Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 38
ARON EINAR GUNNARSSON Aron Einar og eiginkona hans Kristbjörg Jónasdóttir hafa getið sér gott orð í viðskiptum hér á landi síðustu ár. Þau eiga um tíu prósenta hlut í Bjórböðunum sem slegið hafa í gegn á meðal erlendra ferðamanna, Íslendingar hafa einnig baðað sig í bjórnum á Árskógssandi. Það var svo undir lok síðasta árs sem þessi öflugu hjón fóru að framleiða húðvörur. AK Pure Skin er húðvörulína þróuð af þeim hjónum í samvinnu við Pharmarctica. Húðvörur sem henta bæði konum og karlmönnum. Óhætt er að segja að vörurnar hafi slegið í gegn og verið mjög áberandi í íslensku samfélagi. EMIL HALLFREÐSSON Þó að hér sé rætt um Emil Hallfreðsson landsliðsmann í sambandi við viðskipti þá er óhætt að segja að eiginkona hans Ása Reginsdóttir hafa verið allt í öllu þegar kemur að því að markaðssetja vörur þeirra hjóna hér á landi. Ása hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum með vörurnar. Olifa olíurnar hafa notið gríðarlegra vinsælda og Allegrini og di Lenardo rauðvínið hefur selst vel í ÁTVR. Hjónin hafa átt í fleiri viðskiptum hér á landi, þau hafa flutt inn pasta frá Ítalíu og Ása hefur framleitt fallegar vörur fyrir börn í gegnum fyrirtæki þeirra Pom Poms & co. Hjónin hafa lengi búið á Ítalíu og færa nú Íslendingum gæðavörur þaðan. ÓLAFUR INGI SKÚLASON Ólafur Ingi hefur ásamt félögum sínum slegið í gegn með smáforritið Sportabler. Mörg íslensk íþróttafélög hafa tekið smáforritið í gagnið og hefur það fengið góðar viðtökur. Íþróttafélög geta komið öllum skilaboðum í gegnum forritið til iðkenda og foreldra. Allar æfingar á komandi vikum liggja fyrir og foreldrar eiga auðveldara með skipulag. Þeir sem þekkja til telja að forritið mun innan tíðar fara á erlendan markað en félög í Þýskalandi hafa áhuga á að taka Sportabler til notkunar. RÚRIK GÍSLASON Eftir að hafa orðið heimsfrægur á heimsmeistaramótinu í Rússlandi hefur Rúrik slegið í gegn í viðskiptum. Á síðasta ári setti hann á markað Glacier Gin sem hefur verið áberandi síðan. Áfengið hefur verið einkar vinsælt á meðal ferðamanna. „Þetta selst eins og heitar lummur í Fríhöfninni. Útlendingurinn og Íslendingurinn virðast vera að taka mjög vel í þetta. Þetta er náttúrulega íslenskt vatn, flaskan er ótrúlega flott og það eru mikil gæði í þessu,“ sagði Rúrik þegar ginið var komið á markað. Hann hefur svo haldið áfram í viðskiptum og er nú að hasla sér völl á fatamarkaðnum með fyrirtækið Bökk, sem framleiðir peysur og húfur. GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON Þessi besti knattspyrnumaður Íslands hefur verið nokkuð umsvifamikill í íslensku viðskiptalífi, hann hefur verið stórtækur á fasteignamarkaðnum hér á landi og fjallað hefur verið um það. Þá er Gylfi eigandi í Blikabergs ehf. sem er útgerðarfyrirtæki í Sandgerði. Fyrirtækið á hann ásamt föður sínum Sigurði Aðalsteinssyni. Þeir fiska sem róa en Gylfi fylgist mikið með veiðunum ef marka má liðsfélaga hans í landsliðinu. „Gylfi er nú nokkuð góður herbergisfélagi. Það er helst þegar hann er að fylgjast með fiskibátnum. Að horfa á sjómennina veiða, það er svolítið þreytt. Það er hræðilegt, ekkert að frétta þarna,“ segir Sverrir Ingi Ingason um Gylfa Þór. MYND/ANTON BRINK 38 SPORT 433 1. MAÍ 2020 DV Á EFTIR BOLTA KEMUR BRASK Hetjurnar á vellinum kunna líka að koma hlutum í framkvæmd þegar kemur að viðskiptum. Í slenskir landsliðsmenn í fótbolta hafa látið að sér kveða í íslensku viðskipta- lífi síðustu ár. Allt frá því að framleiða húðvörur í að starfa í sjávarútvegi, þá hafa leik- mennirnir sem þjóðin hefur fylgst með á skjánum gert það gott í viðskiptalífinu. Knatt- spyrnumennirnir ásamt harð- duglegum eiginkonum sínum hafa komið á fót fyrirtækjum sem Íslendingar hafa tekið vel, þegar mennirnir hætta að elta bolta bíður þeirra vinna frá níu til fimm. Ofurparið Aron Einar og Kristbjörg fá góðar hugmyndir í Katar. MYND/ANDRI MARINÓ Kátir voru karlar á kútter Haraldi, til fiskiveiða fóru frá Akranesi. MYND/EYÞÓR Rúrik fær sér í glas í fötum sem hann framleiðir. MYND/EYÞÓR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.