Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Síða 24
Hlaðvarpið HÁSKI kemur út á
mánudögum á vef DV. Lumar þú á
Lífsháskasögu? Sendu okkur endi-
lega ábendingu á
haskipodcast@gmail.com
Ricky var ungur og áhyggjulaus þegar hann fór í afdrifaríka
bílferð frá Adelaide til Port
Hedland. Hann hafði keypt
sér Mitsubishi Challenger
og beið hans rúmlega 1.000
kílómetra ferð yfir óbyggðir
Ástralíu.
Ferðin gekk vel og þegar
Ricky sá þrjá menn í vegar-
kantinum standa yfir biluðum
bíl þótti honum sjálfsagt að
stöðva bíl sinn og bjóða fram
aðstoð. Mennirnir voru hinir
almennilegustu og var ákveð-
ið að einn þeirra fengi far með
Ricky að nálægum smábæ.
Ricky bauð nýja ferðafélaga
sínum svaladrykk úr kæliboxi
í aftursætinu og þáði hann
drykkinn með þökkum. Þeir
spjölluðu um daginn og veg-
inn og bað Ricky hann um að
rétta sér eina dós úr aftursæt-
inu þar sem hann var orðinn
þyrstur.
Saklaus ferðafélagi?
Ricky fann fyrir yfirþyrm-
andi þreytu og reyndi að halda
augunum opnum. Það leið
ekki á löngu þar til hann var
orðinn svo sljór að hann gat
ekki lengur stýrt bílnum. Við
hlið hans sat ferðafélaginn og
brosti, alveg áhyggjulaus yfir
þessu öllu saman.
Þennan dag var Ricky Me-
gee rænt af mönnunum sem
hann hafði boðið hjálp sína,
þeir byrluðu honum ólyfjan í
bílnum og næstu daga rank-
aði Ricky aðeins nokkrum
sinnum við sér til að drekka
vatn og í því voru meiri lyf. Í
þau fáu skipti sem hann var
með meðvitund kallaði hann
til mannanna að sleppa sér,
að leyfa sér að fara, en aldrei
bárust nein svör.
Hvar eru skórnir mínir?
Næst þegar Ricky vaknaði
var allt dimmt, hann hreyfði
fæturna og fann að hann var
skólaus. Hann fann fyrir mold
í andliti sínu og áttaði sig á að
hann hafi verið grafinn lif-
andi. Mennirnir höfðu grafið
grunna gröf og hent honum
ofan í hana. Ricky náði að
klóra sig upp og við honum
blasti allt annað landslag en
það sem hann hafði keyrt eftir
í byrjun ferðarinnar.
Þetta var algjör auðn, þarna
var ekkert. Berfættur, með
engar vistir og ekki svo mikið
sem vatnsdropa byrjaði Ricky
Megee að ganga. Ferðin sem
fram undan var er vægast
sagt ótrúleg.
Hvað ert þú tilbúinn
að gera til að lifa af?
Ricky var orðinn mjög sár-
fættur og þyrstur. Þegar ljóst
var að hann fyndi ekkert
vatn og tekið var að blæða
úr fótum hans endaði hann á
að drekka þvagið úr sjálfum
sér. Hann ákvað með sjálf-
um sér að hann myndi gera
hvað sem er til að lifa af.
Eftir tvær vikur í óbyggðun-
um fann Ricky uppistöðulón,
yfirfullt af vatni, sem varð
honum til lífs. Hann byggði
sér skýli úr mold og borðaði
gróðurinn í kringum stífluna.
En líkami hans var veik-
burða af hungri svo Ricky brá
á það ráð að smakka hin ýmsu
skordýr sem leyndust við
stífluna. Hann veiddi froska,
engisprettur, krybbur, eðlur,
maura og síðast en ekki síst
blóðsugur.
Blóðsugurnar fundust hon-
um bestar. Hann borðaði þær
með jurtum sem hann nýtti
sem bragðbæti.
Hvaða dagur er í dag?
Ricky barðist eins og ljón við
að halda í sér lífinu, hann létt-
ist hratt og þrátt fyrir tilraun-
ir hans til að fá næringu, varð
hann sífellt meira veikburða.
Einn morguninn vaknaði
hann með svo sáran verk í
munninum að tárin runnu nið-
ur kinnarnar. Ricky gat lítið
annað gert en að athuga málið
með fingrunum og var fljótur
að átta sig á því að hann var
með sýkta tönn og fóru næstu
tveir tímarnir í að rífa hana
úr með fingrunum og hreinsa
út blóð og gröft.
