Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 20
E ngin kröfuganga verður haldin þetta árið í til-efni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins þar sem samkomubann er í gildi vegna COVID-19. Þess í stað stendur verkalýðshreyfingin fyrir baráttu- og skemmtidag- skrá á RÚV í kvöld undir yfir- skriftinni: Byggjum réttlátt þjóðfélag. Þá hafa ASÍ, BSRB, BHM og KÍ sameinast í átaki á samfélagsmiðlum og standa öll að Facebook-síðunni 1. maí Ísland. Þar er til að mynda hægt að sækja sérstakan ramma til að merkja prófíl- myndina sína á Facebook og gera hana að rafrænu kröfu- spjaldi. Drífa Snædal telur að þó að 1. maí verði óhefðbundinn í ár þá takist jafnvel að ná til enn fleiri hópa. „Við erum ekki bara að leggja áherslu á sjónvarpsútsendinguna heldur líka samfélagsmiðlana í meiri mæli en hefur áður verið gert. Það getur því vel farið svo að við náum betur til fólks af öllum kynslóðum en áður,“ segir Drífa. Þórunn Sveinbjarnardóttir er spennt fyrir sjónvarps- útsendingunni. „Þetta verður auðvitað allt öðruvísi en venjulega og við sem tökum þátt í útsendingunni þurfum að reyna að koma stemning- unni til skila og ég vona að það takist vel. Ég vona líka að allt launafólk geti fagnað deginum með fjölskyldu sinni, með hæfilegu bili þó, og að þessu sinni tökum við bara gamla Ísland á þetta og komum öll saman fyrir framan Ríkis- sjónvarpið,“ segir Þórunn. Sonja Ýr Þorbergsdóttir vonar að samfélagið finni fyrir því sterka baklandi sem verkalýðshreyfingin er. „Eitt af því jákvæða sem maður hefur fundið á síðustu vikum er þessi sterka samstaða sem hefur skapast þó að fólk nái ekki að hittast í eigin persónu. Ég vona að við náum að skapa þannig andrúmsloft á þessum degi jafnvel þó að við getum ekki haft kröfugöngur eins og venjulega,“ segir hún. Ragnar Þór Pétursson bend- ir á að það sé misjafnt eftir þjóðum hvort 1. maí sé há- tíðisdagur eða baráttudagur, og að á Íslandi hafi dagurinn frekar snúist um baráttu hjá fólki. „Þessi dagur nú verður skrýtinn eins og allt er skrýt- ið. Baráttan fyrir bættu sam- félagi og bættum lífskjörum má aldrei verða stofnun held- ur þarf að halda henni lifandi. Þá er áhugavert að það mæta yfirleitt miklu fleiri til að borða rjómatertur á 1. maí en fara í kröfugöngu.“ n SÖGULEGUR BARÁTTUDAGUR 1. maí verður sögulegur í ár. Í tæpa heila öld hafa kröfugöngur verið fastur liður á baráttudegi verkalýðsins en kröfugangan nú fer fram á samfélagsmiðlum. DV ræddi við forkólfa í verkalýðshreyfingunni um stóru málin í baráttunni í tilefni dagsins. Svona er venjulega stemningin á 1. maí um land allt en vegna samkomubanns verða engar kröfugöngur nú. MYND/SIGTRYGGUR ARI Þetta verður auðvitað allt öðruvísi en venjulega. SONJA ÝR ÞORBERGSDÓTTIR, FORMAÐUR BSRB ÞURFUM AÐ GRÍPA VIÐKVÆMA HÓPA Við erum búin að gera þá kröfu á stjórnvöld að þau tryggi af­komu fólks sem var í sjálfskip­ aðri sóttkví vegna undirliggjandi sjúkdóma til að fyrirbyggja eigin smit. Það þarf líka að tryggja af­ komu þeirra foreldra sem gátu ekki sinnt fjarvinnu en þurftu að vera heima vegna skerts skólastarfs hjá börnunum. Þetta eru þeir hópar sem við höfum mestar áhyggjur af núna,” segir Sonja Ýr Þorbergs­ dóttir, formaður BSRB. „Þessu til viðbótar höfum við lagt áherslu á að Velferðarvaktin fylgist vel með hópum í viðkvæmri stöðu. Miðað við þær upplýsingar sem við höfum fengið er verið að grípa alla og við vonumst til þess að það gangi áfram. Það þarf að fylgjast vel með því að það sé gert,” segir hún. Sumarorlof margra uppurið Vegna verkfalla áður en samkomu­ bann tók gildi voru margir foreldrar búnir að nýta orlofsdaga sína og jafnvel þegar farnir að taka launa­ laust leyfi til að vera heima með börnum. „Þegar samkomubann hefur staðið yfir eins lengi og raun ber vitni þá er fjögurra vikna sumar­ frí auðvitað farið. Afleiðingarnar af þessu birtast væntanlega ekki fyrr en í sumar en við viljum tryggja að fólk geti farið í sumarfrí með börn­ unum sínum. Þá vorum við mjög ánægð með að inn í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar hafi ratað styrkur til foreldra vegna tómstundastarfs í sumar.” Sonja segir að eins og margir aðrir hafi BSRB bent á að nú ríki mikið óvissuástand og enginn átti sig á því hversu langvarandi niður­ sveiflan verður eða hver áhrifin verða. „Fyrst og fremst þarf að verja störfin og tryggja afkomu fólks.” Fagnar áherslu á nýsköpun Hún tekur einnig undir kröfu margra um að hér þurfi að byggja upp fleiri stórar atvinnugreinar þannig að samfélagið standi ekki og falli með einum geira. „Við fögnuðum því mjög að áhersla á nýsköpun og rannsóknir var hluti af aðgerða­ pakka tvö hjá ríkisstjórninni. Þó að aðstæður nú séu ólíkar aðstæðum í Hruninu 2008 þá getum við lært mikið af reynslunni.” Það hefur verið fastur liður á 1. maí hjá Sonju að fara í kröfugöng­ una í Reykjavík. Hún ætlaði raunar í fyrsta skipti að vera úti á landi í ár og taka þar virkan þátt í baráttu­ deginum. „BSRB hefur alltaf verið með kaffiboð þannig að þessi dagur verður töluvert öðruvísi í ár. Ég veit ekki nákvæmlega hvað ég ætla að gera en ég er viss um að ég næ að upplifa þá tilfinningu sem fylgir þessum stórmerkilega degi.” Fjögurra vikna sumar- frí auðvitað farið. 20 FRÉTTIR 1. MAÍ 2020 DV MYND/AÐSEND Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.