Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Qupperneq 28
28 MATUR 19. JÚNÍ 2020 DV Una í eldhúsinu Kjúklingabringur fylltar með rjómaosti og grænmeti Fyrir 4 4 kjúklingabringur Salt og pipar Ólífuolía 30 g smjör 150 g brokkólí ½ paprika, gul ½ paprika, rauð ½ paprika, appelsínugul 10 sveppir 2 hvítlauksrif Smábútur af fersku engiferi 150 g hvítlauksrjómaostur með graslauk ½ dl rjómi Byrjið á að setja ólífuolíu í eld- fast mót og leggið kjúklingabring- urnar ofan í mótið og kryddið með salti og pipar. Setjið í ofninn á 200 gráður í um 30 mínútur. Útbúið fyllinguna, fínsaxið græn- metið, pressið hvítlauksrifin með hvítlaukspressu og rífið niður engiferbútinn á rifjárni. Steikið allt grænmetið á pönnu með smjöri. Þegar grænmetið er aðeins farið að mýkjast er rjómaosturinn og rjóminn settur út á pönnuna, hafið lágan hita á hellunni og hrærið vel í blöndunni þar til osturinn hefur bráðnað. Takið kjúklingabringurnar úr ofn- inum og leyfið þeim aðeins að kólna og jafna sig áður en þær eru skornar endilangt og fyllingin sett inn í. Gott er að loka bringunum svo með tannstönglum. Bringurnar eru svo settar aftur inn í ofn í um 10-12 mínútur. Sætar kartöflur með fersku rósmaríni Sæt kartafla Ferskt rósmarín Salt og pipar Skerið sæta kartöflu í meðalþykkar sneiðar, setjið í eldfast mót með olíu og kryddið með salti og pipar. Setjið í ofn við 200 gráður í um 30 mínútur, takið svo kartöflurnar úr ofninum og leggið ferskar rósmar- íngreinar yfir og leyfið að vera í um 10 mínútur í ofninum til viðbótar. Mjög gott er að bera þetta fram saman, leggja kjúklingabringurnar ofan á kartöflurnar og um að gera að nota restina af fyllingunni sem meðlæti með. Una Guðmundsdóttir, matgæð- ingur DV, er í miklum ham þessa dagana. Afraksturinn er virkilega girnilegt föstudagsgúmmelaði sem fjölskyldan elskar. MYNDIR/AÐSENDAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.