Eftir þetta átti hann enn
erfiðara með að tyggja jurt-
irnar og gróðurinn sem í
kringum hann var og hætti
hann að lokum að geta opnað
munninn vegna verkja.
Líkami hans var svo illa
farinn að hann var hættur að
geta gengið og lá bara inni í
skýlinu sínu. Hvaða dagur
var? Eftir því sem hann komst
næst hafði hann verið þarna í
71 dag.
Það er einhver
að skipta um gír
Inn í skýlið barst lágt vélar-
hljóð en Ricky kippti sér ekki
upp við það, hélt að hann væri
bara að ímynda sér þetta. En
eftir því sem hljóðið færðist
nær þá fór hann að velta því
fyrir sér hvort mögulega gæti
verið bíll að nálgast.
Ricky reisti sig við og þá
heyrði hann það, hljóð sem
hann þekkti, hljóð sem hann
myndi aldrei gleyma. Það var
einhver að skipta um gír. Adr-
enalínið streymdi um æðar
hans og náði hann að klöngr-
ast út úr skýlinu og veifa
höndunum í átt að bílnum.
Mennirnir í bílnum hétu
Bruce og Taz og voru vinnu-
menn á kúabýli. Þeir sem
betur fer sáu Ricky og furðu
lostnir hjálpuðu þeir þessum
undarlega manni inn í bílinn.
Efasemdir lögreglunnar
Keyrt var með Ricky á býlið
þangað sem sjúkraflugvél
kom að sækja hann. Áfallið
sem hann fékk þegar hann sá
sjálfan sig í spegli var gríðar-
legt, hann var eins og beina-
grind. Ricky hafði misst 60
kíló á þessum tíma og stóð
hann þarna, 46 kíló og þekkti
ekki sjálfan sig.
Við komuna á spítalann
undirgekkst hann margar
rannsóknir sem komu allar
vel út, líffæri hans voru í lagi
og það eina sem amaði að var
næringarskortur og mikið
þyngdartap. Á hverjum degi
borðaði Ricky um 12 litlar
máltíðir á dag til þess að ná
aftur upp þyngd.
Lögreglan kom fljótlega og
yfirheyrði hann og þar sem
Ricky var á sakaskrá fyrir
líkamsárás beindust spjótin
fljótt að því að hann hefði
verið að gera eitthvað ólög-
legt og væri ekki að segja
alla söguna. Ricky sór og sárt
við lagði að hann segði sann-
leikann, en lögreglan hóf
aldrei leit að mönnunum sem
rændu honum og gerði í raun
mjög lítið úr frásögn Rickys
og ýjaði að því að hann væri
að búa þetta allt saman til.
Læknar koma
Ricky til varnar
Tveir virtir læknar komu
Ricky til varnar og skrifuðu
greinargerðir sem studdu
hans mál og fóru þeir þar vel
yfir að það sem Ricky hefði
lent í væri mjög raunverulegt
og að hann hefði verið mjög
nálægt dauða sínum þegar
hann fannst.
Fjölmiðlar gerðu sér mikinn
mat úr þessu máli og umræð-
an um Ricky Megee var á allra
vörum. Ricky leið illa í sviðs-
ljósinu og eftir að hann bætti
á sig kílóum og útskrifaðist af
spítala þá flutti hann og hvarf
í fjöldann.
Lögreglan fann aldrei ræn-
ingjana, en bíllinn hans fannst
mikið skemmdur og búið var
að taka öll verðmæti úr hon-
um. Ricky fór aftur á þessar
slóðir með blaðamanninum
Greg Mclean og skrifuðu þeir
félagar bók um þessa stór-
brotnu reynslu Rickys.
Ricky er í dag hamingju-
samlega giftur og hefur heilsa
hans ekki liðið fyrir lífshásk-
ann. n
LÍFSHÁSKI
Unnur Regína
Gunnarsdóttir
GRAFINN LIFANDI Á EINUM
AFSKEKKTASTA STAÐ ÁSTRALÍU
Ricky missti 60 kíló á 71 einum degi. Í dag er hann hraustur og hamingjusamlega giftur Kate Megee. SKJÁSKOT/FACEBOOK
Hinn ástralski
Ricky Megee
óraði ekki
fyrir að ævin
týraferðin sem
hann var á leið
í yrði 71 dags
barátta upp á
líf og dauða.
24 FÓKUS 19. JÚNÍ 2020 DV