagsmunir fyrir samfélagið í húfi. MI NOTE 10: Mi Note 10 pakkar fimm myndavélum sem hver og ein hefur sitt fram á að færa - meðal annars 108MP myndflögu. Ekki nóg með það heldur kemur síminn með risa stórri 5.260mAh rafhlöðu sem endist auðveldlega í 2 daga í mikilli notkun. Hvort sem þú ert atvinnu ljósmyndari eða að stíga inn í fullorðins árin, þá viltu ekki láta þetta tryllitæki framhjá þér fara! Xiaomi á Íslandi | Síðumúli 23 bakatil, 108 Reykjavík | 537-1800 | www.mii.is 4 FRÉTTIR 1. MAÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.