Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 21
DRÍFA SNÆDAL, FORMAÐUR ASÍ NAUÐSYNLEGT AÐ TRYGGJA FRAMFÆRSLU Við höfum áhyggjur af fram-færslu fólks frá mánuði til mánaðar. Fólk er að verða tekjulaust, hefur miklar áhyggjur af framtíðinni og við þurfum að ná öflugri viðspyrnu,” segir Drífa Snædal, formaður ASÍ. „Fyrsta at- riðið er að tryggja framfærslu eins og hægt er. Við höfum bæði sett pressu á stjórnvöld og verið í sam- starfi við stjórnvöld um ýmsar leiðir til þess,” segir hún. Það er helst tvennt sem veldur mikilli óvissi um framhaldið. „Eitt er að við vitum ekki hvað atvinnu- leysi er mikið. Sumir eru til dæmis á hlutabótaleiðinni og fara síðan yfir í fullt starf um leið og hægt er. Síðan vitum við ekki hvenær næsti ferða- maður kemur inn í landið. Þetta er ofboðslega óvissa og við vitum hvorki hver raunverulega staða er né hvað bíður okkar.” Ekki aftur í sama farið Drífa segir ljóst að miklar breytingar á samfélaginu séu í vændum. „Þá er eins gott að við vitum hvert við vilj- um stefna þegar kemur að atvinnu- lífi og framtíðarsýn. Við þurfum ekki endilega að leita aftur í sama farið heldur sníða agnúa af því samfélagi sem var fyrir COVID. Að leiðarljósi þurfum við að hafa byggðasjónar- mið, jafnrétti, fjölbreytilegan vinnu- markað, endurmat á verðmætum starfa og ýmislegt fleira sem er gjörbreytt eftir COVID,” segir hún. Flestar þær aðgerðir stjórnvalda sem hafa verið kynntar eru til bóta að mati Drífu og töluverðum árangri hafi verið náð í að verja störf með því að keyra niður virkni fyrirtækja. „En ekki öllum störfum verður bjargað og við höfum lagt áherslu á enduruppbyggingu starfa með hlið- sjón af nýsköpun og fjölbreytni og þær sjálfbæru áherslur sem unnið hefur verið með í nokkurn tíma. Við sem samfélag og heimurinn allur þurfum nú að taka á honum stóra okkar og ákveða hvernig störf við viljum að komi út úr þessari stöðu,” segir hún. Yfirgripsmikil þekking á brauðtertum Drífa hefur haldið ræður á 1. maí víðs vegar um landið síðan hún tók við sem framkvæmdastjóri Starfs- greinasambandsins árið 2012 en þó aldrei í Reykjavík. „Ég hef því upplifað 1. maí um land allt og aflað mér djúprar og yfirgripsmikillar þekkingar á hlaðborðum og brauð- tertum í ólíkum landshlutum. Sumir fara í kröfugöngu á meðan aðrir fara frekar á fjölskylduhátíðir þar sem eru haldnar barátturæður. Öll verkalýðsfélög reyna að gera eitthvað fyrir sína félagsmenn á þessum degi og búa til vettvang þar sem hægt er að ræða verka- lýðsmál og kjör fólks. Þess verður sárlega saknað af mörgum að geta ekki tekið þátt í ár með því að mæta á slíkar samkomur en verkalýðs- hreyfingar um allan heim nota nú netið til að ná til fólks.” FRÉTTIR 21DV 1. MAÍ 2020 RAGNAR ÞÓR PÉTURSSON, FORMAÐUR KÍ SKORTUR Á TRAUSTI Staða okkar er býsna sérstök og minnir á stöðu Eflingar að því leyti að það er ekki búið að semja við megnið af kenn- arafélögunum,” segir Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennara- sambands Íslands. „Það er búið að semja við félag framhalds- skólakennara en það var stuttur samningur. Aðrar viðræður eru bara í gangi.” Mætum hölt til leiks Hann segir að samningamálin séu á bæði skrýtnum og erfiðum stað. „Það kemur þó kannski ekki á óvart þegar skoðað er hvenær aðrir hafa verið að semja, oft meira en ári eftir að samningar runnu út. Það er óþægilegt til þess að vita að góðæri síðustu ára hafi ekki nýst til að skapa meiri sátt. Hvað kjaramálin varðar mætum við dálítið hölt inn í áfallið sem við erum að mæta núna.