Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 11
GÓÐ RÁÐ VIÐ SKOÐUN Á FASTEIGN AÐ UTAN Ástand lóðar Þegar gengið er að húsi er gott að athuga ástand lóðar. Óeðlilega mikil bleyta í lóð og opnar regnvatnslagnir af þaki, eru var- hugaverðar. Sé drenlögn við hús er hún ein og sér ekki trygging gegn lekavandamálum. Því er mikilvægt að athuga lóðina og frágang regn- vatnslagna vel. Ef halli er á lóð er vert að athuga að sú hlið hússins sem snýr upp í hallann er viðkvæm- ari fyrir bleytu í jarðvegi. Ef þar er kjallari eða niðurgrafin hæð þarf að skoða útveggi vel. AÐ INNAN Aldur húss og viðhaldssaga Hér skiptir aldur húss og viðhaldssaga þess höfuðmáli. Hana ætti fast- eignasali að þekkja. Sé viðhalds- saga óþekkt er það ekki endilega merki um skort á viðhaldi, en er þó ástæða til að gæta enn meiri var- úðar en ella. Ástand veggja Í eldri húsum þarf að skoða ástand veggja. Mygla þrífst þar sem illa hefur verið loftað út. Sjáanlegir blettir eða útfellingar á útveggjum og lykt úr skápum við útveggi eru tilefni til þess að skoða ástand einangrunar og rakasperra í þaki. Gott er að kippa húsgögnum við útveggi aðeins frá og kanna ástand þeirra. Sé grunur um myglu, er það tilefni til þess að kalla til fag- mann með mælingatæki áður en lengra er haldið. Gler Líftími glers er aðeins um 20 ár, sem rýrist frekar á veðurhliðum húss. Sól fer líka illa með flest bygg- ingarefni og því ástæða til að kanna ástand glugga í sólríkri suðurátt. Vatnslagnir Gefðu þér tíma til að at- huga hvort bæði heitt og kalt vatn flæði úr krönum með jöfnum og nægilegum þrýstingi. Einnig hvort sjáanlegur leki, gamall eða nýr, sé í eldhúsi eða baði. Jafnframt er gott að athuga ofna. Þegar fasteign er skoðuð á hlýjum sumardegi er lík- legt að allir ofnar séu kaldir, en þá er hægt að setja krana á heitustu stillingu og hlusta eftir vatnsflæði og þreifa eftir hita efst á ofni. Húsfélag Í fjölbýli er ráð að spyrja um húsfélag, hvort samþykktir um framkvæmdir séu í gildi og hvort sameiginlegur sjóður sé til staðar. Í fjölbýlishúsum eru vatns- og skolp- lagnir að miklu leyti sameign og því á ábyrgð húsfélagsins. Nýjar eignir Ef um nýja eign er að ræða, er vert að kynna sér hver sá um byggingu hússins, hvort til séu skýrslur eftirlitsaðila, hvort lokaút- tekt hafi verið gerð og hvort ábyrgð byggingastjóra sé enn í gildi. Mikið hefur verið rætt um það í fjölmiðlum undanfarin ár, að krafa um styttri byggingatíma sé að valda því að steypa sé klædd og einangruð áður en hún nær að þorna almenni- lega, og ekki sé vandað nægilega til verka við einangrun og þaksmíðar. Einhverjir gallar eru vissulega óum- flýjanlegur fylgifiskur allra fram- kvæmda. Þó að um smágalla sé að ræða í flestum tilfellum skiptir máli að hafa á hreinu hver ber ábyrgð og hvernig staðið verði að viðgerð á þeim. Vert er að taka fram að lokaúttektir eiga að vera aðgengi- legar hjá Mannvirkjastofnun. Ítarlegri skoðun Þegar kauptilboð er gert er alltaf hægt hafa í því fyrirvara um enn ítarlegri skoðun, ef ástæða þykir til. Eins og áður var sagt ber fasteignasölum skylda til að tryggja hagsmuni bæði kaup- enda og seljenda. Þess vegna er um að gera að láta fasteignasalann vinna fyrir kaupinu sínu og spyrja spurninga, sérstaklega þeirra erfiðu! FRÉTTIR 11DV 19. JÚNÍ 2020 MYND/EYÞÓR MYND/ERNIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.