Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 26
Erla Dóra Magnúsdóttir erladora@dv.is 26 MATUR 1. MAÍ 2020 DV E lenora Rós Georgesdótt-ir er 19 ára Suðurnesja-mær og upprennandi bakari. Hún er bakaranemi í Menntaskólanum í Kópavegi og varð nýlega andlit bakara- nema í átakinu #fyrirmig og má meðal annars sjá myndir af henni á strætóskýlum landsins. Varð óvænt andlit átaksins Aðspurð hvernig hún endaði sem andlit bakaranáms svar- ar hún: „Það var allt mjög óvænt. Ég spurði meira að segja „af hverju ég?“ og svar- ið var þá að þau fundu mig á Instagram og höfðu samband eftir það. Ég var í hádegismat í vinnunni þegar ég fékk sím- tal frá manninum sem sér um þetta verkefni og hann spurði hvort ég hefði áhuga á að vera með. Fyrir ekki svo löngu setti ég mér það markmið að reyna að segja já við sem flestum tæki- færum sem ég fæ. Þar af leið- andi hugsaði ég mig ekki einu sinni um, fannst þetta mjög spennandi og mikilvægt átak og sagði því strax já. Seinna hafði Saga Sig ljósmyndari samband og eftir það rúllaði þetta allt. Kom ótrúlega vel út og þó svo að ég sé afar hlé- dræg þegar kemur að svona hlutum þá er ég virkilega þakklát og stolt af að hafa fengið að vera með í þessu.“ En hvað er #fyrirmig? spyr blaðamaður þá. „Átakið #fyrir mig er kynningarátak sem allir starfs- og tækni- menntaskólar, í samstarfi við Samtök iðnaðarins, Samband íslenskra sveitarfélaga og menntamálaráðuneytið standa að. Markmiðið með átakinu er að vekja athygli á starfs- og tækninámi og þeim tæki- færum sem slíkt nám býður upp á.“ Lærði kökuskreytingar í grunnskóla Elenora er, þrátt fyrir ungan aldur, enginn nýgræðingur í bakstri. Áhuginn kviknaði snemma á lífsleiðinni. „Ég var mjög ung þegar mér byrjaði að finnast gaman að baka. Ég á hrikalega sætar myndir af mér úr leikskóla þar sem ég er að baka afmæl- iskökuna mína með stærsta bros á vör. En áhuginn á að baka sjálf kviknaði fyrst hjá mér um 12 ára. Ég var ekki mikil keppniskona en eins og á árshátíðardögum í grunnskóla þegar við máttum mæta með bakkelsi fór ég yfirleitt skref- inu lengra og kom með eitt- hvað spennandi, fannst mjög gaman þegar ég fékk svo hrós fyrir það sem ég kom með. Í grunnskóla skráði ég mig í köku skreytingaáfanga í vali og gaf út tvær krúttlegar upp- skriftabækur í öðrum áfanga. Áhuginn varð mjög mikill mjög snemma en ég hélt því mikið bara fyrir mig að mig langaði að verða bakari. Sú ákvörðun varð ekki opinber fyrr en ég komst inn í MK og er bakarinn stærsti hlutinn af mér í dag.“ Bakar sig í gegnum samkomubann En hvað finnst þér skemmti- legast að baka og hvað leiðin- legast? „Þetta er erfið spurning. Mér finnst alltaf skemmtilegt að baka það sem heppnast vel og er fallegt, stolt er mjög dríf- andi tilfinning. Ef ég þyrfti að nefna eitthvað ákveðið myndi ég segja desertkökur, súr- deigsbrauð og croissant. Þetta er allt eitthvað sem maður þarf svolítið að pæla í til að ná fullkomnu, tekur langan tíma og endar guðdómlega ef það er gert rétt. Það jafnast lítið á við tilfinninguna að horfa á vöru sem maður hefur unnið að í langan tíma sem heppnaðist vel og er bæði falleg og bragð- góð. Mér finnst eiginlega ekki leiðinlegt að baka neitt. Ef ég set á góða tónlist eða vinnu- dagurinn er að ganga vel þá er ekkert sem er sérstaklega leiðinlegt. Sum verkefni eru samt leiðinlegri en önnur en Ef þú vilt skara fram úr verður þú að vinna fyrir því Elenora Rós hefur bakað óteljandi kökur til styrktar Barnaspítala Hringsins þar sem hún dvaldi oft sökum veikinda og má því með sanni segja að hún baki með hjartanu. Elenora Rós er rísandi stjarna í bakara- listinni. MYND/AÐSEND Í viðtalinu var ég svo beðin um að skrifa nafnið mitt því ég væri maður ársins. Framhald á síðu 28 ➤

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.