Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 18
É g var um skeið vara-maður í borgarstjórn Reykjavíkur og sat af og til fundi ýmissa nefnda og ráða borgarinnar í forföllum aðalmanna. Eitt sinn sat ég fund í einu þessara ráða þar sem fulltrúar meirihlutans (ég var í minnihluta) voru í óða- önn að skipuleggja fund um kvenréttindi. Nefndarmenn ræddu lengi um tilhögun fundarins niður í minnstu smáatriði, hvernig dúkar ættu að vera á borðum, hvaða veitingar skyldi bjóða upp á og þar fram eftir götunum. Nú er rétt að ég taki fram að um- ræðuefnið er sígilt og brýnt en svo fór að ég greiddi atkvæði gegn því að umræddur fundur yrði haldinn og lét bóka að ég liti svo á að það væri ekki í verkahring ríkis og sveitar- félaga að halda almenna mál- fundi. Þeir ættu skilyrðislaust að fara fram á vegum frjálsra félagasamtaka. Ég held að þessi uppákoma sem ég varð þarna vitni að sé um margt lýsandi dæmi um þróun stjórnmálanna undan- farin ár: Kjörnir fulltrúar virðast ekki nærri alltaf gera greinarmun á verkefnum hins opinbera og þeim málefnum sem eiga heima á vettvangi frjálsra félagasamtaka – þar með talið stjórnmálaflokka. En nú er svo komið að megin- hluti tekna stjórnmálaflokka kemur beint úr vasa skatt- greiðenda og þeir fjármunir hafa vaxið gríðarlega á allra síðustu árum. Grasrótarstarf að mestu horfið Ríkisstyrkir til stjórnmála- flokka eru tiltölulega nýlegt fyrirbrigði í lýðræðisríkjum en hafa vaxið hratt. Ein meg- inröksemdin fyrir þeim er sú að þannig megi draga úr hættu á að einkaaðilar hafi mótandi áhrif á stefnu flokka í krafti fjármuna. Á móti kem- ur að hætt er við að flokkarnir slitni úr lífrænum tengslum við samfélagið þegar þeir eru ekki lengur háðir framlagi flokksmanna sjálfra og at- hugum að framlag þeirra er ekki eingöngu í formi peninga. Hvers kyns vinnuframlag og þátttaka sjálfboðaliða í funda- starfi er ekki síður mikilvæg lýðræðinu. Félagsstarf í flokkunum hefur hrunið undanfarin ár og varla rétt að tala um gras- rótarstarf þegar ríkissjóður borgar kostnaðinn. Hvað sem því líður láta stjórnmálamenn sér þetta vel líka enda eftir- sóknarverðara að sitja í þæg- indum eins og embættismenn- irnir heldur en eiga allt undir kröfuhörðu flokksfólki. Þá má líka spyrja sig hvort það sé siðferðilega rétt að láta skattgreiðendur fjármagna hugmyndabaráttu sem er þeim ekki þóknanleg. Stjórn- málastarf er ekki „almanna- þjónusta“ í neinum skilningi. En kannski eru viðfangsefni hins opinbera einfaldlega orðin of margbrotin og skilin óglögg milli þess sem það á að sinna annars vegar og borgar- arnir hins vegar. Flokkarnir settir á fjárlög Lengst af ríkti nær algjör leynd yfir fjármögnun stjórn- málaflokka. Þetta ól eðlilega á tortryggni og það var því skref í átt til opnara þjóð- félags að skylda flokkana til að gera bókhald sitt opin- bert árið 2006. En um leið náðist samstaða á þingi um styrki ríkissjóðs og bæjar- og sveitarsjóða til stjórnmála- samtaka. Hámarksframlag einstaklinga og lögaðila var ákveðið 300 þúsund krónur og flokkunum gert skylt að gefa upp hverjir veittu þeim styrki um þá fjárhæð, en síðar var markið hækkað í 400 þúsund. Allir þingmenn studdu frum- varpið á sínum tíma nema þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks sem sátu hjá, þeir Birgir Ár- mannsson, Einar Oddur Krist- jánsson og Sigurður Kári Kristjánsson. 