Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 14
Dóra segist halda að konur í gríni eigi mun auðveldara uppdráttar í dag heldur en áður. MYND/AÐSEND að þetta væri bara eðlilegt.“ Dóra segir að eftir að hún útskrifaðist og fór að vinna í leikhúsinu hafi hún líka orðið vör við hluti sem voru ekki í lagi. Í leikhúsinu hafi oft verið mikið um óþægilegar og óvið­ eigandi snertingar og klám­ fengna brandara. „Ég man þegar ég byrjaði og fannst þetta alveg rosalega óþægi­ legt.“ Hún segir að ástandið í dag sé blessunarlega ekki það sama og þegar hún var að taka sín fyrstu skref í bransanum. „Ég finn ekkert fyrir svona hegðun í dag. Þetta er alla­ vega ekki eins núna og fyrir tíu árum. Það er auðvitað bara stórkostlegt að þessi hreyfing hafi átt sér stað.“ Upp á líf og dauða Á árum áður voru fáar leik­ konur á Íslandi sem einbeittu sér nánast eingöngu að gríni. Dóra nefnir sem dæmi Eddu Björgvinsdóttur og Helgu Brögu Jónsdóttur sem lengst af voru einu fulltrúar kven­ þjóðarinnar í íslensku gríni. Viðhorfið hefur stundum verið þannig að konur mega ekki láta eins og vitleysingar, þær mega ekki vera ljótar eða asnalegar. Þær eiga að vera stilltar og prúðar. Sumir vilja meina að konur séu ein­ faldlega ekkert fyndnar. Dóra segir þennan hugsunarhátt sem betur fer vera á algjöru undanhaldi. „Ég hef orðið vör við þetta kannski svona tvisvar sinn­ um á seinustu tíu árum. Þú heyrir held ég engan segja þetta í dag. Það eru komnar svo margar flottar gríngellur. Þegar ég var að koma úr skól­ anum og inn í bransann voru margar geggjaðar gaman­ leikkonur áberandi, eins og Ilmur Kristjáns, Dóra Geir­ harðs, Katla Margrét, Bryn­ hildur Guðjóns og fleiri. Þær og margar aðrar voru búnar að ryðja brautina. Síðan þá hafa ennþá fleiri bæst við. Ég vinn mikið með Sögu Garðars, og mér finnst hún klárust og fyndnust í heimi.“ Hún segist aldrei hafa feng­ ið neitt sérstaklega mikið út úr því að leika drama. „Ég hef alltaf fengið mitt kikk út úr því að vera í gríni: skrifa grín og leika grín og allt í kringum það. Og mér finnst ég heppin að hafa fengið að vera svona mikið í gríni, enda segi ég oft að ég vinni við það að hlæja. Ég hef alveg pissað á mig af hlátri í vinnunni, oftar en einu sinni. Og stundum á sviði fyr­ ir framan áhorfendur.“ En grín getur samt verið dauðans alvara, er það ekki? „Jú, algjörlega, þetta getur verið upp á líf og dauða fyrir mig. Ég tek þessu mjög alvar­ lega og er oft með fullkomn­ unaráráttu. Ég er reyndar að stefna á það að vera aðeins af­ slappaðri gagnvart verkefnum sem ég tek að mér. Það er svo lýjandi að vera með verkefni á heilanum 24/7. Svo á ég það til að ofhugsa hlutina, sem er oftast alls ekki málið.“ Dóra tekur sem dæmi atriði úr Skaupinu 2018 sem vakti mikla lukku. Þar brá hún sér í gervi samfélagsmiðlastjörn­ unnar Sólrúnar Diego þar sem hún þreif edikbrúsa með edik­ brúsa og skolaði svo vatn með vatni. „Ég var viss um að þetta væri alltof heimskuleg og einföld hugmynd sem myndi aldrei ganga upp. Ég minntist samt á hana á einum handrits­ fundinum en passaði að afsaka mig alveg í bak og fyrir: „Æ, ókei, ég skal segja ykkur þessa hugmynd, en hún er samt al­ veg glötuð sko.“ En svo höfðu hinir í hópnum trú á þessu, og það var rosalega gaman að sjá viðbrögðin hjá fólki. Þetta var eiginlega ákveðin lexía fyrir mig. „Keep it simple, stupid,“ er stundum sagt. Það þarf ekki alltaf að flækja hlutina svona mikið. Fólk vill fyrst og fremst skilja grínið.“ Spuni snýst um samskipti og hlustun Árið 2015 stofnaði Dóra Im­ prov Ísland hópinn sem und­ anfarin ár hefur staðið fyrir vikulegum grín­spunasýning­ um í Þjóðleikhúskjallaranum. Á nánast hverri sýningu er fullt út úr húsi og fjölmargir koma aftur og aftur enda eru engar tvær sýningar eins. Eða, eins og Emmsjé Gauti segir í umsögn sinni um sýn­ inguna: „Ohmygod hvað þetta var gott stöff.“ Í Bandaríkjunum er mikil hefð fyrir spunaleiksýningum og hafa margar af stærstu Hollywood­stjörnunum geng­ ist undir spunaþjálfun, til að mynda Bill Murray, Tina Fey, Will Ferrell, Mike Meyers og Steve Carell. Það eru engar ýkjur að Dóra er nokkurs kon­ ar guðmóðir spuna­senunnar á Íslandi. „Ég var svo heppin að ég fékk tækifæri til að búa í New York á sínum tíma, þegar maðurinn minn þáverandi var í mastersnámi þar. Þar lærði ég improv, eða spunatækni, og sketsa­skrif í Upright Citizens Brigade í New York,“ segir Þarna áttaði ég mig á hvað ég hafði verið blind fyrir þessu. 14 FRÉTTIR 1. MAÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.