Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 16
1. MAÍ 2020 DV16 EYJAN Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmað-ur og ráðherra Vinstri grænna, telur krísuna vegna Covid-19 tilefni til róttækrar endurskoðunar á þeim grunn- innviðum sem mynda sam- félagið. Hann sagði Eyjunni frá því sem hann telur nauð- synlegt að gera til að bjarga Íslandi. „Maður reynir að átta sig á stóru myndinni og þeim hættum sem þarf að varast. Ein er sú að ráðist verði í um- fangsmiklar einkavæðing- araðgerðir, líkt og áform eru uppi um varðandi Leifsstöð og í samgöngukerfinu. Það hefði átt að kynna slíkt fyrir kosn- ingar, en ekki eftir á.“ Ögmundur vill einnig þjóð- nýta Icelandair: „Ef við ætlum á þá braut að skilgreina félag- ið sem kerfislega nauðsynlegt og dæla í það skattpeningum þá þarf að fara alla leið og taka það algerlega yfir. Og þá finnst mér einnig að skatt- greiðendur ættu að fá hlut í eignarhaldinu á móti.“ Hann hefur þó mestar áhyggjur af litlum og meðal- stórum fyrirtækjum: „Hættan er að í slíku ástandi verði einhver sem taki ákvörðun um hver lifi af og hver ekki og þau sem eru öflugust taka yfir hin smærri. En markmiðið ætti að vera að koma í veg fyrir samþjöppun á fjármunum og valdi, eins og raunin hefur því miður ekki verið í sjávarútvegi með kvótakerfinu.“ Róttækt endurmat „Við þurfum að endurmeta svo margt í okkar samfélagi á svona tímum. Þessi grund- vallaratriði samfélagsins, hús næðiskerfið, heilbrigðis- kerfið, löggæsluna, trygginga- kerfi almannatrygginga, land búnað ar- og sjávarútvegs- kerfið þarf að taka í gegn. Fyrir aðeins ári síðan var hlegið að fólki sem varaði við innflutningi á hráu kjöti. Það hlær enginn að þessu fólki í dag. Mér líst vel á hug- myndir Kára Stefánssonar um að rækta hér okkar eigið grænmeti og gera orku til inn- lendrar matvælaframleiðslu gjaldfrjálsa að mestu. Og hvað sjávarútveginn varðar þurfum við að fá öll þessi 50 þúsund tonn sem landað er erlendis, hingað heim til vinnslu. Við þurfum algera stefnubreyt- ingu í þessum málum.“ Efling ríkisins Ögmundur vill sömuleiðis fjölga starfsmönnum hins opin bera líkt og Samfylkingin hefur talað fyrir: „Þessi krísa kennir okkur að heilbrigðis- kerfi á vegum hins opinbera stendur á sterkari fótum en hins markaðsdrifna, líkt og Bandaríkjamenn eru að upp- götva nú. Það þarf að búa betur að innviðum okkar, eins og lög- gæslu. Ef það kallar á meira starfslið, þá er það samfélag- inu til góðs. En því miður er ríkið í augum margra hægri manna af hinu illa, þangað til þeir leggjast inn á sjúkrahús, líkt og Boris Johnson komst að á dögunum,“ segir Ögmundur, en forsætisráðherrann breski var á gjörgæslu vegna Co- vid-19 smits. 0% vextir Ögmundur hefði viljað skil- yrða björgunarpakkana við fyrirtæki sem ekki nýttu sér skattaskjól: „En þegar þú leggur lag þitt við ísbjörn, þá mun hans sanna eðli koma í ljós fyrr eða síðar,“ segir Ög- mundur, en í þessu tilfelli er ísbjörninn auðvitað Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðis- flokkurinn. Ögmundur segist þó ekki sjá nein skýr fingraför stjórnar- flokkanna á þeim aðgerðum sem hafa verið boðaðar: „En ég hefði þó kosið að þau sjón- armið sem andmæla mark- aðsvæðingarstefnunni hefðu