Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 31
Súrdeigssamloka Frosta Uppskrift fyrir 2 Súrdeigsbrauð (skera sneiðar nægilega þunnt svo þær komist í brauðrist) 3 egg 1 dl fetaostur 1 rauðlaukur 1 Philadelphia-rjómaostur 200 g reyktur lax Hrærið eggin saman við fetaost og saxið rauðlauk í litla bita út í eggja- hræruna. Steikið eggja- hræruna í hæfi- l e g a þ u n n a ommilettu. R ist ið brauð og smyrjið með vænu lagi af rjómaosti. Egg og lax sett á milli og samlokan er tilbúin. Betri súrdeigssamloku er ekki hægt að hugsa sér F rosti Logason er stjórn-málafræðingur að mennt og fjölmiðla- stjarna á daginn. Hann er þekktastur fyrir að sjá um út- varpsþáttinn Harmageddon á X-inu 977 en þar að auki er hann mikill matmaður. Hefðbundinn dagur „Ég starfa hjá fjölmiðla- samsteypunni Sýn, þar sem ég stýri útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu 977 á morgnana. Síðan vinn ég í innslögum fyrir Ísland í dag á Stöð 2 eftir hádegið. Þetta er mjög þægilegur vinnutími þar sem ég ræð mér mikið sjálfur þannig að í venju- legu árferði leyfi ég mér að fara talsvert mikið í ræktina og fer þá alltaf í World Class stöðina Laugar. Undir venju- legum kringumstæðum fer ég þangað einu sinni á dag og ég náttúrulega sakna þess mikið núna í þessu samkomubanns- ástandi,“ segir Frosti. Borðar ekki kjöt „Mataræði mitt er svona frekar heilbrigt og hollt held ég. Ég borða ekki morgun- mat því mér finnst gott að fasta til hádegis. Ég vil ekki vera saddur allan sólarhring- inn heldur vill frekar leyfa meltingarkerfinu að fá smá frí inn á milli. Annars borða ég yfirleitt hádegismat í mötu- neytinu niðri í vinnu. Þetta er heimsklassa veitingastaður sem er með sjúklega góðan en yfirleitt hollan mat. Fisk- réttir eru þar í algjörum sér- flokki og síðan eru alltaf góðir grænmetisréttir líka, sem er Mataræði Frosta saman- stendur af holl- um og góðum mat. Hann býr með stórkost- legum kokki en getur bjargað sér í eldhúsinu ef þess þarf. Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Matseðill Frosta Morgunmatur Borða ekki morgunmat. Hádegismatur Einhver góður grillaður eða ofn- bakaður fiskur. Lax og þorskur er í sérstöku uppáhaldi. Millimál Hrökkbrauð og jógúrt. Kvöldmatur Mexíkóskt fajitas eða taco. Frosti Logason gerir alveg tryllta samloku. MYNDIR/SIGTRYGGUR ARI frábært af því ég borða ekkert kjöt,“ segir Frosti. „Ég gríp mér síðan yfir- leitt eina hrökkbrauðsneið og jógúrt í kaffitímanum ef ég er rosalega svangur. Á kvöldin nýt ég þess svo að búa með heimsins besta kokki en Helga Gabríela, konan mín, er rosa- lega dugleg að búa til eitthvað nýtt í eldhúsinu og það er yfir- leitt eitthvað sem er frekar hollt líka. Ég er ekki mikið í eldhúsinu og elda þar hlutfallslega mjög sjaldan miðað við konuna mína. En ég get bjargað mér ef allt annað bregst. Síðan eru einn eða tveir réttir sem ég tel mig hafa góð tök á þannig að þegar ég elda þá finnst mér ég vera rosalega góður kokkur,“ segir Frosti. „Uppáhaldsmaturinn minn er í rauninni bara allt sem konan mín eldar. Ég er sér- staklega hrifinn af öllum mexíkósku réttunum sem hún gerir og svo elska ég súr- deigspitsurnar hennar alveg sérstaklega mikið. Síðan er indverskur matur líka í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Frosti. Uppskrift sem er vinsæl á þínu heimili þessa stundina? „Uppáhaldssamlokan mín sem ég get eldað sjálfur er Hancock-samlokan sem ég lærði að gera úti í Boston þegar Orri vinur minn var í námi þar. Hún heitir eftir einum af landsfeðrum Banda- ríkjanna sem menn muna best eftir af því að undirskriftin hans á sjálfstæðisyfirlýsing- unni var svo miklu stærri en allra hinna sem voru kannski frægari. Betri samloku er ekki hægt að hugsa sér en hún samanstendur af frábæru súr- deigsbrauði sem konan mín gerir, reyktum laxi, eggja- hræru og rjómaosti. Þessu er síðan best að skola niður með nýkreistum appelsínusafa.“ n MATUR 31DV 1. MAÍ 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.