Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 8
1. MAÍ 2020 DV8 FRÉTTIR M ikla athygli hefur vakið að þjóðkirkjan hefur nýverið lagt metnað í að auglýsa þjónustu sína með ýmsum hætti, svo sem með bolasendingum til barna og auglýsingu í Morgun­ blaðinu. Ekki er þó um aukin peningaútlát að ræða heldur nútímalegri nálgun á kostnað bæklinga. „Kirkjan er á ákveðnum tímamótum gagnvart þjóðinni núna. Við erum að skoða leiðir til að mæta þjóðinni á ólíkan hátt og það gefur augaleið að sumar leiðir munu virka, aðrar ekki,“ segir Pétur G. Markan, samskiptastjóri Bisk­ upsstofu. Bolagjafir Biskupsstofu til verðandi fermingarbarna vöktu töluverða athygli í sein­ ustu viku og svo virðist sem sitt sýnist hverjum. Þá vakti það ekki síður athygli þegar þjóðkirkjan keypti fjögurra blaðsíðna auglýsingakápu í Morgunblaðinu á sumar­ daginn fyrsta þar sem lands­ mönnum var óskað gleðilegs sumars. Gagnrýnisraddir hafa bent á að verið sé að eyða almannafé í ímyndarherferð á sama tíma og skráningum í þjóðkirkjuna fer hríðfækkandi. Slík kápu­ auglýsing í Morgunblaðinu kostar að jafnaði 1,5 millj­ ónir, samkvæmt heimildum DV, en verðið fer þó oft eftir viðskiptavild þess sem kaupir. Pétur segist bundinn trúnaði hvað varðar kostnað við aug­ lýsinguna í Morgunblaðinu. Þá segist hann ekki vita nákvæm­ lega hversu mikill kostnaður hafi fylgt framleiðslu og dreif­ ingu á bolunum. Ekki meiru eytt í markaðsmál en áður Sigurbjörg Níelsdóttir Han­ sen, fjármálastjóri kirkjunn­ ar, segist heldur ekki geta svarað um kostnaðinn við aug­ lýsingarnar. „Ég hef því miður ekki fengið alla reikninga varðandi bolina svo ég get ekki gefið þér upplýsingar um heildarkostnað vegna þeirra.“ Aðspurð hvaða fjárhæð sé áætluð í markaðsmál á árinu svarar hún: „Hvað varðar fjárhags áætlun fyrir árið 2020 er ekki búið að leggja áætl­ unina fyrir Kirkjuþing sem átti að vera haldið í mars en þurfti að fresta vegna Covid, fjárhagsáætlunin hefur því ekki fengið umfjöllun og ekki verið samþykkt af þinginu. Ég tel ekki rétt að gefa upp ein­ staka liði fyrr en búið er að EKKI FÆST UPPGEFIÐ HVE MIKLU KIRKJAN EYÐIR Í AUGLÝSINGAR Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Bolaútspil þjóðkirkjunnar vakti mikla athygli, en öll börn á fermingaraldri fengu sendan bol fyrir skemmstu. MYND/AÐSEND Þó svo veiru­ innrás hafi sett fermingar vorsins í kransaköku þá sjáum við glitta í fermingarlandið. Ekki fæst uppgefið hvað þjóðkirkjan eyðir miklu í auglýsingar en rauntölur um peningaútlát munu brátt tikka á kirkjan.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.