Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 2
Græna ljósið og fögru fyrirheitin Þegar COVID-19 far-aldurinn er búinn ætla ég að …“ Þessa setningu hefur Svarthöfði heyrt skrill- jón billjón sinnum á undan- förnum vikum og lýkur henni vanalega á fögrum fyrir- heitum. Nú hafa allir fengið góðan tíma til kristilegrar ígrund- unar og markmiðasetningar, á meðan samfélagið allt hefur setið fast á rauðu ljósi vegna faraldursins. Þessi ætlar loks- ins að ganga á Esjuna, hinn ætlar að byrja að leggja til hliðar fyrir framtíðina, Gúndi úti í bæ ætlar loksins að segja Guggu í ræktinni hvernig honum líður. Svarthöfði sogaðist inn í þetta æði og lofaði öllu fögru og meiru til. Svarthöfði skyldi loksins passa í markmiðsfötin og læra að leggja í hliðar- stæði. En síðan runnu á Svart- höfða fleiri grímur en prýða hann vanalega. Hvað er það í rauninni sem þessi loforð eru? Jú, þetta eru að sjálfsögðu nýju áramóta- heitin. Og rétt eins og ára- mótaheitin verðum við fljót að renna á rassgatið með þau. Vöðvaminnið í fólki er sterkt og vaninn ekki auðveldlega brotinn á bak aftur. Því þó að þetta ástand hafi varað nú mánuðum saman erum við ekki að nýta þennan tíma til að búa okkur til betri venjur eða tileinka okkur nýtt hugar- far. Við erum bara búin að vera að lifa af og bíða. Samfélagið hefur verið á rauðu ljósi og nú hefur gula ljósið verið tendrað. Um leið og kviknar á því græna þá munum við öll bruna af stað og halda okkar fyrirfram ákveðnu leið. Nú gætu sumir sagt: „Svart- höfði, mikið djöfull geturðu verið svartsýnn og leiðin- legur.“ En þetta er bara sann- leikurinn. Við getum ekki ætl- ast til þess að heimsfaraldur einn og saman eigi eftir að breyta lífi okkar og persónum alveg sjálfkrafa. Ef það væri svo auðvelt þá væru líklega einhverjir gúrúar úti í eyði- mörkum farnir að prufa sig áfram með smitsjúkdóma og einangrun. Þetta er því bara rétt eins og með áramótaheitin. Það verða tvær, þrjár vikur teknar með trompi en að endingu mun einn gefast upp á bílastæðinu fyrir framan Esjuna, því að veðrið er ekki gott, eða því það eru svo margir bílar, eða annað álíka slappt bull. Ann- ar mun fatta að veskið hans er götótt og því gefst ekkert svigrúm til að spara, enda bráðnauðsynlegt að kaupa nýj- ustu tískumálninguna í Slipp- félaginu fyrir fúlgur fjár og Gúndi heldur áfram að mæna á Guggu, því hún lítur út fyrir að vera í svo vondu skapi, því hann lítur svo asnalega út í ræktinni, eða því hann áttar sig á að Gúndi og Gugga á eftir hljóma hallærislega á sameiginlegu jólakorti. Svarthöfði henti því bæði markmiðsbuxunum og mark- miðsfermingarjakkafötunum, og henti út smáforritinu sem átti að kenna listina að leggja í hliðarstæði. Þegar Svarthöfði verður tilbúinn í lífsstíls- breytingu þarf engan heims- faraldur til að koma honum í gang. Hvenær það svo verður veit nú enginn. En það mun allavega ekki gerast á meðan hann er fastur á rauðu ljósi. ■ SVART HÖFÐI Í TÆKINU Ekki vera fáviti Þ að hafa flestir lent í því á lífsleiðinni að vera sagt upp. Hvort sem það er af bestu vinkonunni í 5. bekk, heitu kær- ustunni með háu kinnbeinin í Versló eða á seinni stigum lífsins í framtíðarstarfi eða hjónabandi. Það er vont að vera hafnað. Alveg sama þó að mörg þúsund manns hafi verið hafnað sama dag. Það er samt vont. Hrikalega vont. Kvíði, pirringur, taugaveiklun, hræðsla og alls kyns aðrar tilfinningar fylgja, fyrir utan fjárhags- áhyggjur sem smita út frá sér inn í fjölskylduna. Og hvað svo? Setja bara undir sig hausinn og halda áfram? Nei, erum við ekki hætt því? Að bæla tilfinningar og burðast með þær áratugum saman svo að áföllin erfist áfram til næstu kynslóðar með vöðvabólgu og kvíðaröskun? Hvernig væri að leyfa sér að fara aðeins inn í tilfinningarnar, leita til þeirra sem eru að upplifa það sama og um leið gera umburðarlyndi að möntru sinni? Það eiga margir um sárt að binda í þessu ástandi svo örlítil eftirgjöf og þolinmæði gagnvart náunganum myndi ekki drepa okkur. Já, og fyrst fólk ætlar á annað borð að girða sig í brók og tileinka sér mannasiði væri fínt að ökumenn færu líka að stoppa fyrir fót- gangandi. Ég hef oftar en einu sinni staðið með barn, poka, óléttumaga og alls konar, en sjaldnast er stoppað til að hleypa manni yfir götuna. Varúð, nú leyfi ég mér að nöldra um skort á mannasiðum. Fyrir nokkrum árum ofbauð mér þessi dóna- skapur svo að ég ákvað að gera tilraun. Þóttist vera með bilaðan bíl úti í vegkanti í Garðabæ. Ég var með gleraugu og tagl, í íþróttagalla og á gömlum bíl. Það stoppaði einn bíll og bauð mér aðstoð á 20 mínútum! Það var töluverð umferð um götuna en flestum virtist vera sama enda visi fólk ekki að ég var með falda myndavél. Þá ákvað ég að ná í nýbónaðan Audi, skella mér í kjól og háa hæla með slegið hár og varalit. Þá byrjaði ballið og það stoppaði bíll eftir bíl. Ég var eins og starfsmaður í lúgusjoppu og hafði ekki undan að af- þakka pent í gegnum bílrúður. „Nei, takk, ég þarf ekki aðstoð ég er bara að kanna hvort fólk sé fífl!“ ■ ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Ruth Bergsdóttir, ruth@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing | DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is Jón Gnarr, „altmuligmand“ með meiru, hefur gert garð- inn frægan sem grínisti, rit- höfundur, leikskáld, borgar- stjóri, útvarpsmaður, leikari, leigubílstjóri og svona mætti áfram telja. Þó að hann hafi einnig sungið og samið lög þá er tónlist ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar það heyrir nafn hans. Svo DV sló á þráðinn til að forvitnast um hvað Jón okkar Gnarr væri eiginlega að hlusta á. MYND/GETTY 1 Crass „Ég hlusta ekki á tónlist eins og fólk gerir. Ég hef bara hlustað á eina hljómsveit og það er breska pönkhljóm- sveitin Crass og sú hlustun gengur öll út á texta, ég hlusta á þá.“ 2 Born Standing Up „Ég er að hlusta á bókina Born Stand- ing Up, eftir Steve Martin. Hún er ágæt.“ 3 Futility Closet „Svo er ég að hlusta á hlað- varpið Futility Closet, sem eru mjög athyglisverðir þættir. Þetta eru nördahjón sem fjalla um alls konar skrítna og athyglisverða hluti.“ 2 1. MAÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.