Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Síða 8
8 FRÉTTIR 19. JÚNÍ 2020 DV
REYNSLUSAGA EIGINMANNS SPILAFÍKILS
Fyrrverandi eiginmaður spilafíkils
segist hafa reynt að styðja við
konu sína, en ítrekað fyllst van-
mætti, vegna þess hversu sterk
fíknin væri. Konan stoppaði á leið í
bíó með dóttur sinni og eyddi bíó-
peningunum í spilakassa, stal gjald-
eyrinum hans og tók veð í íbúðinni,
án hans vitneskju.
Ég var í tæpa tvo áratugi með mín-
um spilafíkli. Þegar við kynntust
vorum við bæði að koma úr vímu-
efnameðferð. Hún sagði mér strax
að hún væri spilafíkill, ég vissi í
raun ekki hvað það væri og fannst
það eitthvað svo ómerkilegt. Við
höfðum bæði náð að hætta neyslu,
sem var mikið afrek, og ég sá fyrir
mér að spilafíkn væri ekkert mál.
Það fóru síðan brátt að renna á
mig tvær grímur. Fíkn í spilakassa
er rosalegasta fíkn sem ég veit um.
Spilafíknin er ástæðan fyrir
því að við skildum. Ég verð aldrei
samur eftir þetta samband.Við
vorum alltaf virk í AA-samtökunum
en spilafíknin bankaði alltaf upp á.
Ég ákvað hins vegar að hjálpa minni
konu og tók yfir allt sem tengdist
fjármálum okkar. Hún bað mig um
það og var sátt við það.
Hönnun spilakassanna útpæld
Við höfðum aðeins verið saman í
nokkra mánuði þegar ég var á leið
til útlanda og fattaði allt í einu að
allur gjaldeyririnn minn var horf-
inn. Það var fyrsta stóra sjokkið.
Hún útskýrði þá fyrir mér að svona
virkaði spilafíknin. Ég varð eigin-
lega bæði reiður og sár, var fullur
vanmáttar. Eftir þetta leitaði ég
eftir aðstoð fyrir mig hjá SÁÁ og
sálfræðingi. Þeir sögðu mér að
þessi fíkn væri sterkari en fíknin
sem við hefðum losað okkur við.
Ég fékk að heyra að spilakassarnir
væru hannaðir til að ná sálfræði-
legum tökum á fólki, hljóðin í þeim,
litirnir og hraðinn – allt er þetta út-
pælt til að ná fólki.
Ég verð alltaf mjög pirraður þegar
farið er að tala um að það þýði ekki
að loka spilakössum, því þá fari
spilafíklar bara á netið. Mín kona
fór aldrei á netið, hún spilaði aldrei
í Lottó. Það voru bara kassarnir sem
hún sótti í. Hún þráði ekkert heitar
en að hætta þessu. Þetta yfirtók
allt.
Algjört stjórnleysi
Eitt sinn þegar ég var að taka til
heima fann ég kvittanir fyrir því
að hún hefði tekið 2 milljóna króna
bankalán út á íbúðina okkar. Þegar
ég spurði hana út í þetta sagðist
hún hafa eytt þessum peningum í
spilakassa á þremur dögum.
Ég man líka vel eftir því þegar
hún var að fara með ellefu ára
dóttur sína í bíó. Hún hringdi síðan
í mig grátandi, sagðist hafa farið í
spilakassa á leiðinni og væri ekki
með neinn pening. Stjórnleysið var
algjört. Þetta voru auðvitað ekki
miklir peningar, bara fyrir bíómiðum
og nammi, en hún náði ekki að hafa
hemil á sér.
Á nóttunni þegar hún var sofnuð
leitaði ég oft í vösunum hennar í
leit að einhverjum kvittunum sem
sýndu fram á að hún hefði verið að
spila, og oftar en ekki fann ég eitt-
hvað.
Hún þráði ekkert meira en að
hætta. Spilafíkil langar ekki að spila
– hann verður að spila. Við töluðum
oft um að það væri góð lausn ef
spilafíklar gætu sett sig í straff og
látið banna sig í spilasölum.
Dró línuna við smálán
Þegar við skildum fyrir þremur
árum skuldaði hún tvær milljónir í
smálánum. Ég var búinn að ákveða
að þar lægju mín mörk og var búin
að segja henni frá því að ef hún
tæki smálán til að spila, þá yrði ég
að fara. Ég stóð við það. Hún náði
oft nokkrum mánuðum án þess að
spila og þá var lífið yndislegt en
vandinn þróaðist samt alltaf áfram
hjá elsku konunni. Það er svaka-
legt að fara frá manneskju sem á
við þennan vanda að stríða. Þetta
bara var svo yfirþyrmandi og tók
aldrei enda. Nú er loksins komið inn
í umræðuna hér á landi að taka upp
spilakort, sem er þá hægt að loka á.
