Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 6
1. MAÍ 2020 DV Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt RÍKISSTYRKTAR UPPSAGNIR Andrés Ingi Jónsson telur „ríkisstyrktar uppsagnir“ ekki farsæla lausn á vandanum. Forsætisráðherra segir aðgerðirnar lið í því að tryggja rétt launafólks. T ilkynnt var um stærstu uppsögn Íslandssögunn-ar daginn eftir að ríkis- stjórnin kynnti aðgerðir til að styðja við greiðslur launa- kostnaðar á uppsagnarfresti. Icelandair hefur sagt upp um 2.100 manns og gaf forstjóri fyrirtækisins út að aðgerða- pakki stjórnvalda hefði haft áhrif á útfærslu uppsagnanna. Ríkið hvetji til uppsagna Andrés Ingi Jónsson, óháður þingmaður, gerði þessar að- gerðir stjórnvalda að umtals- efni á Alþingi í gær. Hann sagði ríkisstjórnina greini- lega komna í neyðargírinn fyrst verið væri að kynna hug- myndir sem ekki væri búið að útfæra að fullu en sagðist þó hafa ákveðinn skilning á að- stæðum enda stór vandi sem þurfi að leysa. „Loks má spyrja sig hvort ríkisstyrktar uppsagnir sé það sem best leysir vandann. Vissulega voru uppsagnir byrjaðar og fleiri á leiðinni, en þær verða fleiri en ella vegna þess að ríkisstjórnin býðst til að niðurgreiða hverja upp- sögn um 2,5 milljónir króna. Á meðan hlutabótaleiðinni var ætlað að styðja fyrirtæki til að halda fólki í vinnu, þá á nú að hvetja fyrirtæki til að segja því upp,“ sagði Andrés. Birgir Þórarinsson, þing- maður Miðflokks, var á svip- uðum nótum og sagði ríkis- stjórnina hafa komið með skýr skilaboð til fyrirtækja: „Nú getið þið sagt upp starfs- fólkinu ykkar án kostnaðar. Í stuttu máli er ríkið að greiða starfsfólkinu uppsagnarfrest en þetta leysir ekki neinn vanda og eykur í raun bara skuldir ríkissjóðs. Í raun er ríkið að hvetja til uppsagna,“ sagði Birgir í pontu í gær. Markmið að afstýra gjaldþrotum DV spurði Katrínu Jakobs- dóttur forsætisráðherra hvort hér væri ekki einmitt um ríkisstyrktar uppsagnir að ræða, og segir hún í skrif- legu svari: „Aðgerðir ríkis- stjórnarinnar miða að því að verja störf með framhaldi hlutastarfaleiðarinnar sem mun skipta verulegu máli fyr- ir mörg fyrirtæki sem munu nú rétta úr kútnum eftir því sem faraldurinn gengur yfir. Hins vegar liggur fyrir að mörg fyrirtæki standa ekki nægjanlega vel til að geta nýtt sér hlutastarfaleiðina og er þá horft til fyrirtækja sem orðið hafa fyrir 75% tekjufalli eða meira. Þá eru töluverðar líkur til að fyrirtækin fari í þrot og greiði engum laun á uppsagn- arfresti. Okkar aðgerðir miða að því að búa til skjól með því að einfalda fyrirtækjum fjár- hagslega endurskipulagningu, afstýra fleiri gjaldþrotum en færri en tryggja um leið rétt- indi launafólks.“ Fyrir þau fyrirtæki sem nýta sér þessa leið greiðir ríkið að hámarki 663 þúsund krónur á mánuði í allt að þrjá mánuði auk orlofs og er há- markshlutfall ríkisins 85%. Leiðin er í boði frá 1. maí til 30. september. Um hádegisbilið í gær stað- festi Unnur Sverrisdóttir, for- stjóri Vinnumálastofnunar, í samtali við RÚV að þeim hefði verið tilkynnt um rúm- lega 3.700 uppsagnir á tveim- ur dögum, og eru uppsagnir hjá Icelandair þar meðtaldar. Kvöldið áður var hún í kvöld- fréttum RÚV spurð hvort að- gerðir stjórnvalda væru til þess fallnar að auðvelda fyrir- tækjum að segja upp starfs- fólki og svaraði: „Já, örugg- lega.“ n Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is Okkar aðgerðir miða að því að búa til skjól. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Dæmi um styrki ríkisins vegna uppsagna Laun Ríkið Fyrirtæki Hlutur ríkisins 300.000 255.000 45.000 85% 500.000 425.000 75.000 85% 700.000 595.000 105.000 85% 900.000 633.000 367.000 70% Andrés Ingi Jónsson segist hafa skilning á vanda stjórn- valda en þó sé nauðsyn- legt að útfæra björgunarað- gerðir vel áður en þær eru kynntar. MYND/EYÞÓR 6 FRÉTTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.