Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 34
F ru m kv öð ul l á h áu m h æ lu m Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir hefur afrekað ótrúlega hluti í viðskiptaheiminum. Hún á langan feril að baki sem fyrirsæta, fyrirtækja- eigandi og frumkvöðull, svo fátt eitt sé nefnt. Á sdís Rán var gift fót-boltamanninum Garð-ari Gunnlaugssyni. Þau skildu árið 2012 eftir níu ára samband og eiga saman þrjú börn. Ásdís flutti fyrst til Búlgaríu árið 2008 þegar Garðar skrifaði undir samn- ing við fótboltalið í Sofíu, höf- uðborg Búlgaríu. Hún flutti til Íslands árið 2017 en flutt- ist aftur til Búlgaríu í febrúar síðastliðnum. Við ákváðum að líta yfir langan og annasaman viðskiptaferil Ásdísar. Stoltust af IceQueen Við ræddum við Ásdísi um viðskiptaævintýrin og spurð- um hana hvað stæði upp úr á ferlinum. Hún segir að besta viðskiptaævintýri hennar sé án efa IceQueen-vörumerkið. „Ég byrjaði á því að hanna snyrtivörur undir IceQueen. Svo fór ég út í húðvörur, sundföt og kjóla. Ég hannaði verslun í Búlgaríu sem leit út eins og íshellir sem var hand- gerður af fremstu óperusviðs- listamönnum Evrópu. Búðin var stórkostlega fallegt lista- verk,“ segir Ásdís Rán. „ Þ et ta var ótrú lega skemmtilegt nokkurra ára tímabil og ég mokaði út vörum bæði erlendis og á Íslandi. En svo kom kreppa hér í Búlg- aríu. Meðeigandi minn, Ruja Ignatova sem var í fréttunum í fyrra, fór á hausinn. Verslun- armiðstöðin sem verslunin var í fór einnig á hausinn ásamt því að markaðurinn hrundi. Til að bæta gráu ofan á svart var ég að skilja á sama tíma og einhvern veginn fór allt í vaskinn út af utanaðkomandi aðstæðum sem ég réð ekki við. En þetta var yndislegt ævintýri sem ég á eftir að geta sagt barnabörnunum frá í framtíðinni,“ segir Ásdís Rán með bros á vör. „Svo er ég alltaf mjög stolt af þyrluflugmannsréttindun- um og þeim áfanga. Varðandi fyrirsætuferilinn þá gæti ég ekki verið stoltari, ég gerði allt sem mig dreymdi um að gera og átti frábæran feril. Sat fyrir á öllum þeim forsíðum sem mig dreymdi um, kom fram í auglýsingaherferðum, sjónvarpsþáttum og mörgu öðru.“ Ekki góð í bókhaldi Ásdís Rán segir að það sé vissulega margt sem hún hefði viljað sleppa. „En þetta er hluti af skóla lífsins held ég. Ég er aðallega frumkvöðull og hönnuður. Mín sterka hlið er að búa til og skapa allt milli himins og jarðar. Ég er hins vegar frek- ar óskipulögð, áhyggjulaus og mundi ekki treysta mér í eitt- hvað sem snýst um bókhald. Ég er miklu betri í að eyða peningum,“ segir hún. Snýst um að þora Ásdís Rán sýnir gott fordæmi þegar hún fylgir draumum sínum og lætur þá rætast. Hún er mikið fyrir að hvetja unga frumkvöðla áfram. „Ég vil hvetja fólk til að elta drauma sína og taka áhættur í lífinu. Framkvæma hugmyndir og læra af reynslunni. Það er ekkert nema jákvætt að mínu mati. Það er fullt af fólki sem velur það að lifa í ramma, gera það sama alla daga og vinna fyrir einhvern allt sitt líf. Það er eitthvað sem ég gæti aldr- ei gert en það er auðvitað líka gott og þokkalega „öruggar“ aðstæður. Það eru lög og reglur um að fólk verði að vera með and- litsgrímur hér í Búlgaríu og verður væntanlega fram á sumar. Ég hef reyndar sent slatta af grímum til Íslands en mér finnst frekar skrítið að það séu ekki harðar reglur um andlitsgrímur þar eins og í öllum öðrum löndum, ekki bara fyrir manneskjuna með grímuna heldur fyrir alla í kring. Mér finnst þetta for- gangsatriði á tímum eins og þessum,“ segir Ásdís Rán og bætir við: „Þetta hefur verið mjög erf- iður tími fyrir mig en sólin er að koma og þjóðfélagið að lifna við. Vonandi verður þetta búið fljótlega en þar til verð ég í dvala eins og svo margir aðrir.“ n Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Ég gerði allt sem mig dreymdi um að gera. Ásdís Rán situr aldrei auðum höndum. Nýjasta verkefni hennar eru handsaumaðar andlitsgrímur með blúndum og gimsteinum. MYND/BRYNJA 34 STJÖRNUFRÉTTIR 1. MAÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.