verið öflugri. Hvað fjármála- kerfið varðar þyrfti að taka vísitölubindingu fjármagns og lána af með öllu. Í kreppu rýrna allar efnahagsstærðir; laun og tekjur til dæmis. En það er alltaf einn hlutur sem er varinn í bak og fyrir, það er fjármagnið, með vísitölu og vöxtum. Við ríkjandi að- stæður ættu að vera 0% vextir og vísitalan tekin af. Það þarf allt að rýrna til jafns, nema kaupmáttur lægstu launa og öryrkja, þann enda þarf að verja, ekki hinn,“ segir Ög- mundur og nefnir að einnig þurfi að setja á gjaldeyrishöft og hátekjuskatt, en telur hefð- bundnar skattahækkanir ekki raunhæfar. Húsnæðismál Ögmundur tekur undir þá gagnrýni að læra þurfi af mistökunum við síðasta hrun, þegar kemur að heimilunum: „Það versta sem gerðist í síð- asta hruni er að lánavísitalan var ekki tekin úr sambandi og þannig lentu skuldug heimili í verðbólguskoti með skelfi- legum afleiðingum. En við þurfum núna í þess- ari naflaskoðun okkar að dusta rykið af verkamanna- bústaðakerfinu og leita fé- lagslegra lausna í húsnæðis- málum. Það þarf að efla Íbúðalánasjóð og styrkja stöðu leigjenda og kaupenda. Það er búið að rífa niður þetta kerfi á síðustu 40 árum og það er kominn tími til að styrkja undirstöðurnar að nýju.“ Engin beintenging Ögmundur hefur verið gagn- rýninn á forystu VG eftir að flokkurinn fór í eina sæng með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Aðspurður hvort hann hefði samþykkt þann ráðahag, væri hann enn í þing- flokki VG, svarar Ögmundur afdráttarlaust: „Nei!“ Hann segist heldur ekki veita for- sætisráðherra neina ráðgjöf: „Ég er ekki beintengdur inn í pólitíkina með þeim hætti nei, ég lít frekar á mig sem grasrótarmann, aðila úti í bæ sem vill styðja við sjónarmið sem eru vissulega til staðar innan stjórnarráðsins varð- andi jöfnuð. En það sem er að gerast í pólitíkinni er að við erum með flokka sem segjast ætla að gera eitt, en gera svo annað. Stjórnmálamenn þurfa að segja satt.“ n VILL ÞJÓÐNÝTA ICELANDAIR Trausti Salvar Kristjánsson traustisalvar@eyjan.is OnePortal er vefgátt sem gerir fyrirtækjum og sveitar- félögum kleift að veit íbúum þjónust allan sólahringinn, allt árið um kring. Rafrænir innri ferlar eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa eð viðskiptavini, þar sem þeir Gæða- stjórnun á stóran þátt í góðum árangri fyrirtækja. OneQuality er lausn sem OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. OneRecords er öug lausn sem auðveldar fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan um mál sem eru í gangi á hverjum tíma. Stjórnendur hafa y sýn yr gang mála innan fyrirtækisins og notendur geta á einfaldan máta sótt lista yr þau mál sem þeir bera ábyrgð á. Vilt þú koma skjalamálunum í lag? VELJUM ÍSLENST - VELJUM ÍS LE NS KT -V EL JUM ÍSLENSKT - Rec rds Mála- og skjalakerfi Self-Service www.one.is OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is www.one.is . one@one.is sími: 660 8551 . fax: 588 1057Ögmundur er ekki lengur í ríkisstjórn en telur ljóst hvað þurfi að gera vegna efna- hagsáhrifa Covid-19. Ögmundur telur róttækar breytingar á innviðum samfélagsins nauðsynlegar á krísutímum sem þessum. MYND/ANTON BRINK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.