127% hækkun milli ára Á meðfylgjandi súluriti sést hvernig ríkisstyrkur til stjórnmálaflokka hefur vaxið undanfarinn áratug. Alls eru þetta nærri fimm milljarðar á verðlagi ársins í ár. Stærsta breytingin varð milli áranna 2017 og 2018 þegar fjárfram- lögin voru hækkuð um 127%. Sex af átta þingflokkum lögðu fram tillögu um hækkunina, en Píratar og Flokkur fólksins voru ekki meðflutningsmenn. 1. MAÍ 2020 DV Á ÞINGPÖLLUM Björn Jón Bragason Styrkir til stjórnmálaflokka hafa vaxið gríðarlega undanfarin ár á sama tíma og flokksstarfi hefur hnignað mjög. MYND/ANTON BRINK Framlög til stjórnmálaflokka 2019 Hér má sjá skiptingu fjárframlaga úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka árið 2019. Allar tölur eru á verðlagi þess árs. NÆRRI FIMM MILLJARÐAR TIL FLOKKANNA Á ELLEFU ÁRUM Þar að auki nam kostnaður við pólitíska aðstoðarmenn 405 milljónum króna á síðast- liðnu ári. Ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka síðastliðin 11 ár Hér má sjá hvernig ríkisstyrkur til stjórnmálaflokka hefur vaxið undanfarinn áratug, en samtals gera þetta 4.928.441.204 króna á ellefu árum. Tölurnar miðast við verðlag í mars 2020. 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 800 700 600 500 400 300 200 100 0 HEIMILD: STJÓRNARRÁÐ ÍSLANDS Milljónir króna 44 1. 41 7. 38 4 38 5. 22 5. 42 3 35 4. 83 6. 84 2 33 6. 32 9. 29 7 29 8. 13 7. 93 1 32 0. 68 7.1 17 31 5. 40 7. 95 6 30 7. 72 6. 02 7 67 7. 66 1. 97 2 75 8. 85 1. 25 6 73 2. 16 0. 00 0 180 160 140 120 100 80 60 40 20 0 HEIMILD: STJÓRNARRÁÐ ÍSLANDS Milljónir króna Þeir nutu engu að síður góðs af hækkuninni. Styrkur til Flokks fólksins fór úr 20 millj- ónum í 45 milljónir og Píratar fengu 60,5 milljónir í stað 27 milljóna. Tildrög þessarar miklu hækkunar var bréf sem fram- kvæmdastjórar Framsóknar- flokks, Miðflokksins, Sam- fylkingar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Vinstri grænna skrifuðu þar sem farið var fram á „leiðréttingu“ fram- laga til stjórnmálaflokka. Það reyndist þingheimi ljúft að seilast eftir nokkur hundruð milljónum til viðbótar í vasa skattborgara. Á annan milljarð á ári Að auki hafa þingflokkarnir á að skipa 27 pólitískum aðstoð- armönnum, ef aðstoðarmenn formanna eru meðtaldir. Þetta fólk gengur erinda pólitískra flokka á kostnað skattborg- ara án þess að nokkur hafi kosið það. Það má því segja að „stjórnmálastéttin“ fari sístækkandi. Kostnaður við þessa aðstoðarmenn nam í fyrra 405 milljónum króna. Styrkurinn til stjórnmála- flokka var 744 milljónir það ár svo samtals er stuðningur við flokkana kominn upp í 1.140 milljónir króna. Hér eru pólitískir aðstoðarmenn ráð- herra þó ekki taldir með. Hlutverk stjórnmálamanna er að vinna að framgangi hugsjóna sinna og þá von- andi bæta samfélagið. Nú er staðan aftur á móti orðin sú að pólitíkin er að verða sam- dauna „kerfinu“ og að mestu óháð framlagi hins almenna félagsmanns. Við getum kall- að það ríkisvæðingu stjórn- málanna. n 82 .4 22 .9 09 55 .9 68 .6 64 17 8. 02 3. 42 4 57 .2 41 .9 53 83 .4 95 .1 52 72 .4 91 .2 59 91 .2 58 .8 62 12 3. 09 7. 77 7 n Framsóknarflokkur n Viðreisn n Sjálfstæðisflokkur n Flokkur fólksins n Miðflokkurinn n Píratar n Samfylkingin n Vinstri græn 18 EYJAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.