“ Ragnar segir að eftir Hrun hafi átt sér stað býsna heiðarlegt sam- tal þar öll verkalýðshreyfingin kom saman og fylkti sér um ákveðin grundvallaratriði, svo sem að verja stöðu þeirra sem standa verst. „Við ráðfærðum okkur við sér- fræðinga annars staðar á Norður- löndunum um hvernig væri hægt að draga úr fórnarkostnaði og draga úr átökum. Þeir sér fræðingar sem við ræddum við voru sammála um að til að þetta gæti gengið upp þyrfti að vera traust á milli aðila. Það þyrfti að vera traust innan verka- lýðshreyfingarinnar, það þyrfti að ríkja traust í garð vinnuveitenda og síðan yrði að ríkja traust í garð stjórnvalda. Ég held því miður að þetta traust hafi aldrei orðið til. Stóri vandinn við íslenskan vinnu- markað og íslenskt samfélag er skortur á trausti. Ég upplifi nú að bæði hjá verkalýðshreyfingunni og hjá stjórnvöldum sé mikið af góðu og vel meinandi fólki en við stöndum á óstöðugum grunni því þetta traust er ekki til staðar.” Allt samfélagið er undir Hann er sannfærður um að stjórn- völd séu að gera sitt allra besta í þeirri erfiðu stöðu sem uppi er í samfélaginu. „Forsætisráðherra kallaði okkur öll frá verkalýðs- hreyfingunni á fund og bað okkur að útlista hvað væri mikilvægast að verja. Ef það er einhverju sinni sem Alþingi allt þarf að ná saman um markmið og lausnir þá er það núna. Allt samfélagið er undir og við þurfum að vanda okkur.” Ragnar segir að 1. maí hafi verið heilagur dagur fyrir honum löngu áður en hann tók virkan þátt í kjarabaráttunni. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeirri baráttu sem dagurinn snýst um og fyrir þeim sem á undan okkur gengu.” ÞÓRUNN SVEINBJARNARDÓTTIR, FORMAÐUR BHM FJÖLBREYTT ATVINNULÍF LYKILLINN Við erum að ljúka afar erf-iðum samningavetri við ríkið og eigum eftir að semja við sveitarfélögin í landinu. Hjá þeim aðildarfélögum sem semja við Reykjavíkurborg og Samband ís- lenskra sveitarfélaga hafa kjara- samningar verið lausir í meira en eitt ár,” segir Þórunn Sveinbjarnar- dóttir, formaður BHM. „Þetta er búinn að vera erfiður og um margt skrýtinn samningavetur en hingað erum við komin og viljum minna á það á baráttudegi verkalýðsins að lífskjör háskólamenntaðra stétta eru jafn mikilvæg og annarra stétta.” LÍN stendur vel Hún segir jákvætt að ríkisstjórnin hafi ákveðið að koma til móts við kröfur BHM um að létta endur- greiðslubyrði námslána. „Við bíðum nú eftir því að heyra ná- kvæmlega hvernig verði gengið frá því. Við eigum von á að það verði á yfirstandandi þingi og að okkar viðsemjendur klári það sem þeir eru búnir að segjast ætla að gera. Það mun skipta miklu máli fyrir marga innan BHM og marga utan banda- lagsins líka því það eru tugþúsundir sem skulda námslán. Þá má rifja upp að þetta eru einu verðtryggðu lánin sem ekki hafa fengið neina leiðréttingu eftir hrun. Lánasjóður íslenskra námsmanna stendur vel og getur komið til móts við þá sem skulda námslán.” Hún segir að síðustu vikur hafi öll þjóðin orðið þess mjög vel vör hversu miklu máli góð heilbrigðis- þjónusta skiptir. „Við viljum að sjálfsögðu undirstrika það, eins og aðrir hafa gert, hversu mikilvægur þáttur það er, ekki bara til að halda samfélaginu gangandi heldur stuðl- ar hún að betri heilsu, lífsgæðum og jöfnuði i landinu. Það er líka gaman að fá að benda á að þessi þjónusta byggist á bestu fáanlegu þekkingu sem margir hverjir afla sér með löngu háskólanámi. Hrikalegt atvinnuleysi Við höfum verið að sjá hrikalegar atvinnuleysistölur og erum mjög vel meðvituð um að þetta er erfið staða. Á móti kemur að í svona erfiðu ástandi felast þrátt fyrir allt alltaf tækifæri. Við í BHM höfum bent á að við verðum að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið hér á landi. Við erum að lenda í því enn og aftur að leyfa einni atvinnugrein sem byggir á auðlindanýtingu að vaxa mjög hratt, og er ég þá að vísa í ferðaþjónustuna. Við megum ekki setja eggin öll í sömu körfu og þurf- um alvöru fjárfestingu í nýsköpun, rannsóknir og þróun. Sem betur fer er nú eitthvað af því í tillögum ríkis- stjórnarinnar en hljótum að þurfa að læra af þessari erfiðu reynslu. Það er betra að hafa hægan og jafnan vöxt í atvinnulífinu og bjóða upp á fjölbreyttari atvinnu fyrir fólkið í landinu.“ Betra að hafa hægan og jafnan vöxt. Fólk er að verða tekju- laust. Við þurfum að vanda okkur. MYND/AÐSEND MYND/GVA MYND/ERNIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.