Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 32
32 FÓKUS 19. JÚNÍ 2020 DV
Við hvetjum lesendur til að senda
spurningar og vangaveltur sínar til
Kristínar í tölvupósti á:
hjonabandssaela@gmail.com.
Spurningunum verður svo svarað
hér í Fjölskylduhorninu, að sjálf-
sögðu nafnlaust og í fullum trúnaði.
Fjölskylduhornið
Sérfræðingur svarar
Kristín Tómasdóttir, hjónabandsráðgjafi
svarar spurningum lesenda um málefni
er varða fjölskylduna, börnin og ástina í
Fjölskylduhorni DV. Í þessari viku tekur
Kristín fyrir hvernig kynda megi undir
rómantíkinni á heimilinu.
ÞAÐ SEM ER ÓVENJULEGT EÐA
ÓLJÓST GETUR KVEIKT NEISTANN
M aðurinn minn er steinaldarmaður! Hann er frábær faðir
og virkilega góður við okkur
öll, en áttar sig ekki á mikil-
vægi þess að halda neistan-
um við í sambandinu. Hann
spyr mig alltaf hvað ég vilji
í jóla- og afmælisgjafir og
virðist engan veginn skilja að
blómvöndur, smá „surprise“
eða einlæg skilaboð myndu
breyta miklu fyrir mig. Geta
menn lært rómans???
Tjáning borgar sig
Sæl. Takk fyrir góða spurn-
ingu. Stutta svarið er já. Þú
getur kennt manninum þínum
hvaða merkingu þú leggur í
rómans og hvað þú sérð fyrir
þér til þess að halda neist-
anum í sambandinu. Ef þú
vilt að ég taki hann í kennslu
væri það sennilega ekki væn-
legt til heilla.
Langa svarið er alltaf að
tjáning borgar sig. Hvernig
líður þér og hvað þarftu?
Þér líður eins og neistinn sé
að slokkna og þú þarft meiri
rómantík. Hvernig líður
manninum þínum með það
og hvað þarf hann? Þetta eru
voldugar spurningar.
Svo er vert að hafa í huga
að það er afar ólíkt hvað fólk
upplifir sem rómantík og
sömuleiðis að það er hægt
að halda neistanum í sam-
bandinu gangandi án þess að
rómantík komi þar við sögu.
Skrítið?
Tveir verða einn
Í sumum ástarsamböndum
byggir neistinn á losta, nánd,
ástríðu, eða blöndu af þessu
öllu saman. Í þínu sambandi
þarftu meiri rómantík til þess
að halda glóðunum heitum.
Þegar fólk er spurt hve-
nær það laðast mest að maka
sínum þá eru svörin að sjálf-
sögðu misjöfn, en þau eiga
það mörg hver sammerkt að
þau tengjast óvissu eða ein-
hverju sem myndar fjarlægð.
Nokkuð sem hljómar þver-
sagnakennt því í ástarsam-
bandi felst skuldbinding, þar
sem báðir aðilar vilja tilheyra
og finna fyrir því að þeir séu
teymi. Tveir verða einn.
Margir nefna að þeir laðist
helst að maka sínum þegar
makinn geislar. Í því felst að
makinn er glaður og öruggur,
en það liggur ekki endilega
fyrir hvers vegna. Það er
eitthvað dulið á bak við þessa
orðnotkun. Þá nefna margir
að þegar makinn er í burtu
þá er þráin eftir viðkomandi
hvað mest. Nokkuð ljóst að
það sem er ekki til staðar er
eftirsóknarvert. Sumir segja
líka að þegar makinn kemur
þér á óvart verði hann / hún
meira aðlaðandi. Allt sem er
óljóst, óvenjulegt eða öðru-
vísi.
Öryggiskenndin mikilvæg
Þú nefnir að maðurinn þinn
spyrji þig alltaf hvað þig
langar í og að fyrir vikið sé
hann steinaldarmaður sem
kunni ekki að halda neist-
anum gangandi. Það gæti
einmitt orsakast af því að þú
þráir að hann sé pínu dulur
og ekki eins og opin bók.
Ég leyfi mér að giska á að
hann sé einmitt upptekin af
því að hafa allt uppi á borðum
og spyrji þig fyrir vikið hvað
þú viljir í afmælisgjöf, til
að veita sér og þér öryggis-
kennd.
Fyrir honum er rómantík
sennilega eitthvað allt annað
en óvissa. Getur verið að
honum finnst rómantík ekki
mælast í blómvöndum?
Ég er alls ekki að dæma
þig, ég vil heldur benda þér
á að þú þráir að þrá mann-
inn þinn meira. Til þess
gæti hann þurft að vita hvað
liggur þar að baki, að það sé
gott að vita af öryggi hans,
en þér þætti vænt um meiri
spennu. Þar er hægt að leika
sér og gætir þú jafnvel sýnt
fordæmi á þessu sviði gagn-
vart honum. n
MYND/GETTY
Þegar fólk er spurt hvenær
það laðast mest að maka
sínum þá eru svörin að sjálf-
sögðu misjöfn en þau eiga
það mörg hver sammerkt að
þau tengjast óvissu, eða ein-
hverju sem myndar fjarlægð.