Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 35
ÞYRLUFLUGMAÐUR Ásdís Rán byrjaði að læra þyrluflug í Rúmeníu árið 2013. Fyrir fjórum árum fékk hún As350/h125 þyrluleyfi sitt í Svíþjóð og sagði upplifunina magnaða í færslu á Instagram. Árið 2017 var breski slúður- miðillinn Daily Mail með ítarlega umfjöllun um glæsi- legustu kvenkyns þyrluflug- mennina og var Ísdrottningin þar ofarlega á lista. ICEQUEEN Ásdís Rán stofnaði fyrirtækið IceQueen og seldi undirföt, kjóla, snyrtivörur og húðvörur. Hún opnaði verslun í Búlgaríu en undirfötin voru einnig til sölu í Hagkaupum. Árið 2019 fékk hún einkaleyfi á vörumerkinu IceQueen og er því sú eina sem má með réttu kalla sig það. STJÖRNUFRÉTTIR 35DV 1. MAÍ 2020 ÞJÓNUSTUSTÖRF Ásdís Rán byrjaði að vinna á hárgreiðslustofu þegar hún var sextán ára og vann þar í nokkur ár. Hún vann einnig á börum og skemmtistöðum um alla miðborgina á þeim tíma. FOOTBALLERS‘ WIVES raunveruleikaþáttur Árið 2009 kom hún fram í búlgarska raunveru- leikaþættinum Footballers’ Wives. Hún sagði þættina vera eins konar „raunveruleika-heim- ildaþætti“ sem yrðu sýndir á sjónvarpsstöð- inni Nova TV. FJÁRSVIKAMÁL Ásdís Rán var flækt í eitt stærsta fjársvikamál síðari ára sem teygði sig til 175 landa. Samkvæmt bandarísku alríkislögreglunni, FBI, náði besta vinkona Ásdísar Ránar, búlgarska athafnakonan Ruja Ignatova, að svíkja út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna á heimsvísu áður en hún hvarf sporlaust í október árið 2017. Ekkert hefur spurst til hennar síðan þá og hafa lögregluyfirvöld víðs vegar í heiminum reynt að hafa uppi á henni. Ásdís Rán er andlit fyrirtækisins sem talið er að standi að baki svikamyllunni. GLAMÚRFYRIRSÆTA Það mætti nánast segja að Ásdís Rán hafi verið fyrir- sæta allt sitt líf. Hún var sautján ára þegar hún sat fyrst fyrir og vakti fljótt athygli fyrir fegurð sína og þokka. GRÍMUR Í síðustu viku greindi Ásdís Rán frá því að hún væri byrjuð að hanna og selja andlitsgrímur. Hún segir að sér hafi blöskrað að sjá allar ljótu grímurnar og ákveðið að fara að hanna lúxusand- litsgrímur sjálf. Grímurnar kosta um tvö til fjögur þúsund krónur. Það er einnig hægt að kaupa þrjár grímur saman á 4.700 krónur. Ásdís Rán stofnaði Insta- gram-síðu fyrir grímurnar, Boutiqe Masque. SÉÐ OG HEYRT Ásdís Rán var Séð og heyrt-stúlkan fyrir tuttugu árum. Hún vann keppnina Babes on the Beach árið áður og tók þátt í Miss Fitness. „Það er mikið að gera hjá mér því ég er í fyrirtækjarekstrarnámi. Ég ætla að stofna fyrirtæki á næsta ári sem er enn þá leyndarmál. Fyrirtækið mun tengjast líkamsrækt en það mun koma betur í ljós í byrjun næsta árs,“ sagði Ásdís Rán við Séð og heyrt á sínum tíma. PLAYBOY Fyrirsætuferill Ásdísar blómstraði eftir að hún flutti til Búlgaríu. Hún hefur prýtt þar ófáar for- síður tímarita eins og Max og Playboy. Ásdís Rán var á forsíðu Playboy í Búlgaríu í júlí 2010. Eitt vinsælasta fréttablað Grikklands tók viðtal við hana og fékk að nota myndirnar úr Playboy-myndatökunni. Playboy í Þýskalandi birti einnig myndaþáttinn. GAF ÚT BÓK Ásdís Rán gaf út sjálfshjálparbókina Valkyrju fyrir jólin 2018. Bókin er lífsstílsleiðarvísir og vinnubók fyrir konur á öllum aldri. MÓDEL.IS Ásdís Rán var framkvæmdastjóri IceModels Management, model.is. Hún auglýsti fyrir- tækið til sölu árið 2008 og sagði um það: „Sérsmíðað vefkerfi sem ég hannaði fyrir þarfir skrifstofunnar og heldur utan um allar upplýsingar um fyrirsæturnar og aðra sem eru á skrá hjá fyrirtækinu. Að minnsta kosti 500 manns.“ Fyrirtækið var einnig með umboð fyrir Miss Hawaiian Tropic, Queen of The World, Face of The Universe og margar aðrar fegurðarsam- keppnir. EINKAÞJÁLFARI Í gegnum árin hefur Ásdís Rán alltaf verið í fantaformi. Það ætti því ekki að koma á óvart að hún útskrifaðist sem einkaþjálfari í mars í fyrra. Hún hóf störf við einkaþjálfun hjá World Class og auglýsti þjónustu sína á Instagram. SVARTAR RÓSIR Ásdís Rán heillaðist svo af svörtum Metanoa- rósum í Búlgaríu að hún byrjaði að flytja þær inn til Íslands árið 2018. Hún var einnig einka- fulltrúi fyrir Metanoa de la Rose á Íslandi. M Y N D /I N S T A G R A M @ A S D IS R A N MYND/INSTAGRAM MYND/AÐSEND MYND/BRYNJA MYND/SKJÁSKOT ICEQUEEN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.