Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 28
28 MATUR 1. MAÍ 2020 DV það er þannig í öllu í lífinu.“ Nú hefur samkomubann og takmarkanir vegna COVID-19 sett strik í reikninginn hjá mörgum menntaskólanemum. Elenora lét það þó ekki stoppa sig í því að baka. Þvert á móti bakar hún nú sem aldrei fyrr. „Heldur betur. Það er í raun það eina sem heldur mér gangandi. Ég er rosa „aktíf“ manneskja og fannst mjög skrýtið að þurfa að vera heima, geta lítið farið og vera ekki í vinnu þar sem ég elska vinnuna mína og fólkið mitt þar. Ég elska að vakna snemma, stilla á góða tónlist og baka eitthvað gott og fara svo og færa einhverjum sem mér þykir vænt um. Ég hef í raun bakað nær daglega. Ég er kannski í fríi frá vinnu en vil samt nýta þennan tíma í að kafa dýpra og læra meira.“ Leyndardómsfull bakstursósk Elenoru hefur einnig tekist að láta gott af sér leiða með bakstrinum. Árið 2017 var Elenora kosin Suðurnesingur ársins og bakaði af miklum móð í þágu góðra málefna. „Ég fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla sem kallast Omphalocele. Ég þurfti þar af leiðandi oft á hjálp Barna- spítalans að halda. Seint árið 2016 ákvað ég að helga árið 2017 því að baka og selja kök- ur og safna pening til styrktar Barnaspítalanum. Þetta var eitthvað sem ég ákvað alveg á eigin spýtur og fór allur ágóði óskertur til styrktar spítal- anum til að þakka þeim fyrir alla þá hjálp sem ég fékk frá þeim. Fólkið þar er það besta í heimi og ég hef alltaf líkt fólkinu þar við engla í dular- gervi. Seint árið 2018 hélt ég svo viðburð til styrktar minn- ingarsjóði Einars Darra. Í bæði skiptin var þetta algjör hvatvísi hjá mér, hugmynd sem ég fékk og framkvæmdi strax en er svo þakklát fyrir að hafa látið verða af. Ég fékk símtal, einmitt þegar ég var inni í Allt í köku, þar sem ég var beðin um að baka köku fyrir mann ársins en fékk aldrei að vita hver það væri, bara að ég ætti að hafa mig til því ég þyrfti að fara í smá viðtal líka. Í viðtalinu var ég svo beðin um að skrifa nafnið mitt því ég væri maður ársins. Ég átti mjög bágt með mig og brast í grát, uppfull af þakklæti. Minning sem ég geymi fast í hjartanu mínu.“ En hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir þessa efni- legu konu? „Ef allt fer samkvæmt áætlun útskrifast ég á næsta ári, 2021, sem bakarasveinn. Mig langar í framhaldi af því út í pastrynám. Eftir fimm ár sé ég mig útskrifaða bæði sem bakara og pastrychef, búin að búa erlendis og mögu- lega vinna þar. Ég verð komin heim, í góðri vinnu og von- andi að stefna á að opna mitt eigið fyrirtæki, hvort það yrði bakarí, veisluþjónusta eða Sumartart Tartdeig 300 g hveiti 150 g smjör við stofuhita 100 g flórsykur 1 egg 1 eggjarauða Allt sett saman í skál og hnoðað þar til þetta er orðið að deigi. Deigið er sett inn í kæli í hálftíma til að það sé auðveldara að rúlla það út. Forhitið ofninn í 160°C. Rúllið deigið út. Setjið í bökunarform og þrýstið vel niður í alla kanta. Byrjið á að baka tartskelina í 20 mín- útur. Takið hana svo úr ofninum og penslið hana að innan með eggja- rauðu. Setjið hana svo aftur inn í ofninn í 10-15 mínútur í viðbót eða þar til skelin er gullinbrún. Þetta mun hindra að það sem við setjum inn í tartið leki í gegn. Hindberjakompot 200 g frosin hindber 50 g sykur 30 g vatn 15 g sítrónusafi 3 mintublöð Allt sett saman í pott og látið bull- sjóða í 5 mínútur á meðan þið hrærið stanslaust. Eftir þessar 5 mínútur er hitinn undir pottinum lækkaður og látið léttsjóða í 10 mínútur í viðbót og hrært í öðru hvoru. Eftir 10 mínúturnar er þetta sett í gegnum sigti þar til aðeins mintu- blöðin og fræin eru eftir. Sítrónukrem 5 eggjarauður 2 egg Börkur af einni sítrónu 130 g sítrónusafi 110 g sykur 60 g ósaltað kalt smjör Setjið allt nema smjörið í skál og hitið yfir vatnsbaði á vægum hita. Þetta þarf að hræra stanslaust með písk í um 5-7 mínútur eða þar til áferðin er orðin eins og sósa. Takið skálina af vatnshitabaðinu og bætið smjörinu saman við. Hrærið þar til allt er komið saman. Samsetning Takið tartskelina varlega úr forminu. Setjið hindberjakompotið í botninn á skelinni og dreifið jafnt úr því. Setjið svo sítrónukremið ofan á hindberja- kompotið og dreifið vel. Skreytið eins og þið viljið. Kælið í 2-4 tíma og berið tartið síðan fram eins og það er eða til dæmis með góðum ís. Þrátt fyrir ungan aldur stefnir Elenora hátt . MYND/AÐSEND Framhald af síðu 26 eitthvað annað kæmi þá í ljós seinna.“ Það er þó lítið gagn í því að baka bara út í loftið. Hvern er skemmtilegast að baka fyrir og hvers vegna? „Þá sem kunna að meta vinnuna sem maður setur í það sem maður er að baka og eru þakklátir fyrir það. Ég reyni að gefa aldrei neitt nema ég sé ánægð með það. Yfirleitt fer mikil vinna í það sem maður bakar og þess vegna er ekkert leiðinlegra en að afhenda vanþakklátu fólki eitthvað sem maður er stoltur af og eyddi miklum tíma í. En skírnarkökur eru algjört uppáhald. Það er eitthvað svo dýrmætt við það að vita nafnið á litlu barni á undan öðrum.“ Svona að lokum: Hvaða myndir þú vilja gefa þeim sem hafa áhuga á bakstri og vilja skara fram úr á því sviði? „Að hafa trú á sjálfum sér. Ég er komin svo langt, en væri komin svo miklu lengra ef ég hefði ekki alltaf hlustað á neikvæð ummæli frá öðrum. Ef maður vill skara fram úr og vera góður í því sem maður gerir er gott sjálfstraust lykil- atriði. Að treysta sjálfum sér, leyfa sér að gera mistök en læra af þeim, að standa með sjálfum sér og hvetja sjálfan sig áfram. Og ef þú vilt skara fram úr þá verðurðu að vinna fyrir því. Taktu þátt í því sem þér stendur til boða, farðu skref- inu lengra en þú þarft, lestu þér til á netinu, fáðu innblást- ur úr öllum áttum og hlustaðu vel þegar fólk er að kenna þér og leiðbeina. Þú munt aldrei skara fram úr nema þú sért tilbúinn að leggja vinnuna í það.“ n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.