Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 25
Með því að stunda kynlíf með honum hafi Jodi útilokað sig frá því að geta orðið eigin- kona hans. Morðið Þann 9. júní 2008 fóru tveir áhyggjufullir vinir Travis heim til hans en þeir höfðu ekki náð sambandi við hann í fimm daga. Þeir fóru inn á heimili hans og fundu hann liggjandi í sturtuklefanum. Hann hafði verið skotinn í andlitið og skorinn á háls auk þess að vera stunginn 27 sinnum í bringuna og bakið. Lögreglan sagði að ummerki á vettvangi hefðu bent til að átök hefðu átt sér stað. „Það fyrsta sem mér datt í hug var að mikil slagsmál hefðu átt sér stað þarna og að þau hefðu verið mjög persónuleg. Einhver þekkti hann. Einhver vildi hann feigan. Einhver vildi ganga úr skugga um að hann væri í raun látinn,“ sagði lögreglu- maðurinn Esteban Flores um aðkomuna. Lögreglan reyndi strax að hafa uppi á Jodi en það var eins og hún hefði horfið af yfirborði jarðar. Það var ekki fyrr en fjórum dögum síðar sem lögreglunni tókst að hafa uppi á henni heima hjá afa hennar og ömmu. Hún var ákærð fyrir morð og varð aðalumfjöllunarefni banda- rískra götublaða. Jodi ræddi við marga fjölmiðla um málið og sagði við einn að hún hefði ekki einu sinni verið á staðn- um þegar Travis var myrtur. Skömmu síðar breytti hún frásögn sinni og sagðist hafa verið á staðnum en að grímu- klæddir menn hefðu ruðst inn í húsið og drepið Travis. Hún hefði sjálf náð að flýja heil á húfi. Lögreglan trúði ekki þessari sögu og þegar hún var spurð í yfirheyrslu af hverju hún hefði ekki hringt í lögregluna sagðist hún hafa verið of hrædd til þess. Sérfræðingar lögreglunn- ar fundu mörg fingraför og lófaför í blóðinu í sturtuklef- anum. Einnig fundust löng brún hár á sturtuveggnum. Í þvottavélinni fannst mynda- vél Travis. Á minniskortinu voru myndir af honum og Jodi að stunda kynlíf. Mynd- irnar voru teknar skömmu fyrir morðið. Á minniskort- inu voru einnig myndir af Travis í sturtu, teknar nokkr- um sekúndum áður en hann var skotinn. Á einni mynd- inni virðist hann ekki vita að verið er að mynda hann en á annarri horfir hann beint inn í linsuna. Einnig var mynd af blóðpollinum á minniskort- inu. Jodi stóð enn fast á að hún væri saklaus. „Enginn kviðdómur getur sakfellt mig. Ég er saklaus. Guð veit að ég er saklaus. Travis veit að ég er saklaus,“ sagði hún en lögreglan trúði henni ekki. Eftir margar og ítarlegar yfirheyrslur ját- aði hún síðan að hafa myrt Travis. Rannsókn lögregl- unnar hafði þá leitt í ljós að Travis var skotinn í andlitið með skammbyssu sem hvarf af heimili afa og ömmu Jodi viku áður. Dómurinn Þegar réttarhöldin yfir henni hófust mættu mörg hundruð manns í dómhúsið til að sýna henni stuðning. Lögreglan varð að vera með mikinn við- búnað til að halda fólki utan við bygginguna. Málið hafði vakið mikla athygli fjölmiðla og voru um 100 fréttamenn viðstaddir réttarhöldin. Jodi viðurkenndi fyrir dómi að hafa myrt Travis en sagði það hafa verið í sjálfsvörn. Hún sagði hann hafa brjálast þegar hún missti mynda- vélina á gólfið. Hún sagði einnig að hann hefði beitt hana ofbeldi eftir að hún stóð hann að því að fróa sér yfir barnaklámi. Ekki var lagður trúnaður á þessar skýringar hennar. Saksóknari fór fram á dauðadóm yfir henni og hélt því fram að Jodi hefði myrt Travis eftir að hún komst að því að hann var ástfanginn af konu úr mormónasöfnuð- inum og hefði haft í hyggju að flytja til Mexíkó með henni. Aðeins nánustu vinir og ætt- ingjar hans höfðu fengið að vita af þessu því hann var mjög hræddur við Jodi og hvað hún kynni að gera ef hún frétti þetta. Dómur féll í málinu 2013 og var Jodi dæmd í lífstíðar- fangelsi. Þar sem kviðdómur náði ekki einróma niðurstöðu varð að taka málið aftur fyrir dóm síðar og lauk þeim rétt- arhöldum 2015. Aftur var hún dæmd í lífstíðarfangelsi. n Travis var strang- trúaður mormóni. Kynlíf fyrir hjónaband var því algjörlega forboðið. MYND/ TRAVIS ALEXANDER/ MYSPACE Jodi tók skírn og gerðist mormóni í von um að Travis myndi vilja giftast henni. MYND/ TV2.NO Enginn kvið- dómur getur sak- fellt mig. Ég er saklaus. Guð veit að ég er saklaus. Travis veit að ég er saklaus. FÓKUS 25DV 1. MAÍ 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.