Það væri frábært ef það gæti orðið
að veruleika. Ég held að það væri
raunhæf lausn.
V ið höfum oft heyrt frá forsvarsfólki Samtaka áhugafólks um spila-
fíkn (SAS) og tillögugerð okk-
ar hnígur að sama markmiði.
Við skiljum vel að fólk innan
SAS þrýsti á aðgerðir, en Ís-
landsspil geta ekki ein og sér
komið á breytingum. Það er í
höndum stjórnvalda og þætti
okkur fengur að því ef SAS
beitti sér á þeim vettvangi,“
segir í sameiginlegri yfir-
lýsingu til DV frá formönnum
Rauða krossins, Slysavarna-
félagsins Landsbjargar og
SÁÁ, en þessi félög eiga sam-
an Íslandsspil.
Skila skömminni
til rekstraraðila
Samtök áhugafólks um spila-
fíkn birtu heilsíðuauglýsingu
í Fréttablaðinu á miðvikudag,
með lista yfir nöfn stjórnar-
fólks í þeim félögum, fyrir-
tækjum og stofnunum sem
koma að rekstri spilakassa á
Íslandi.
„Í stjórnum þessara félaga
sitja einstaklingar sem láta
átölulaust að fólk sem er veikt
af spilafíkn spili frá sér aleig-
una. Spilafíklar, börn þeirra,
fjölskyldur og vinir, skila
skömminni af spilakössum til
þeirra sem eiga þá og reka,“
segir í auglýsingunni.
Spilakassar hér á landi eru
reknir af tveimur aðilum: Ís-
landsspilum og Happdrætti
Háskóla Íslands. DV óskaði
eftir viðbrögðum frá öllum
þeim félögum, fyrirtækjum
og stofnunum sem koma að
rekstri kassanna. Hvorki
höfðu borist svör frá Happ-
drætti Háskóla Íslands né Há-
skóla Íslands, þegar blaðið fór
í prentun.
Vilja fund með
dómsmálaráðherra
„Við skiljum ákafa forystu-
fólks SAS að koma á úrbótum,
sem endurspeglast meðal ann-
ars í umræddri auglýsingu,“
segir meðal annars í svari frá
formönnum félaganna sem
eiga Íslandsspil.
Þar er einnig bent á að þess-
ir þrír formenn sendu í síðustu
viku frá sér tillögur að bættu
fyrirkomulagi peningaspila
hérlendis. „Þar var bent á að
upptaka á svokölluðu spila-
korti, sem nær til allra pen-
ingaspila, væri forsenda þess
að ná árangri. Vel hefur tekist
til með þetta fyrirkomulag á
hinum Norðurlöndunum. Sam-
tök áhugafólks um spilafíkn,
SAS, hafa mælt með upptöku
á slíku korti, þannig að þar
SPILAKORT RAUNHÆF LAUSN
Formenn Rauða krossins, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og SÁÁ segjast skilja að
það brenni á Samtökum áhugafólks um spilafíkn að koma á úrbótum fyrir spilafíkla.
Erla
Hlynsdóttir
erlahlyns@dv.is
Spilakort geta nýst til að halda fjárhæð spilunar innan ákveðinna marka, sem spilarinn ákveður fyrir fram. MYND/ANTON BRINK
Íslandsspil
geta ekki
ein og sér
komið á
breytingum.
erum við á sama báti. Til að
þetta verði að veruleika þarf
atbeina dómsmálaráðuneytis-
ins og að öll líknar-, mannúð-
ar- og íþróttasamtökin og Há-
skóli Íslands, sem standa að
peningaspilum, taki þátt. Við
bíðum eftir fundi með dóms-
málaráðherra um þetta mál,“
segja formennirnir.
Fyrirhugað spilakort virkar
þannig að allir þurfa að hafa
það til að geta tekið þátt í pen-
ingaspilum, hvort sem er í
spilakössum eða á innlendum
netsíðum. Kortið nýtist til að
halda fjárhæð spilunar innan
ákveðinna marka sem spilar-
inn ákveður fyrir fram og
getur ekki breytt strax. Hann
getur líka lokað fyrir aðgang-
inn. n