Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 30
Una í eldhúsinu U na Guðmundsdóttir, sælkeri DV, slekkur ekki á ofninum þó að það sjáist til sólar. Þvert á móti hristir hún svuntuna, rífur upp ísskápshurðina og skellir í fullkomnar sunnu- dagsbollur og holla súpu sem má vel borða úti á palli ef sú gula lætur sjá sig. Kotasælubollur 650 g hveiti ½ msk. sykur 3 msk. sesamfræ 1 tsk. salt 50 g ger (1 bréf) 30 g smjör 5 dl mjólk 100 g kotasæla Egg til að pensla með Blandið öllum þurrefnunum sam- an í skál. Bræðið smjör og látið aðeins kólna. Blandið mjólkinni og smjörinu saman við þurrefnin og hnoðið vel saman. Setjið rakan klút yfir skálina og látið deigið hefast. Mótið bollur og setjið á bökunarpappír, penslið bollurnar að ofan með eggi. Bakið við 200°C þar til þær brúnast. Tómatsúpa 1 lítri vatn 2 stk. kjúklingakraftur 2 hvítlauksrif ( pressuð ) 800 g niðurskornir tómatar í dós 1 dós tómat-paste 250 g sellerí 250 g gulrætur 1 stk. laukur 1 msk. oregano Salt og pipar að vild Byrjið á að saxa niður gulrætur og sellerí og sjóðið þar til orðið mjúkt. Maukið gulræturnar og sellerí saman með töfrasprota. Bætið svo tómötunum og restinni saman við og látið sjóða í góða stund. Kryddið súpuna svo til eftir smekk . Gott er að bera súpuna fram með ferskri basilíku og góðu brauði. Í þessari viku reiðir Una fram huggulegan hádegisverð sem kætir kroppinn. 30 MATUR 1. MAÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.